Vantaði undirölduna Jónas Sen skrifar 30. maí 2014 10:30 "Vissulega bar fátt til tíðinda, en hæg umbreyting hverrar sviðsmyndar hélt athyglinni. Það var magnað. Sýningin var augnayndi.“ MYND/Einar Falur Ingólfsson Tónlist/Myndlist: Der Klang der Offenbarung des Göttlichen Kraftbirting guðdómsins Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson frumsýnt í Borgarleikhúsinu miðvikudaginn 28. maí. Tónlist Kjartan Sveinsson Myndlist Ragnar Kjartansson Hljómsveitarstjórn Davíð Þór Jónsson Deutsches Filmorchester Babelsberg lék; Schola cantorum söng Áður en hinn bölvaði geisladiskur kom til sögunnar var oft hálfgert ævintýri að eignast plötu. Hún var svo stór og myndin framan á kápunni skipti því máli. Ég man eftir að hafa eignast plötu með tveimur verkum eftir Schubert. Framan á henni var málverk af manni standandi á tanga að virða fyrir sér þungbúnar öldur hafsins fyrir neðan. Það var alveg hægt að ímynda sér að tónlist Schuberts væri um einhverja svona náttúruupplifun. Hafið, vindurinn, drungalegur himinn; þetta rúmaðist allt í tónlistinni. Það er auðvitað löngu vitað að náttúran hefur margsinnis orðið tónskáldum innblástur. Dæmin eru óteljandi. Kannski það nærtækasta sé þriðja sinfónía Mahlers, sem var flutt hér á eftirminnilegan hátt í síðustu viku. Þar voru náttúruöflin allsráðandi, nótt og fuglasöngur, jafnvel öfl að handan, meira að segja himnaríki. Það skemmtilegasta við sýninguna Kraftbirting guðdómsins eftir þá Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson er einmitt það að athygli áhorfandans er beint að því hve margt býr í náttúrunni. Þetta er leiksýning með engum leikurum, þarna eru aðeins nokkrar sviðsmyndir sem taka hægum breytingum. Undir er leikin tónlist. Áferð tónlistarinnar er kammerkennd, lítil hljómsveit situr í gryfjunni fyrir framan sviðið, og einnig syngur smávaxinn kór. Þótt Kjartan tengist Sigur Rós órjúfanlegum böndum er ekkert svoleiðis í tónlistinni. Þvert á móti er hún öll hin sakleysislegasta og á þannig væntanlega að undirstrika barnslega fegurðina í sviðsmyndunum. Þær eru heillandi, manni dettur í hug gömul málverk af sólarlagi yfir Akranesinu, myndir sem voru málaðar í den af svokölluðum metramálurum. Sýningin á miðvikudagskvöldið var því ekki leiðinleg. Vissulega bar fátt til tíðinda, en hæg umbreyting hverrar sviðsmyndar hélt athyglinni. Það var magnað. Sýningin var augnayndi. Persónulega þótti mér minna til tónlistarinnar koma. Hún fór stöðugt í hringi, sennilega í takt við kyrrstöðu sviðsmyndanna. Þegar um svoleiðis er að ræða, þurfa hugmyndirnar að vera afar góðar. Mér fannst vanta einhverja undiröldu í tónlistina, ekki einhvern hrylling og drama, bara eitthvað sem léti mann LANGA til að heyra tónlistina endurtekna í sífellu. Hún var samt ágætlega flutt, hljómsveitin var samtaka og spilaði hreint, sömu sögu er að segja um söng kórsins. Það var bara ekki nóg. Eitt dæmi um síendurtekna tónlist sem virkar er hinn frábæri geisladiskur Aero með Ghostigital, Finnboga Péturssyni og Skúla Sverrissyni. Fyrsta lagið þar heitir einmitt Landscape og tekur heilar 35 mínútur. Það gerist eiginlega ekkert allan þennan tíma, en laghendingarnar eru svo seiðandi að maður dettur í trans um leið. Ég saknaði slíkra tilþrifa á miðvikudagskvöldið.Niðurstaða: Einstaklega fallegar náttúrusenur einkenndu sviðsmyndina, en tónlistin var of sakleysisleg. Gagnrýni Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist/Myndlist: Der Klang der Offenbarung des Göttlichen Kraftbirting guðdómsins Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson frumsýnt í Borgarleikhúsinu miðvikudaginn 28. maí. Tónlist Kjartan Sveinsson Myndlist Ragnar Kjartansson Hljómsveitarstjórn Davíð Þór Jónsson Deutsches Filmorchester Babelsberg lék; Schola cantorum söng Áður en hinn bölvaði geisladiskur kom til sögunnar var oft hálfgert ævintýri að eignast plötu. Hún var svo stór og myndin framan á kápunni skipti því máli. Ég man eftir að hafa eignast plötu með tveimur verkum eftir Schubert. Framan á henni var málverk af manni standandi á tanga að virða fyrir sér þungbúnar öldur hafsins fyrir neðan. Það var alveg hægt að ímynda sér að tónlist Schuberts væri um einhverja svona náttúruupplifun. Hafið, vindurinn, drungalegur himinn; þetta rúmaðist allt í tónlistinni. Það er auðvitað löngu vitað að náttúran hefur margsinnis orðið tónskáldum innblástur. Dæmin eru óteljandi. Kannski það nærtækasta sé þriðja sinfónía Mahlers, sem var flutt hér á eftirminnilegan hátt í síðustu viku. Þar voru náttúruöflin allsráðandi, nótt og fuglasöngur, jafnvel öfl að handan, meira að segja himnaríki. Það skemmtilegasta við sýninguna Kraftbirting guðdómsins eftir þá Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson er einmitt það að athygli áhorfandans er beint að því hve margt býr í náttúrunni. Þetta er leiksýning með engum leikurum, þarna eru aðeins nokkrar sviðsmyndir sem taka hægum breytingum. Undir er leikin tónlist. Áferð tónlistarinnar er kammerkennd, lítil hljómsveit situr í gryfjunni fyrir framan sviðið, og einnig syngur smávaxinn kór. Þótt Kjartan tengist Sigur Rós órjúfanlegum böndum er ekkert svoleiðis í tónlistinni. Þvert á móti er hún öll hin sakleysislegasta og á þannig væntanlega að undirstrika barnslega fegurðina í sviðsmyndunum. Þær eru heillandi, manni dettur í hug gömul málverk af sólarlagi yfir Akranesinu, myndir sem voru málaðar í den af svokölluðum metramálurum. Sýningin á miðvikudagskvöldið var því ekki leiðinleg. Vissulega bar fátt til tíðinda, en hæg umbreyting hverrar sviðsmyndar hélt athyglinni. Það var magnað. Sýningin var augnayndi. Persónulega þótti mér minna til tónlistarinnar koma. Hún fór stöðugt í hringi, sennilega í takt við kyrrstöðu sviðsmyndanna. Þegar um svoleiðis er að ræða, þurfa hugmyndirnar að vera afar góðar. Mér fannst vanta einhverja undiröldu í tónlistina, ekki einhvern hrylling og drama, bara eitthvað sem léti mann LANGA til að heyra tónlistina endurtekna í sífellu. Hún var samt ágætlega flutt, hljómsveitin var samtaka og spilaði hreint, sömu sögu er að segja um söng kórsins. Það var bara ekki nóg. Eitt dæmi um síendurtekna tónlist sem virkar er hinn frábæri geisladiskur Aero með Ghostigital, Finnboga Péturssyni og Skúla Sverrissyni. Fyrsta lagið þar heitir einmitt Landscape og tekur heilar 35 mínútur. Það gerist eiginlega ekkert allan þennan tíma, en laghendingarnar eru svo seiðandi að maður dettur í trans um leið. Ég saknaði slíkra tilþrifa á miðvikudagskvöldið.Niðurstaða: Einstaklega fallegar náttúrusenur einkenndu sviðsmyndina, en tónlistin var of sakleysisleg.
Gagnrýni Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp