Veitendur og þiggjendur Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. apríl 2014 12:00 Páll Magnússon fyrrum útvarpsstjóri skrifaði nú um helgina í Moggann grein sem vakið hefur nokkra athygli. Þar reifar hann viðhorf um verðmætasköpun og -sóun sem eflaust eru nokkuð útbreidd víða um land og rekur sögu um útgerð á báti í sínum „heimabæ“, þ.e.a.s. Vestmannaeyjum – tíundar þann ávinning sem sú starfsemi hefur haft fyrir samfélagið og spyr hvort þeir sem útgerðina hafa stundað af dugnaði og þrautseigju eigi ekki að uppskera árangur erfiðis síns; ekki veit ég hvort hann er þar með að fara fram á að þessir útgerðarmenn fái afhentan makrílkvóta sem þeir geti svo selt – þ.e.a.s réttinn til að „eiga“ óveiddan fiskinn í sjónum – en hitt held ég að við getum öll tekið undir: að íslenskir sjósóknarar eiga skilið að njóta þeirra afraksturs þeirra verðmæta sem þeir draga á land.Einfalt líkan Páll, sem sjálfur býr í Garðabæ – eins og raunar ég líka – þó í ólíkum hornum þess víðfeðma sveitarfélags sé – lætur sér nokkuð tíðrætt í greininni um viðhorf fólks í miðbæ Reykjavíkur, talar um miðbæjarmeinlokur. Hann ræðir líka um rekstur á ýmsum menningarstofnunum, þar á meðal Þjóðleikhúsi og Þjóðminjasafni, Stofnun Árna Magnússonar og Dansflokki, og setur þann kostnað sem þessum stofnunum fylgi í samhengi við það ómælda skattfé sem vinir hans í téðri útgerð láta af hendi rakna til samfélagsins; með einföldu stílbragði lætur hann þannig að því liggja, án þess að segja það berum orðum, að skattar sjósóknara í Vestmannaeyjum renni til menningarstarfsemi í Reykjavík. Páll andmælir því þannig kröftuglega, sem stundum heyrist, að engir njóti afrakstursins af auðlindinni aðrir en útgerðarmenn. Það er vissulega rétt hjá honum og ekki skal gert lítið úr ómældu framlagi fiskveiða til þjóðarbúsins – ekki síst í Vestmannaeyjum, þeirri miklu verstöð þar sem við Páll höfum báðir unnið í fiski, vænti ég. Að baki greininni hjá Páli er einfalt líkan af þjóðfélaginu. Það samanstendur eiginlega af þiggjendum og veitendum. Í heimi greinarinnar eru þiggjendurnir fólk sem fæst við menningarstarfsemi og býr í miðbæ Reykjavíkur og er haldið „miðborgarmeinlokum“ en veitendurnir eru harðsæknir sjómenn í Vestmannaeyjum. Þjóðin skiptist samkvæmt þessu í þá sem skapa verðmæti og hina sem eyða verðmætum. Er þjóðfélagið svona einfalt? Þiggjendur og veitendur? Nei. Þjóðfélagið er flókinn vefur þar sem við skiptum með okkur verkum og ómögulegt og að reyna að gera upp dæmið um það hvaða stétt eða búsetuháttur sé verðugri en annar eða færi samfélaginu mest. Eru hárskerar þjóðhagslega jafn hagkvæmir og pípulagningarmenn? Eiga blómasalar meiri rétt á sér en flugmenn? Þetta er fáránleg umræða. Og þó að við notuðum bara mælikvarða peninga – sem einungis mæla þó þau verðmæti sem mölur og ryð fá grandað – þá hafa menning og listir bjargað miklu fyrir íslenskt þjóðarbú í ógöngum þess, eins og maður skyldi ætla að fyrrum útvarpsstjóri hefði haft einhvern pata af.Veiðendur og eigendur Og þó að margt listafólk geti verið óskiljanlegt og þó að margir hafi krækt sér í háskólagráðu án þess að kunna pelastikk, þá breytir það því ekki að óvini fólksins í sjávarþorpunum sem á afkomu sína undir fiskveiðum er ekki að finna meðal hálfvitanna í hundraðogeinum. Það eru ekki listamennirnir og háskólaborgararnir sem ákveða að nú skuli leggja niður fiskvinnslu á Húsavík, Þingeyri og Djúpavogi. Það er ekki starfsemi Sinfóníuhljómsveitarinnar sem ógnar heilu byggðarlögunum. Það eru ekki „miðborgarmeinlokur“ sem valda því að fiskveiðiheimildir hafa safnast óhæfilega á fáar hendur nokkurra risafyrirtækja þar sem nokkrir tengslalausir „fagmenn“ hafa í hendi sér lífsafkomu og lífsstarf og lífsmáta fjölda fólks, sem á sinn rétt á því að lifa af því sem hafið gefur, eins og það hefur gert í ótal ættliði. Og það er ekki á vegum samtaka listamanna sem íbúum Djúpavogs, Húsavíkur og Þingeyrar býðst nú að flytja í tóma blokk í Grindavík og „fá vinnu“ þar kringum fiskinn sem þau ættu að eiga veiðiréttinn á sjálf. Það er ekki einu sinni á vegum Evrópusambandsins. Og það er heldur ekki vegna þess að eigendur Vísis séu illmenni eða beri ekki skynbragð á sögulegan rétt fólks til að búa þar sem stutt er á miðin sem heimamenn þekkja eins og lófann á sér – og þar sem fólkið á sína menningu sem hefur sama rétt til að vera áfram til og menningin í Grindavík. Vísir hefur notið byggðakvóta sem ætlaðir eru heimamönnum og svona fór um sjóferð þá. Hvar sem við búum – hvort sem það er fyrir norðan, austan eða vestan, í Garðabæ eða í miðborginni innan um allan meinlokurnar – hlýtur okkur að renna til rifja það óréttlæti að íbúar sjálfir njóti ekki eigin byggðakvóta og hægt sé að selja lífsafkomuna frá fólki á svo kaldrifjaðan hátt. Við samgleðjumst öll yfir því þegar menn verða ríkir af fiskinum sem þeir veiða. Við höfum hins vegar meiri efasemdir yfir hinum sem verða ríkir af fiskinum sem þeir veiða ekki – en eiga, þótt eigi að heita sameign þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Páll Magnússon fyrrum útvarpsstjóri skrifaði nú um helgina í Moggann grein sem vakið hefur nokkra athygli. Þar reifar hann viðhorf um verðmætasköpun og -sóun sem eflaust eru nokkuð útbreidd víða um land og rekur sögu um útgerð á báti í sínum „heimabæ“, þ.e.a.s. Vestmannaeyjum – tíundar þann ávinning sem sú starfsemi hefur haft fyrir samfélagið og spyr hvort þeir sem útgerðina hafa stundað af dugnaði og þrautseigju eigi ekki að uppskera árangur erfiðis síns; ekki veit ég hvort hann er þar með að fara fram á að þessir útgerðarmenn fái afhentan makrílkvóta sem þeir geti svo selt – þ.e.a.s réttinn til að „eiga“ óveiddan fiskinn í sjónum – en hitt held ég að við getum öll tekið undir: að íslenskir sjósóknarar eiga skilið að njóta þeirra afraksturs þeirra verðmæta sem þeir draga á land.Einfalt líkan Páll, sem sjálfur býr í Garðabæ – eins og raunar ég líka – þó í ólíkum hornum þess víðfeðma sveitarfélags sé – lætur sér nokkuð tíðrætt í greininni um viðhorf fólks í miðbæ Reykjavíkur, talar um miðbæjarmeinlokur. Hann ræðir líka um rekstur á ýmsum menningarstofnunum, þar á meðal Þjóðleikhúsi og Þjóðminjasafni, Stofnun Árna Magnússonar og Dansflokki, og setur þann kostnað sem þessum stofnunum fylgi í samhengi við það ómælda skattfé sem vinir hans í téðri útgerð láta af hendi rakna til samfélagsins; með einföldu stílbragði lætur hann þannig að því liggja, án þess að segja það berum orðum, að skattar sjósóknara í Vestmannaeyjum renni til menningarstarfsemi í Reykjavík. Páll andmælir því þannig kröftuglega, sem stundum heyrist, að engir njóti afrakstursins af auðlindinni aðrir en útgerðarmenn. Það er vissulega rétt hjá honum og ekki skal gert lítið úr ómældu framlagi fiskveiða til þjóðarbúsins – ekki síst í Vestmannaeyjum, þeirri miklu verstöð þar sem við Páll höfum báðir unnið í fiski, vænti ég. Að baki greininni hjá Páli er einfalt líkan af þjóðfélaginu. Það samanstendur eiginlega af þiggjendum og veitendum. Í heimi greinarinnar eru þiggjendurnir fólk sem fæst við menningarstarfsemi og býr í miðbæ Reykjavíkur og er haldið „miðborgarmeinlokum“ en veitendurnir eru harðsæknir sjómenn í Vestmannaeyjum. Þjóðin skiptist samkvæmt þessu í þá sem skapa verðmæti og hina sem eyða verðmætum. Er þjóðfélagið svona einfalt? Þiggjendur og veitendur? Nei. Þjóðfélagið er flókinn vefur þar sem við skiptum með okkur verkum og ómögulegt og að reyna að gera upp dæmið um það hvaða stétt eða búsetuháttur sé verðugri en annar eða færi samfélaginu mest. Eru hárskerar þjóðhagslega jafn hagkvæmir og pípulagningarmenn? Eiga blómasalar meiri rétt á sér en flugmenn? Þetta er fáránleg umræða. Og þó að við notuðum bara mælikvarða peninga – sem einungis mæla þó þau verðmæti sem mölur og ryð fá grandað – þá hafa menning og listir bjargað miklu fyrir íslenskt þjóðarbú í ógöngum þess, eins og maður skyldi ætla að fyrrum útvarpsstjóri hefði haft einhvern pata af.Veiðendur og eigendur Og þó að margt listafólk geti verið óskiljanlegt og þó að margir hafi krækt sér í háskólagráðu án þess að kunna pelastikk, þá breytir það því ekki að óvini fólksins í sjávarþorpunum sem á afkomu sína undir fiskveiðum er ekki að finna meðal hálfvitanna í hundraðogeinum. Það eru ekki listamennirnir og háskólaborgararnir sem ákveða að nú skuli leggja niður fiskvinnslu á Húsavík, Þingeyri og Djúpavogi. Það er ekki starfsemi Sinfóníuhljómsveitarinnar sem ógnar heilu byggðarlögunum. Það eru ekki „miðborgarmeinlokur“ sem valda því að fiskveiðiheimildir hafa safnast óhæfilega á fáar hendur nokkurra risafyrirtækja þar sem nokkrir tengslalausir „fagmenn“ hafa í hendi sér lífsafkomu og lífsstarf og lífsmáta fjölda fólks, sem á sinn rétt á því að lifa af því sem hafið gefur, eins og það hefur gert í ótal ættliði. Og það er ekki á vegum samtaka listamanna sem íbúum Djúpavogs, Húsavíkur og Þingeyrar býðst nú að flytja í tóma blokk í Grindavík og „fá vinnu“ þar kringum fiskinn sem þau ættu að eiga veiðiréttinn á sjálf. Það er ekki einu sinni á vegum Evrópusambandsins. Og það er heldur ekki vegna þess að eigendur Vísis séu illmenni eða beri ekki skynbragð á sögulegan rétt fólks til að búa þar sem stutt er á miðin sem heimamenn þekkja eins og lófann á sér – og þar sem fólkið á sína menningu sem hefur sama rétt til að vera áfram til og menningin í Grindavík. Vísir hefur notið byggðakvóta sem ætlaðir eru heimamönnum og svona fór um sjóferð þá. Hvar sem við búum – hvort sem það er fyrir norðan, austan eða vestan, í Garðabæ eða í miðborginni innan um allan meinlokurnar – hlýtur okkur að renna til rifja það óréttlæti að íbúar sjálfir njóti ekki eigin byggðakvóta og hægt sé að selja lífsafkomuna frá fólki á svo kaldrifjaðan hátt. Við samgleðjumst öll yfir því þegar menn verða ríkir af fiskinum sem þeir veiða. Við höfum hins vegar meiri efasemdir yfir hinum sem verða ríkir af fiskinum sem þeir veiða ekki – en eiga, þótt eigi að heita sameign þjóðarinnar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun