Að vernda vitleysuna, eða…? Þröstur Ólafsson skrifar 4. júní 2014 07:00 Um miðjan níunda áratug síðustu aldar var svo komið að fiskistofnar í höfunum kringum landið voru að eyðast. Hélst það í hendur við gróðureyðingu og víðtækan uppblástur lands. Eigendur og umsjónarfólk auðlinda þjóðarinnar voru komin vel á veg með að farga gæðum láðs og lagar. Við eyðingu sjávarauðlindarinnar var brugðist og stjórnkerfi fiskveiða komið á. Annars vegar var heildarafli hverrar fisktegundar ákveðinn. Hins vegar var öllum útgerðum í sjósókn úthlutað ókeypis aflamarki byggðu á aflareynslu, sem var föst hlutdeild í árlega leyfðum heildarafla. Þessar aflaheimildir voru framseljanlegar, sem var driffjöður þess að auka hagræði. Það var flestum þeim sem komu að mótun aflamarkskerfisins ljóst að frjálst framsal myndi færa aflaheimildir milli útgerða og þar með byggðarlaga. Þegar búið var að draga saman heildarþorskafla úr 450 þ. tonnum í 165 þ.t., hefði óbreytt útgerðarmunstur lagt bæði byggðarlög og útgerðir í rúst. Eina leiðin til að bjarga útgerðarstöðum og efla útgerðarfyrirtæki var að gera kvótakaup frjáls. Okkur, sem um þessi mál fjölluðum, var einnig ljóst að veik fjárhagsstaða íslenskra útgerðarfyrirtækja gerði þau að auðveldri bráð erlendra stórútgerða, þegar viðskiptaheimurinn færi að opnast. Á þeim þrjátíu árum sem þetta kerfi hefur verið við lýði, hafa flest öll markið þess náðst. Afleiðingarnar fyrir byggðir landsins hafa verið miklar. Án frjálsa framsalsins hefðu þær hins vegar orðið mun umfangsmeiri og erfiðari viðfangs. Kerfið hefði staðnað í örsmáum óarðbærum útgerðum, sem reknar hefðu verið með tíðum gengisfellingum og ríkisaðstoð. Erlent fjármagn í útgerð Í EES-samningnum eru skýr ákvæði um bann við erlendri fjárfestingu í íslenskum sjávarútgerðum. Á upphafsárum nýs fiskveiðistjórnunarkerfis var þetta skiljanleg ráðstöfun. En það hefur breyst. Íslensk útgerð er í sterkri stöðu um þessar mundir. Þær útgerðir sem ekki hafa skuldsett sig úr hófi með dýrum kvótakaupum eða spákaupmennsku, standa almennt sterkt að vígi. Í framhaldi af styrkingu útgerðanna hófu þær sókn erlendis. Nú voru það íslenskir útgerðarmenn sem keyptu erlendar útgerðir og urðu að öflugustu útgerðarfyrirtækjum Evrópu. En eins og frjálsa framsalið var nauðsynleg ráðstöfun til að miðla afla til öflugustu fyrirtækjanna, þá er frjálst fjármagnsflæði besta ráðstöfunin til að styrkja fjárhagsstöðu, endurnýjun og markaðsöflun íslenskra útgerða. Það er því fagnaðarefni að skráning þeirra í kauphöllinni sé hafin. Jafnframt þarf að opna fyrir erlent fjármagn, því lífeyrissjóðir eru ekki framsæknustu fjárfestarnir. Ekkert er að óttast þótt erlendir fjárfestar taki þátt í að fjármagna útgerðir hérlendis. Okkur er í lófa lagið að setja ákvæði sem niðurnjörva í stjórnarskrá eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni og jafnframt að allir sem geri út greiði þjóðinni afnotagjald. Þannig myndi íslensk útgerð þróast best. Uppdiktuð hræðsla eða eiginhagsmunir? Í þessu samhengi er fróðlegt að skoða afstöðu LÍÚ til Evrópusambandsins. Sá matseðill sem LÍÚ réttir að okkur er fullur af sérréttum sem allir eru eldaðir úr ótta og hræðslu. Þeir eru hræddir við að stjórn sjávaraútvegsmála flytjist til Brussel. Flestallir sérfræðingar sem kynnt hafa sér þessi mál eru sammála um að stjórn sjávarútvegsmála héldist hérlendis, vegna þess að við eigum enga fiskveiðilögsögu með ESB og ekki væri til staðar nein veiðireynsla erlendra þjóða hér við land. Þar að auki væri hér eitthvert öflugasta stjórnkerfi fiskveiða sem fyrirfyndist. LÍÚ óttast að verða afskiptir í veiðum úr flökkustofnum. Vitað er þó að við myndum halda óbreyttum veiðirétti úr þessum stofnum sem búið er að semja um. Jafnvel makríllinn er nánast frágenginn. Þá hræðast þeir evrópska fjárfestingu. Erfitt er að skilja hræðslu öflugustu útgerðarfyrirtækja Evrópu við erlenda fjárfestingu. Stunda þau hana þó sjálf í allmiklum mæli í aðildarlöndum ESB. Ekki hafa keyptar útgerðir þar verið fluttar til Íslands. Þeim virðist vegna vel í höndum íslenskra útgerðarmanna. Hvar liggur vandinn? Hvað er verið að vernda? Jú, sagði þekktur fjármálamaður við mig, það er verið að vernda vitleysuna. Kannski raunveruleg ástæða þessarar fælni sé þó önnur og dýpri. Vera má að íslenskir útgerðarmenn vilji með þessu koma á og festa síðan í sessi eignarhald sitt á sjávarauðlindinni. Þeir gera það best með því að sveipa kufli fullveldis- og sjálfstæðisbaráttu yfir kröfur sínar um alíslenskt eignarhald. Það væri sanngöfugur og óeigingjarn tilgangur eins og þeim einum sæmir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Um miðjan níunda áratug síðustu aldar var svo komið að fiskistofnar í höfunum kringum landið voru að eyðast. Hélst það í hendur við gróðureyðingu og víðtækan uppblástur lands. Eigendur og umsjónarfólk auðlinda þjóðarinnar voru komin vel á veg með að farga gæðum láðs og lagar. Við eyðingu sjávarauðlindarinnar var brugðist og stjórnkerfi fiskveiða komið á. Annars vegar var heildarafli hverrar fisktegundar ákveðinn. Hins vegar var öllum útgerðum í sjósókn úthlutað ókeypis aflamarki byggðu á aflareynslu, sem var föst hlutdeild í árlega leyfðum heildarafla. Þessar aflaheimildir voru framseljanlegar, sem var driffjöður þess að auka hagræði. Það var flestum þeim sem komu að mótun aflamarkskerfisins ljóst að frjálst framsal myndi færa aflaheimildir milli útgerða og þar með byggðarlaga. Þegar búið var að draga saman heildarþorskafla úr 450 þ. tonnum í 165 þ.t., hefði óbreytt útgerðarmunstur lagt bæði byggðarlög og útgerðir í rúst. Eina leiðin til að bjarga útgerðarstöðum og efla útgerðarfyrirtæki var að gera kvótakaup frjáls. Okkur, sem um þessi mál fjölluðum, var einnig ljóst að veik fjárhagsstaða íslenskra útgerðarfyrirtækja gerði þau að auðveldri bráð erlendra stórútgerða, þegar viðskiptaheimurinn færi að opnast. Á þeim þrjátíu árum sem þetta kerfi hefur verið við lýði, hafa flest öll markið þess náðst. Afleiðingarnar fyrir byggðir landsins hafa verið miklar. Án frjálsa framsalsins hefðu þær hins vegar orðið mun umfangsmeiri og erfiðari viðfangs. Kerfið hefði staðnað í örsmáum óarðbærum útgerðum, sem reknar hefðu verið með tíðum gengisfellingum og ríkisaðstoð. Erlent fjármagn í útgerð Í EES-samningnum eru skýr ákvæði um bann við erlendri fjárfestingu í íslenskum sjávarútgerðum. Á upphafsárum nýs fiskveiðistjórnunarkerfis var þetta skiljanleg ráðstöfun. En það hefur breyst. Íslensk útgerð er í sterkri stöðu um þessar mundir. Þær útgerðir sem ekki hafa skuldsett sig úr hófi með dýrum kvótakaupum eða spákaupmennsku, standa almennt sterkt að vígi. Í framhaldi af styrkingu útgerðanna hófu þær sókn erlendis. Nú voru það íslenskir útgerðarmenn sem keyptu erlendar útgerðir og urðu að öflugustu útgerðarfyrirtækjum Evrópu. En eins og frjálsa framsalið var nauðsynleg ráðstöfun til að miðla afla til öflugustu fyrirtækjanna, þá er frjálst fjármagnsflæði besta ráðstöfunin til að styrkja fjárhagsstöðu, endurnýjun og markaðsöflun íslenskra útgerða. Það er því fagnaðarefni að skráning þeirra í kauphöllinni sé hafin. Jafnframt þarf að opna fyrir erlent fjármagn, því lífeyrissjóðir eru ekki framsæknustu fjárfestarnir. Ekkert er að óttast þótt erlendir fjárfestar taki þátt í að fjármagna útgerðir hérlendis. Okkur er í lófa lagið að setja ákvæði sem niðurnjörva í stjórnarskrá eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni og jafnframt að allir sem geri út greiði þjóðinni afnotagjald. Þannig myndi íslensk útgerð þróast best. Uppdiktuð hræðsla eða eiginhagsmunir? Í þessu samhengi er fróðlegt að skoða afstöðu LÍÚ til Evrópusambandsins. Sá matseðill sem LÍÚ réttir að okkur er fullur af sérréttum sem allir eru eldaðir úr ótta og hræðslu. Þeir eru hræddir við að stjórn sjávaraútvegsmála flytjist til Brussel. Flestallir sérfræðingar sem kynnt hafa sér þessi mál eru sammála um að stjórn sjávarútvegsmála héldist hérlendis, vegna þess að við eigum enga fiskveiðilögsögu með ESB og ekki væri til staðar nein veiðireynsla erlendra þjóða hér við land. Þar að auki væri hér eitthvert öflugasta stjórnkerfi fiskveiða sem fyrirfyndist. LÍÚ óttast að verða afskiptir í veiðum úr flökkustofnum. Vitað er þó að við myndum halda óbreyttum veiðirétti úr þessum stofnum sem búið er að semja um. Jafnvel makríllinn er nánast frágenginn. Þá hræðast þeir evrópska fjárfestingu. Erfitt er að skilja hræðslu öflugustu útgerðarfyrirtækja Evrópu við erlenda fjárfestingu. Stunda þau hana þó sjálf í allmiklum mæli í aðildarlöndum ESB. Ekki hafa keyptar útgerðir þar verið fluttar til Íslands. Þeim virðist vegna vel í höndum íslenskra útgerðarmanna. Hvar liggur vandinn? Hvað er verið að vernda? Jú, sagði þekktur fjármálamaður við mig, það er verið að vernda vitleysuna. Kannski raunveruleg ástæða þessarar fælni sé þó önnur og dýpri. Vera má að íslenskir útgerðarmenn vilji með þessu koma á og festa síðan í sessi eignarhald sitt á sjávarauðlindinni. Þeir gera það best með því að sveipa kufli fullveldis- og sjálfstæðisbaráttu yfir kröfur sínar um alíslenskt eignarhald. Það væri sanngöfugur og óeigingjarn tilgangur eins og þeim einum sæmir.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun