Þegar ein báran rís Einar Benediktsson skrifar 28. apríl 2014 07:00 Þegar ein báran rís er önnur vís. Fyrst var það með yfirtökunni á Krímskaga að Rússland færði út landamæri sín til vesturs í skjóli hervalds. Síðan fékk stefnan, sem Vladimír Pútin kennir við „Novorossiya“, fljótlega sína birtingarmynd á Norðurslóðum. Þannig var fyrirsögnin í fréttatilkynningu frá rússnesku fréttastofunni RIA Novosti þann 22. apríl: Russia to Build Network of Modern Naval Bases in Arctic - Putin. Haft er eftir forsetanum: „Við þurfum að styrkja okkar hernaðarlegu innviði. Sérstaklega þarf að að koma upp samhæfðu neti flotabækistöðva vegna nýrrar kynslóðar skipa og kafbáta.“ Þessari endurskipulagningu skal lokið 2014. Um er að ræða opnun tveggja flugvalla og hafna við Íshafið og sjö flugvalla annars staðar sem lokað var 1993. Norðurflotinn verður með 40 ný skip 2020 og nýir ísbrjótar, bæði kjarnorku- og dísilknúðir, eru í smíðum. Yfirflug sprengjuflugvéla frá Kolaskaga inn í loftrýmissvæði NATO hófst 23. apríl með slíkri heimsókn til Skotlands. Ekki verður betur séð en að Rússar búi sig undir að líta á Íshafið sem sitt eigið, mare nostrum eins og Rómverjar til forna sögðu um Miðjarðarhafið. Með tímanum hefur staða Íslands í öryggislegu tilliti orðið æ sérkennilegri. Þar koma bæði til gjörbreyting ytri aðstæðna og hið heimatilbúna. Ísland er eina aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, sem bæði er í lausum pólitískum tengslum við helstu Evrópuríkin og án landvarna, frá því að vera með takmarkaðir loftvarnir fram til 2006. Íslensk stjórnvöld töldu óráðlegt að bandaríski flugherinn hyrfi héðan með öllu og hafa sennilega notið stuðnings ýmissa annarra en þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Eftir brottförina frá Keflavík hefur áhugi Atlantshafsbandalagsins á Norðurslóðum verið með minnsta móti enda vóg stríðsrekstur í Afganistan þyngra en annað. Því var það væntanlega, að Kínverjar hafa talið sér leik á borði í að flétta Ísland inn í sín áform enda ekki skort áeggjan af æðstu stöðum. Kínverjar eru þrotlausir í að nýta jarðgæði um heim allan. Það á við um námavinnslu á Grænlandi, olíu- og gasvinnslu á hafsbotni hér um kring og ekki hvað síst í mikilli hafnaraðstöðu á Íslandi vegna hinnar nýju norðaustur-siglingaleiðar um heimskautið. Fari svo að Rússar drottni í norðri ætti bandalag þeirra og Kínverja að duga þeim síðarnefndu til einhvers. Vonandi bera aðgerðir Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um að hefta yfirtöku Rússa á hinum rússneskumælandi austurhéruðum Úkraínu árangur. Nú ríkir spenna með mannfalli og ögrandi yfirlýsingum í stað viðleitni um þá augljósu lausn, að komið sé á fót úkraínsku þjóðfélagi með verulegri sjálfstjórn í vestur- og austurhlutum landsins. En það kann að vera borin von, að einfaldar lausnir finnist í gömlum deilumálum og flækjast inn í austur-vestur samskiptin fyrrum og upplausn Sovétríkjanna. Þar er ekki að finna forsendur fyrir því að nú leiði til nýs kalds stríðs. Afskrifa verður þann möguleika að vopnuð átök verði vegna Úkraínu. Ekkert Evrópuríki er reiðubúið til að heyja stríð vegna þessarar deilu. Varnir NATO-ríkja, sem njóta tækniyfirburða Bandaríkjanna, útiloka árás á þau enda yrði slíkt tilefni heimsstyrjaldar. Bandarísk stjórnvöld hafa um skeið gert bandamönnum sínum í NATO það fullljóst, að þeim er óásættanlegt að standa straum af bróðurhluta sameiginlegs varnarkostnaðar. Í þeim efnum verður Evrópa að sjá um sig sjálf og taka þá forystu sem nauðsynleg er. Ekki er annarra kosta völ en að aðildarríki ESB, innan NATO eða utan, standi saman í varnar og öryggismálum. Til marks má taka loftrýmisgæsluna á Íslandi. Tvö ESB-ríki, Svíþjóð og Finnland, utan NATO senda sínar orrustuþotur til Íslands undir forystu Norðmanna og er þar með ný vídd fengin í Norðurlandasamstarfinu. Öryggi nágranna Úkraínu er ekki hvað síst það að vera innan sameiginlegra landamæra ESB, sem tryggir þau, samkvæmt Lissabon-sáttmálanum. Einmitt það gerðu Finnland og Eystrasaltsríkin vegna framtíðar sinnar sem fullvalda lýðræðisríki. Það sama á vissulega við um Ísland. Stefnumörkun í norðurskautsmálum er tækifæri að ná aftur virkari samvinnu við Bandaríkin um gagnkvæm öryggis- og varnarmál, svo sem nauðsynlegt er. Önnur hlið þjóðaröryggis lýtur að hinu efnahags- og viðskiptalega og þar er rétt ólokið því verki að samningur sýni svart á hvítu hvaða kjör bjóðast við aðild að Evrópusambandinu. Fyrir liggur að samningaviðræðurnar höfðu gengið vel, skilað miklu og að meirihluti landsmanna vill að þeim sé lokið. Líta verður til ESB-aðildar okkar í því víðara samhengi, að með því að staðfesta að hér eru norðurmörk Evrópuþjóða, yrðu Íslendingar til þess að leggja sinn mikla skerf til um aukinn stöðugleika á Norðurslóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar ein báran rís er önnur vís. Fyrst var það með yfirtökunni á Krímskaga að Rússland færði út landamæri sín til vesturs í skjóli hervalds. Síðan fékk stefnan, sem Vladimír Pútin kennir við „Novorossiya“, fljótlega sína birtingarmynd á Norðurslóðum. Þannig var fyrirsögnin í fréttatilkynningu frá rússnesku fréttastofunni RIA Novosti þann 22. apríl: Russia to Build Network of Modern Naval Bases in Arctic - Putin. Haft er eftir forsetanum: „Við þurfum að styrkja okkar hernaðarlegu innviði. Sérstaklega þarf að að koma upp samhæfðu neti flotabækistöðva vegna nýrrar kynslóðar skipa og kafbáta.“ Þessari endurskipulagningu skal lokið 2014. Um er að ræða opnun tveggja flugvalla og hafna við Íshafið og sjö flugvalla annars staðar sem lokað var 1993. Norðurflotinn verður með 40 ný skip 2020 og nýir ísbrjótar, bæði kjarnorku- og dísilknúðir, eru í smíðum. Yfirflug sprengjuflugvéla frá Kolaskaga inn í loftrýmissvæði NATO hófst 23. apríl með slíkri heimsókn til Skotlands. Ekki verður betur séð en að Rússar búi sig undir að líta á Íshafið sem sitt eigið, mare nostrum eins og Rómverjar til forna sögðu um Miðjarðarhafið. Með tímanum hefur staða Íslands í öryggislegu tilliti orðið æ sérkennilegri. Þar koma bæði til gjörbreyting ytri aðstæðna og hið heimatilbúna. Ísland er eina aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, sem bæði er í lausum pólitískum tengslum við helstu Evrópuríkin og án landvarna, frá því að vera með takmarkaðir loftvarnir fram til 2006. Íslensk stjórnvöld töldu óráðlegt að bandaríski flugherinn hyrfi héðan með öllu og hafa sennilega notið stuðnings ýmissa annarra en þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Eftir brottförina frá Keflavík hefur áhugi Atlantshafsbandalagsins á Norðurslóðum verið með minnsta móti enda vóg stríðsrekstur í Afganistan þyngra en annað. Því var það væntanlega, að Kínverjar hafa talið sér leik á borði í að flétta Ísland inn í sín áform enda ekki skort áeggjan af æðstu stöðum. Kínverjar eru þrotlausir í að nýta jarðgæði um heim allan. Það á við um námavinnslu á Grænlandi, olíu- og gasvinnslu á hafsbotni hér um kring og ekki hvað síst í mikilli hafnaraðstöðu á Íslandi vegna hinnar nýju norðaustur-siglingaleiðar um heimskautið. Fari svo að Rússar drottni í norðri ætti bandalag þeirra og Kínverja að duga þeim síðarnefndu til einhvers. Vonandi bera aðgerðir Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um að hefta yfirtöku Rússa á hinum rússneskumælandi austurhéruðum Úkraínu árangur. Nú ríkir spenna með mannfalli og ögrandi yfirlýsingum í stað viðleitni um þá augljósu lausn, að komið sé á fót úkraínsku þjóðfélagi með verulegri sjálfstjórn í vestur- og austurhlutum landsins. En það kann að vera borin von, að einfaldar lausnir finnist í gömlum deilumálum og flækjast inn í austur-vestur samskiptin fyrrum og upplausn Sovétríkjanna. Þar er ekki að finna forsendur fyrir því að nú leiði til nýs kalds stríðs. Afskrifa verður þann möguleika að vopnuð átök verði vegna Úkraínu. Ekkert Evrópuríki er reiðubúið til að heyja stríð vegna þessarar deilu. Varnir NATO-ríkja, sem njóta tækniyfirburða Bandaríkjanna, útiloka árás á þau enda yrði slíkt tilefni heimsstyrjaldar. Bandarísk stjórnvöld hafa um skeið gert bandamönnum sínum í NATO það fullljóst, að þeim er óásættanlegt að standa straum af bróðurhluta sameiginlegs varnarkostnaðar. Í þeim efnum verður Evrópa að sjá um sig sjálf og taka þá forystu sem nauðsynleg er. Ekki er annarra kosta völ en að aðildarríki ESB, innan NATO eða utan, standi saman í varnar og öryggismálum. Til marks má taka loftrýmisgæsluna á Íslandi. Tvö ESB-ríki, Svíþjóð og Finnland, utan NATO senda sínar orrustuþotur til Íslands undir forystu Norðmanna og er þar með ný vídd fengin í Norðurlandasamstarfinu. Öryggi nágranna Úkraínu er ekki hvað síst það að vera innan sameiginlegra landamæra ESB, sem tryggir þau, samkvæmt Lissabon-sáttmálanum. Einmitt það gerðu Finnland og Eystrasaltsríkin vegna framtíðar sinnar sem fullvalda lýðræðisríki. Það sama á vissulega við um Ísland. Stefnumörkun í norðurskautsmálum er tækifæri að ná aftur virkari samvinnu við Bandaríkin um gagnkvæm öryggis- og varnarmál, svo sem nauðsynlegt er. Önnur hlið þjóðaröryggis lýtur að hinu efnahags- og viðskiptalega og þar er rétt ólokið því verki að samningur sýni svart á hvítu hvaða kjör bjóðast við aðild að Evrópusambandinu. Fyrir liggur að samningaviðræðurnar höfðu gengið vel, skilað miklu og að meirihluti landsmanna vill að þeim sé lokið. Líta verður til ESB-aðildar okkar í því víðara samhengi, að með því að staðfesta að hér eru norðurmörk Evrópuþjóða, yrðu Íslendingar til þess að leggja sinn mikla skerf til um aukinn stöðugleika á Norðurslóðum.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar