Hálfsannleikur Landsnets Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 27. mars 2014 07:00 Landsnet hf. hélt fjölmennan kynningarfund í síðustu viku þar sem margt áhugavert kom fram. Þar ber hæst forneskjuleg viðhorf stjórnarformanns fyrirtækisins sem birtast í þeirri skoðun hans að úrskurðir og ákvarðanir stjórnvalds eigi að vera endanleg og verði ekki borin undir dómstóla. Almenningur skal ekki komast upp með neinn derring. Hitt sem vakti ekki síður athygli mína var framsetning fyrirtækisins á kostnaðarauka vegna mögulegrar jarðstrengjavæðingar hérlendis. Fyrirtækið setti fram nokkrar mismunandi leiðir við jarðstrengjavæðingu, m.a. blandaða leið jarðstrengja (10-20%) og loftlína (80-90%) og það sem Landsnet kallar „dönsku leiðina“ og var hún sú langkostnaðarmesta. Engir útreikningar eða forsendur voru gefin upp á fundinum, en það er látið liggja á milli hluta hér. Þess má geta að Danir hafa markað sér stefnu um leggja allar raflínur undir 400kV í jörð, bæði gamlar og nýjar, en á Íslandi snýst umræðan um 220kV raflínur. Á fundinum kom fram að ef þessi leið yrði valin hérlendis, myndi það hækka gjaldskrá Landsnets til dreifiveitna um 74%. Þetta hefur svo verið blásið upp í fjölmiðlum þannig að þetta ylli 74% hækkun á gjaldskrá til almennings. Það er fjarri sanni, og það veit Landsnet en þegir þunnu hljóði. Staðreyndin er sú að einungis 10% af raforkureikningi heimila og fyrirtækja eru vegna flutnings raforkunnar. Það þýðir að 10% af hækkun Landsnets til dreifiveitna kemur fram á reikningi almennings. Kostnaðarsamasta leiðin sem Landsnet kynnti („danska leiðin“) myndi því valda um 7,4% hækkun á rafmagnsreikningnum, ekki 74%. Blandaðar leiðir jarðstrengja og loftlína myndu hins vegar leiða til einungis um 0,5-1% hækkunar til almennings. Þetta þýðir að rafmagnsreikningur sem er 10 þúsund krónur á mánuði myndi hækka vegna jarðstrengjavæðingar um 50 til 100 krónur á mánuði. Fagurgali Landsnets um að fyrirtækið hafi ekkert á móti jarðstrengjavæðingu stenst ekki skoðun. Fjölmiðlar eru leiddir í gildru og túlka hálfsannleiksframsetningu Landsnets eins og til var sáð. Þetta er Landsneti ekki sæmandi og algerlega óboðlegt almenningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Landsnet hf. hélt fjölmennan kynningarfund í síðustu viku þar sem margt áhugavert kom fram. Þar ber hæst forneskjuleg viðhorf stjórnarformanns fyrirtækisins sem birtast í þeirri skoðun hans að úrskurðir og ákvarðanir stjórnvalds eigi að vera endanleg og verði ekki borin undir dómstóla. Almenningur skal ekki komast upp með neinn derring. Hitt sem vakti ekki síður athygli mína var framsetning fyrirtækisins á kostnaðarauka vegna mögulegrar jarðstrengjavæðingar hérlendis. Fyrirtækið setti fram nokkrar mismunandi leiðir við jarðstrengjavæðingu, m.a. blandaða leið jarðstrengja (10-20%) og loftlína (80-90%) og það sem Landsnet kallar „dönsku leiðina“ og var hún sú langkostnaðarmesta. Engir útreikningar eða forsendur voru gefin upp á fundinum, en það er látið liggja á milli hluta hér. Þess má geta að Danir hafa markað sér stefnu um leggja allar raflínur undir 400kV í jörð, bæði gamlar og nýjar, en á Íslandi snýst umræðan um 220kV raflínur. Á fundinum kom fram að ef þessi leið yrði valin hérlendis, myndi það hækka gjaldskrá Landsnets til dreifiveitna um 74%. Þetta hefur svo verið blásið upp í fjölmiðlum þannig að þetta ylli 74% hækkun á gjaldskrá til almennings. Það er fjarri sanni, og það veit Landsnet en þegir þunnu hljóði. Staðreyndin er sú að einungis 10% af raforkureikningi heimila og fyrirtækja eru vegna flutnings raforkunnar. Það þýðir að 10% af hækkun Landsnets til dreifiveitna kemur fram á reikningi almennings. Kostnaðarsamasta leiðin sem Landsnet kynnti („danska leiðin“) myndi því valda um 7,4% hækkun á rafmagnsreikningnum, ekki 74%. Blandaðar leiðir jarðstrengja og loftlína myndu hins vegar leiða til einungis um 0,5-1% hækkunar til almennings. Þetta þýðir að rafmagnsreikningur sem er 10 þúsund krónur á mánuði myndi hækka vegna jarðstrengjavæðingar um 50 til 100 krónur á mánuði. Fagurgali Landsnets um að fyrirtækið hafi ekkert á móti jarðstrengjavæðingu stenst ekki skoðun. Fjölmiðlar eru leiddir í gildru og túlka hálfsannleiksframsetningu Landsnets eins og til var sáð. Þetta er Landsneti ekki sæmandi og algerlega óboðlegt almenningi.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun