Þegar ein báran rís Einar Benediktsson skrifar 28. apríl 2014 07:00 Þegar ein báran rís er önnur vís. Fyrst var það með yfirtökunni á Krímskaga að Rússland færði út landamæri sín til vesturs í skjóli hervalds. Síðan fékk stefnan, sem Vladimír Pútin kennir við „Novorossiya“, fljótlega sína birtingarmynd á Norðurslóðum. Þannig var fyrirsögnin í fréttatilkynningu frá rússnesku fréttastofunni RIA Novosti þann 22. apríl: Russia to Build Network of Modern Naval Bases in Arctic - Putin. Haft er eftir forsetanum: „Við þurfum að styrkja okkar hernaðarlegu innviði. Sérstaklega þarf að að koma upp samhæfðu neti flotabækistöðva vegna nýrrar kynslóðar skipa og kafbáta.“ Þessari endurskipulagningu skal lokið 2014. Um er að ræða opnun tveggja flugvalla og hafna við Íshafið og sjö flugvalla annars staðar sem lokað var 1993. Norðurflotinn verður með 40 ný skip 2020 og nýir ísbrjótar, bæði kjarnorku- og dísilknúðir, eru í smíðum. Yfirflug sprengjuflugvéla frá Kolaskaga inn í loftrýmissvæði NATO hófst 23. apríl með slíkri heimsókn til Skotlands. Ekki verður betur séð en að Rússar búi sig undir að líta á Íshafið sem sitt eigið, mare nostrum eins og Rómverjar til forna sögðu um Miðjarðarhafið. Með tímanum hefur staða Íslands í öryggislegu tilliti orðið æ sérkennilegri. Þar koma bæði til gjörbreyting ytri aðstæðna og hið heimatilbúna. Ísland er eina aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, sem bæði er í lausum pólitískum tengslum við helstu Evrópuríkin og án landvarna, frá því að vera með takmarkaðir loftvarnir fram til 2006. Íslensk stjórnvöld töldu óráðlegt að bandaríski flugherinn hyrfi héðan með öllu og hafa sennilega notið stuðnings ýmissa annarra en þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Eftir brottförina frá Keflavík hefur áhugi Atlantshafsbandalagsins á Norðurslóðum verið með minnsta móti enda vóg stríðsrekstur í Afganistan þyngra en annað. Því var það væntanlega, að Kínverjar hafa talið sér leik á borði í að flétta Ísland inn í sín áform enda ekki skort áeggjan af æðstu stöðum. Kínverjar eru þrotlausir í að nýta jarðgæði um heim allan. Það á við um námavinnslu á Grænlandi, olíu- og gasvinnslu á hafsbotni hér um kring og ekki hvað síst í mikilli hafnaraðstöðu á Íslandi vegna hinnar nýju norðaustur-siglingaleiðar um heimskautið. Fari svo að Rússar drottni í norðri ætti bandalag þeirra og Kínverja að duga þeim síðarnefndu til einhvers. Vonandi bera aðgerðir Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um að hefta yfirtöku Rússa á hinum rússneskumælandi austurhéruðum Úkraínu árangur. Nú ríkir spenna með mannfalli og ögrandi yfirlýsingum í stað viðleitni um þá augljósu lausn, að komið sé á fót úkraínsku þjóðfélagi með verulegri sjálfstjórn í vestur- og austurhlutum landsins. En það kann að vera borin von, að einfaldar lausnir finnist í gömlum deilumálum og flækjast inn í austur-vestur samskiptin fyrrum og upplausn Sovétríkjanna. Þar er ekki að finna forsendur fyrir því að nú leiði til nýs kalds stríðs. Afskrifa verður þann möguleika að vopnuð átök verði vegna Úkraínu. Ekkert Evrópuríki er reiðubúið til að heyja stríð vegna þessarar deilu. Varnir NATO-ríkja, sem njóta tækniyfirburða Bandaríkjanna, útiloka árás á þau enda yrði slíkt tilefni heimsstyrjaldar. Bandarísk stjórnvöld hafa um skeið gert bandamönnum sínum í NATO það fullljóst, að þeim er óásættanlegt að standa straum af bróðurhluta sameiginlegs varnarkostnaðar. Í þeim efnum verður Evrópa að sjá um sig sjálf og taka þá forystu sem nauðsynleg er. Ekki er annarra kosta völ en að aðildarríki ESB, innan NATO eða utan, standi saman í varnar og öryggismálum. Til marks má taka loftrýmisgæsluna á Íslandi. Tvö ESB-ríki, Svíþjóð og Finnland, utan NATO senda sínar orrustuþotur til Íslands undir forystu Norðmanna og er þar með ný vídd fengin í Norðurlandasamstarfinu. Öryggi nágranna Úkraínu er ekki hvað síst það að vera innan sameiginlegra landamæra ESB, sem tryggir þau, samkvæmt Lissabon-sáttmálanum. Einmitt það gerðu Finnland og Eystrasaltsríkin vegna framtíðar sinnar sem fullvalda lýðræðisríki. Það sama á vissulega við um Ísland. Stefnumörkun í norðurskautsmálum er tækifæri að ná aftur virkari samvinnu við Bandaríkin um gagnkvæm öryggis- og varnarmál, svo sem nauðsynlegt er. Önnur hlið þjóðaröryggis lýtur að hinu efnahags- og viðskiptalega og þar er rétt ólokið því verki að samningur sýni svart á hvítu hvaða kjör bjóðast við aðild að Evrópusambandinu. Fyrir liggur að samningaviðræðurnar höfðu gengið vel, skilað miklu og að meirihluti landsmanna vill að þeim sé lokið. Líta verður til ESB-aðildar okkar í því víðara samhengi, að með því að staðfesta að hér eru norðurmörk Evrópuþjóða, yrðu Íslendingar til þess að leggja sinn mikla skerf til um aukinn stöðugleika á Norðurslóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ein báran rís er önnur vís. Fyrst var það með yfirtökunni á Krímskaga að Rússland færði út landamæri sín til vesturs í skjóli hervalds. Síðan fékk stefnan, sem Vladimír Pútin kennir við „Novorossiya“, fljótlega sína birtingarmynd á Norðurslóðum. Þannig var fyrirsögnin í fréttatilkynningu frá rússnesku fréttastofunni RIA Novosti þann 22. apríl: Russia to Build Network of Modern Naval Bases in Arctic - Putin. Haft er eftir forsetanum: „Við þurfum að styrkja okkar hernaðarlegu innviði. Sérstaklega þarf að að koma upp samhæfðu neti flotabækistöðva vegna nýrrar kynslóðar skipa og kafbáta.“ Þessari endurskipulagningu skal lokið 2014. Um er að ræða opnun tveggja flugvalla og hafna við Íshafið og sjö flugvalla annars staðar sem lokað var 1993. Norðurflotinn verður með 40 ný skip 2020 og nýir ísbrjótar, bæði kjarnorku- og dísilknúðir, eru í smíðum. Yfirflug sprengjuflugvéla frá Kolaskaga inn í loftrýmissvæði NATO hófst 23. apríl með slíkri heimsókn til Skotlands. Ekki verður betur séð en að Rússar búi sig undir að líta á Íshafið sem sitt eigið, mare nostrum eins og Rómverjar til forna sögðu um Miðjarðarhafið. Með tímanum hefur staða Íslands í öryggislegu tilliti orðið æ sérkennilegri. Þar koma bæði til gjörbreyting ytri aðstæðna og hið heimatilbúna. Ísland er eina aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, sem bæði er í lausum pólitískum tengslum við helstu Evrópuríkin og án landvarna, frá því að vera með takmarkaðir loftvarnir fram til 2006. Íslensk stjórnvöld töldu óráðlegt að bandaríski flugherinn hyrfi héðan með öllu og hafa sennilega notið stuðnings ýmissa annarra en þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Eftir brottförina frá Keflavík hefur áhugi Atlantshafsbandalagsins á Norðurslóðum verið með minnsta móti enda vóg stríðsrekstur í Afganistan þyngra en annað. Því var það væntanlega, að Kínverjar hafa talið sér leik á borði í að flétta Ísland inn í sín áform enda ekki skort áeggjan af æðstu stöðum. Kínverjar eru þrotlausir í að nýta jarðgæði um heim allan. Það á við um námavinnslu á Grænlandi, olíu- og gasvinnslu á hafsbotni hér um kring og ekki hvað síst í mikilli hafnaraðstöðu á Íslandi vegna hinnar nýju norðaustur-siglingaleiðar um heimskautið. Fari svo að Rússar drottni í norðri ætti bandalag þeirra og Kínverja að duga þeim síðarnefndu til einhvers. Vonandi bera aðgerðir Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um að hefta yfirtöku Rússa á hinum rússneskumælandi austurhéruðum Úkraínu árangur. Nú ríkir spenna með mannfalli og ögrandi yfirlýsingum í stað viðleitni um þá augljósu lausn, að komið sé á fót úkraínsku þjóðfélagi með verulegri sjálfstjórn í vestur- og austurhlutum landsins. En það kann að vera borin von, að einfaldar lausnir finnist í gömlum deilumálum og flækjast inn í austur-vestur samskiptin fyrrum og upplausn Sovétríkjanna. Þar er ekki að finna forsendur fyrir því að nú leiði til nýs kalds stríðs. Afskrifa verður þann möguleika að vopnuð átök verði vegna Úkraínu. Ekkert Evrópuríki er reiðubúið til að heyja stríð vegna þessarar deilu. Varnir NATO-ríkja, sem njóta tækniyfirburða Bandaríkjanna, útiloka árás á þau enda yrði slíkt tilefni heimsstyrjaldar. Bandarísk stjórnvöld hafa um skeið gert bandamönnum sínum í NATO það fullljóst, að þeim er óásættanlegt að standa straum af bróðurhluta sameiginlegs varnarkostnaðar. Í þeim efnum verður Evrópa að sjá um sig sjálf og taka þá forystu sem nauðsynleg er. Ekki er annarra kosta völ en að aðildarríki ESB, innan NATO eða utan, standi saman í varnar og öryggismálum. Til marks má taka loftrýmisgæsluna á Íslandi. Tvö ESB-ríki, Svíþjóð og Finnland, utan NATO senda sínar orrustuþotur til Íslands undir forystu Norðmanna og er þar með ný vídd fengin í Norðurlandasamstarfinu. Öryggi nágranna Úkraínu er ekki hvað síst það að vera innan sameiginlegra landamæra ESB, sem tryggir þau, samkvæmt Lissabon-sáttmálanum. Einmitt það gerðu Finnland og Eystrasaltsríkin vegna framtíðar sinnar sem fullvalda lýðræðisríki. Það sama á vissulega við um Ísland. Stefnumörkun í norðurskautsmálum er tækifæri að ná aftur virkari samvinnu við Bandaríkin um gagnkvæm öryggis- og varnarmál, svo sem nauðsynlegt er. Önnur hlið þjóðaröryggis lýtur að hinu efnahags- og viðskiptalega og þar er rétt ólokið því verki að samningur sýni svart á hvítu hvaða kjör bjóðast við aðild að Evrópusambandinu. Fyrir liggur að samningaviðræðurnar höfðu gengið vel, skilað miklu og að meirihluti landsmanna vill að þeim sé lokið. Líta verður til ESB-aðildar okkar í því víðara samhengi, að með því að staðfesta að hér eru norðurmörk Evrópuþjóða, yrðu Íslendingar til þess að leggja sinn mikla skerf til um aukinn stöðugleika á Norðurslóðum.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun