Er vinnustaðurinn þinn Stofnun ársins 2014? Árni Stefán Jónsson skrifar 26. mars 2014 10:45 Síðastliðin níu ár hefur SFR stéttarfélag staðið fyrir vali á Stofnun ársins í samstarfi við fjármálaráðuneytið, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og VR sem velur Fyrirtæki ársins. Könnunin sem einnig er launakönnun er send til um 50.000 starfsmanna, bæði á almennum markaði og hinum opinbera. Val á Stofnun ársins er því byggt á svörum 10.000 opinberra starfsmanna og verða viðurkenningar veittar við hátíðlega athöfn í maí næstkomandi. Tilgangur könnunarinnar er að að bæta starfsumhverfi félagsmanna og efla starfsþróun þeirra með því m.a. að veita stjórnendum upplýsingar um viðhorf starfsmanna til stofnunar sinnar, hvort sem um er að ræða staðfestingu á því sem vel er gert í starfsmannamálum eða hvatningu til að gera betur. Niðurstöður hennar eru traustir mælikvarðar sem nauðsynlegir eru til að gera stjórnendum kleift að vinna markvisst að úrbótum þar sem þeirra er þörf og veitir þeim aðhald til að gera enn betur fyrir starfsfólk sitt. Í könnuninni er spurt um atriði á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu og ímynd stofnunar. Þessir þættir eru mældir og niðurstaðan gefur til kynna hvaða stofnun hlýtur titilinn Stofnun ársins 2014. Valið er um stofnanir í þremur stærðarflokkum en auk þess er sú stofnun sem bætir sig mest á milli ára tilnefnd Hástökkvari ársins. Niðurstöður könnunarinnar byggjast á svörum starfsmannanna sjálfra því í henni hafa þeir orðið og gefa stofnuninni og stjórnendum einkunn. Það er því afar mikilvægt að allir þeir sem fá könnunina senda á næstu dögum taki sér tíma til að svara því sem spurt er um. Stærsta vinnumarkaðskönnuninKönnunin um val á Stofnun ársins er óumdeilanlega stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun landsins og með niðurstöðum hennar hefur skapast verðmætur grunnur til samanburðar og rannsókna á launaþróun í landinu sem er afar mikilvægt, jafnt fyrir launafólk, stéttarfélögin og stjórnendur stofnana og fyrirtækja. Könnunin nær, eins og áður sagði, bæði til starfsmanna á almennum markaði (VR) og opinberum markaði og gefur þannig enn mikilvægari upplýsingar um samanburð á starfsumhverfi og launaþróun starfa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Upplýsingarnar geta starfsmenn notað til að meta eigin vinnustað í samanburði við aðrar stofnanir og fyrirtæki og stjórnendum gefst tækifæri til að kortleggja stöðu stofnunarinnar, hvort sem það er staðfesting á því sem vel er gert í starfsmannamálum eða hvatning til að gera betur. Þá veitir könnunin félagsmönnum kost á að bera laun og starfskjör sín saman á milli ára og fylgjast með launaþróun almennt eða í sinni starfsgrein auk þess sem fylgjast má með launaþróun, launamun kynjanna, vinnutíma, starfsöryggi o.fl. Afar ánægjulegt er að þær stofnanir sem trónað hafa á toppnum í könnuninni einu sinni eða oftar halda sigurtákninu vel á lofti. Vinningshafar fá afhentan glæsilegan verðlaunagrip og viðeigandi merkingar til að nota. Eftir níu ára sögu könnunarinnar má því víða sjá, t.d. í móttökum og á heimasíðum allra bestu stofnana, merki Stofnunar ársins og Fyrirmyndarstofnana. Það er ánægjulegt að ganga inn í slíkar stofnanir fyrir þá sem þangað sækja því stolt starfsmanna og stjórnenda yfir stofnuninni sinni og árangurinn endurspeglast í merkinu. Einnig hlýtur það að skipta viðskiptavininn máli að vita að þarna er á ferðinni stofnun sem gott er að vinna fyrir. Við vitum öll að það skiptir starfsmennina miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðin níu ár hefur SFR stéttarfélag staðið fyrir vali á Stofnun ársins í samstarfi við fjármálaráðuneytið, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og VR sem velur Fyrirtæki ársins. Könnunin sem einnig er launakönnun er send til um 50.000 starfsmanna, bæði á almennum markaði og hinum opinbera. Val á Stofnun ársins er því byggt á svörum 10.000 opinberra starfsmanna og verða viðurkenningar veittar við hátíðlega athöfn í maí næstkomandi. Tilgangur könnunarinnar er að að bæta starfsumhverfi félagsmanna og efla starfsþróun þeirra með því m.a. að veita stjórnendum upplýsingar um viðhorf starfsmanna til stofnunar sinnar, hvort sem um er að ræða staðfestingu á því sem vel er gert í starfsmannamálum eða hvatningu til að gera betur. Niðurstöður hennar eru traustir mælikvarðar sem nauðsynlegir eru til að gera stjórnendum kleift að vinna markvisst að úrbótum þar sem þeirra er þörf og veitir þeim aðhald til að gera enn betur fyrir starfsfólk sitt. Í könnuninni er spurt um atriði á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu og ímynd stofnunar. Þessir þættir eru mældir og niðurstaðan gefur til kynna hvaða stofnun hlýtur titilinn Stofnun ársins 2014. Valið er um stofnanir í þremur stærðarflokkum en auk þess er sú stofnun sem bætir sig mest á milli ára tilnefnd Hástökkvari ársins. Niðurstöður könnunarinnar byggjast á svörum starfsmannanna sjálfra því í henni hafa þeir orðið og gefa stofnuninni og stjórnendum einkunn. Það er því afar mikilvægt að allir þeir sem fá könnunina senda á næstu dögum taki sér tíma til að svara því sem spurt er um. Stærsta vinnumarkaðskönnuninKönnunin um val á Stofnun ársins er óumdeilanlega stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun landsins og með niðurstöðum hennar hefur skapast verðmætur grunnur til samanburðar og rannsókna á launaþróun í landinu sem er afar mikilvægt, jafnt fyrir launafólk, stéttarfélögin og stjórnendur stofnana og fyrirtækja. Könnunin nær, eins og áður sagði, bæði til starfsmanna á almennum markaði (VR) og opinberum markaði og gefur þannig enn mikilvægari upplýsingar um samanburð á starfsumhverfi og launaþróun starfa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Upplýsingarnar geta starfsmenn notað til að meta eigin vinnustað í samanburði við aðrar stofnanir og fyrirtæki og stjórnendum gefst tækifæri til að kortleggja stöðu stofnunarinnar, hvort sem það er staðfesting á því sem vel er gert í starfsmannamálum eða hvatning til að gera betur. Þá veitir könnunin félagsmönnum kost á að bera laun og starfskjör sín saman á milli ára og fylgjast með launaþróun almennt eða í sinni starfsgrein auk þess sem fylgjast má með launaþróun, launamun kynjanna, vinnutíma, starfsöryggi o.fl. Afar ánægjulegt er að þær stofnanir sem trónað hafa á toppnum í könnuninni einu sinni eða oftar halda sigurtákninu vel á lofti. Vinningshafar fá afhentan glæsilegan verðlaunagrip og viðeigandi merkingar til að nota. Eftir níu ára sögu könnunarinnar má því víða sjá, t.d. í móttökum og á heimasíðum allra bestu stofnana, merki Stofnunar ársins og Fyrirmyndarstofnana. Það er ánægjulegt að ganga inn í slíkar stofnanir fyrir þá sem þangað sækja því stolt starfsmanna og stjórnenda yfir stofnuninni sinni og árangurinn endurspeglast í merkinu. Einnig hlýtur það að skipta viðskiptavininn máli að vita að þarna er á ferðinni stofnun sem gott er að vinna fyrir. Við vitum öll að það skiptir starfsmennina miklu máli.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar