Nauðsynlegar sameiningar háskóla Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. maí 2014 00:00 Það er ánægjulegt að nú er talað kinnroðalaust um mikilvægi sameininga á háskólastigi. Er það breyting frá þeirri stefnu sem mótuð var af síðustu ríkisstjórn þegar sameiningar skóla komust ekki á dagskrá. Frá því að Tækniháskólinn og Háskólinn í Reykjavík sameinuðust árið 2004 og Háskóli Íslands og Kennaraháskólinn árið 2008 hafa háskólar ekki verið sameinaðir þrátt fyrir brýna nauðsyn. Vert er einnig að geta sameiningar Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans árið 2008 í Tækniskólann, sem nú er stærsti skólinn á framhaldsskólastigi. Hann er einkarekinn og með bein tengsl við atvinnulífið og sinnir jafnframt námi sem krefst meira en framhaldsskólamenntunar eins og nám á skipstjórnarstigi. Með nauðsynlegum breytingum á skólakerfinu sem smám saman eru að verða að veruleika mun Tækniskólinn geta boðið upp á nám á svonefndu fagháskólastigi og hugsanlega aukið samstarf við starfandi háskóla. En aftur að mikilvægum sameiningum á háskólastigi. Nú ber svo við að menntamálaráðherra og stjórnendur Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri vilja að skólinn verði sameinaður Háskóla Íslands en á þeim bænum hafa menn sýnt þessum pælingum áhuga. Hagrænir hvatar þessarar sameiningar eru þó nokkrir en ekki síður út frá faglegum sjónarmiðum háskólanáms er óábyrgt að standa gegn þessari sameiningu. Ef byggja á upp enn sterkari grunn að Íslandi sem matvælalandi, allt frá fiskirækt til úrvinnslu landbúnaðarafurða er fengur í að nýta sameiginlega þá miklu fagþekkingu innan beggja háskóla er snertir landbúnaðar- og náttúruvísindi, beint og óbeint. Er þetta eitt af mörgum sviðum er myndu styrkjast við sameiningu. Rannsóknarstöðin að Keldum gæti jafnframt spilað mikilvægt hlutverk í slíkri uppbyggingu.Frekari sameiningar nauðsynlegar Eftir hina umfangsmiklu sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskólans lá ljóst fyrir að stefnt var að frekari sameiningum háskólastofnana. Innlendir og erlendir sérfræðingar sem fengnir voru haustið 2008 til ráðgjafar um hvernig bregðast ætti við í þágu háskóla- og rannsókna í kjölfar efnahagshrunsins skiluðu skýrri niðurstöðu vorið eftir. Frekari sameiningar væru nauðsynlegar til að verja og efla háskólastigið og rannsóknarumhverfið á Íslandi til lengri tíma. Var því miður lítið gert með þær eindregnu ráðleggingar og er fyrst núna sem menntamálaráðherra nýtir sér þær og leggur á þau mið. Þekkt er íhaldssemi kerfisins og andstaða ýmissa héraðshöfðingja gegn skynsamlegum breytingum á gildandi kerfi þótt bæði fagleg og rekstrarleg viðmið hvetji til annars. Þau sjónarmið mega ekki og eiga ekki að ráða för enda hagsmunir miklir þegar efla þarf enn frekar íslenskt fræða- og vísindasamfélag í þágu atvinnulífs og samfélags. Ekki síst í þessu ljósi ber að fara yfir öll tækifæri sem í boði eru til að forgangsraða fjármunum hins opinbera og gera kröfur um rekstrarlega sterkar og faglegar einingar háskóla er standast alþjóðlegan samanburð. Sameining Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Keldna er því tækifæri til að styrkja innviði háskólastigsins og stuðla að aukinni samkeppnishæfni íslensks samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að nú er talað kinnroðalaust um mikilvægi sameininga á háskólastigi. Er það breyting frá þeirri stefnu sem mótuð var af síðustu ríkisstjórn þegar sameiningar skóla komust ekki á dagskrá. Frá því að Tækniháskólinn og Háskólinn í Reykjavík sameinuðust árið 2004 og Háskóli Íslands og Kennaraháskólinn árið 2008 hafa háskólar ekki verið sameinaðir þrátt fyrir brýna nauðsyn. Vert er einnig að geta sameiningar Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans árið 2008 í Tækniskólann, sem nú er stærsti skólinn á framhaldsskólastigi. Hann er einkarekinn og með bein tengsl við atvinnulífið og sinnir jafnframt námi sem krefst meira en framhaldsskólamenntunar eins og nám á skipstjórnarstigi. Með nauðsynlegum breytingum á skólakerfinu sem smám saman eru að verða að veruleika mun Tækniskólinn geta boðið upp á nám á svonefndu fagháskólastigi og hugsanlega aukið samstarf við starfandi háskóla. En aftur að mikilvægum sameiningum á háskólastigi. Nú ber svo við að menntamálaráðherra og stjórnendur Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri vilja að skólinn verði sameinaður Háskóla Íslands en á þeim bænum hafa menn sýnt þessum pælingum áhuga. Hagrænir hvatar þessarar sameiningar eru þó nokkrir en ekki síður út frá faglegum sjónarmiðum háskólanáms er óábyrgt að standa gegn þessari sameiningu. Ef byggja á upp enn sterkari grunn að Íslandi sem matvælalandi, allt frá fiskirækt til úrvinnslu landbúnaðarafurða er fengur í að nýta sameiginlega þá miklu fagþekkingu innan beggja háskóla er snertir landbúnaðar- og náttúruvísindi, beint og óbeint. Er þetta eitt af mörgum sviðum er myndu styrkjast við sameiningu. Rannsóknarstöðin að Keldum gæti jafnframt spilað mikilvægt hlutverk í slíkri uppbyggingu.Frekari sameiningar nauðsynlegar Eftir hina umfangsmiklu sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskólans lá ljóst fyrir að stefnt var að frekari sameiningum háskólastofnana. Innlendir og erlendir sérfræðingar sem fengnir voru haustið 2008 til ráðgjafar um hvernig bregðast ætti við í þágu háskóla- og rannsókna í kjölfar efnahagshrunsins skiluðu skýrri niðurstöðu vorið eftir. Frekari sameiningar væru nauðsynlegar til að verja og efla háskólastigið og rannsóknarumhverfið á Íslandi til lengri tíma. Var því miður lítið gert með þær eindregnu ráðleggingar og er fyrst núna sem menntamálaráðherra nýtir sér þær og leggur á þau mið. Þekkt er íhaldssemi kerfisins og andstaða ýmissa héraðshöfðingja gegn skynsamlegum breytingum á gildandi kerfi þótt bæði fagleg og rekstrarleg viðmið hvetji til annars. Þau sjónarmið mega ekki og eiga ekki að ráða för enda hagsmunir miklir þegar efla þarf enn frekar íslenskt fræða- og vísindasamfélag í þágu atvinnulífs og samfélags. Ekki síst í þessu ljósi ber að fara yfir öll tækifæri sem í boði eru til að forgangsraða fjármunum hins opinbera og gera kröfur um rekstrarlega sterkar og faglegar einingar háskóla er standast alþjóðlegan samanburð. Sameining Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Keldna er því tækifæri til að styrkja innviði háskólastigsins og stuðla að aukinni samkeppnishæfni íslensks samfélags.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar