Stöðugleiki og ábyrgð S. Björn Blöndal skrifar 24. mars 2014 06:00 Fæstir tengdu Besta flokkinn við stöðugleika og ábyrgð þegar við tókum við borginni fyrir fjórum árum, ekki einu sinni við sjálf. En það kom í ljós að eftir margra ára óstöðugleika og ábyrgðarleysi var þetta einmitt það sem vantaði. Við löguðum okkur að því: það þurfa þau að gera sem eru kosin til að vinna fyrir fólk. Borgin þarf áfram stöðugleika og ábyrgð. Á þessu kjörtímabili höfum við komið Orkuveitunni úr vonlausri stöðu í góða stöðu. Við höfum unnið gegn atvinnuleysi með háu framkvæmdastigi og markvissum vinnumarkaðsaðgerðum. Og við ætlum að halda uppteknum hætti. Við getum ekki aðeins fagnað árangri á þessu kjörtímabili – við höfum líka lært. Við vitum að ábyrg fjármálastjórn skilar borginni miklu meiri hagnaði þegar til lengri tíma er litið en alls konar æfingar með gjöld og útsvar. Þær koma bara aftan að fólki síðar. Hvers vegna hefur okkur tekist að ná þessum stöðugleika og hvernig getum við tryggt hann áfram? Við nálguðumst verkefnin af auðmýkt og reyndum að skapa andrúmsloft samvinnu. Það er mikill fjársjóður falinn í stöðugleika. Það er líka mikill fjársjóður falinn í gleði og góðu viðmóti og í umhverfi samvinnu og gagnkvæmrar virðingar er eftirsóknarverðara að axla ábyrgð og auðveldara að standa undir miklum kröfum. Þannig vinnur Björt framtíð áfram. Ávinningurinn af stöðugleikanum er byrjaður að koma í ljós og hann verður ómældur ef stefna Bjartrar framtíðar ræður ferðinni. Reykjavík er nú þegar eftirsóttur áfangastaður ferðamanna, listafólks, fólks í skapandi greinum og frumkvöðla. Pólitískur stöðugleiki þýðir að stefna er mótuð til lengri tíma. Þeir sem ráða ferðinni velja áherslur sem standast og geta séð til þess að þær standist. Reykjavík er borg menningar, frumkvæðis og fjölbreytileika. Sá pólitíski stöðugleiki sem Björt framtíð getur lofað, ef hún fær góða kosningu, er að Reykjavík eflist enn frekar sem nútímaleg menningarborg. Slíkar borgir draga til sín skemmtilegt og hæfileikaríkt fólk og það gerir borgarlífið betra.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Fæstir tengdu Besta flokkinn við stöðugleika og ábyrgð þegar við tókum við borginni fyrir fjórum árum, ekki einu sinni við sjálf. En það kom í ljós að eftir margra ára óstöðugleika og ábyrgðarleysi var þetta einmitt það sem vantaði. Við löguðum okkur að því: það þurfa þau að gera sem eru kosin til að vinna fyrir fólk. Borgin þarf áfram stöðugleika og ábyrgð. Á þessu kjörtímabili höfum við komið Orkuveitunni úr vonlausri stöðu í góða stöðu. Við höfum unnið gegn atvinnuleysi með háu framkvæmdastigi og markvissum vinnumarkaðsaðgerðum. Og við ætlum að halda uppteknum hætti. Við getum ekki aðeins fagnað árangri á þessu kjörtímabili – við höfum líka lært. Við vitum að ábyrg fjármálastjórn skilar borginni miklu meiri hagnaði þegar til lengri tíma er litið en alls konar æfingar með gjöld og útsvar. Þær koma bara aftan að fólki síðar. Hvers vegna hefur okkur tekist að ná þessum stöðugleika og hvernig getum við tryggt hann áfram? Við nálguðumst verkefnin af auðmýkt og reyndum að skapa andrúmsloft samvinnu. Það er mikill fjársjóður falinn í stöðugleika. Það er líka mikill fjársjóður falinn í gleði og góðu viðmóti og í umhverfi samvinnu og gagnkvæmrar virðingar er eftirsóknarverðara að axla ábyrgð og auðveldara að standa undir miklum kröfum. Þannig vinnur Björt framtíð áfram. Ávinningurinn af stöðugleikanum er byrjaður að koma í ljós og hann verður ómældur ef stefna Bjartrar framtíðar ræður ferðinni. Reykjavík er nú þegar eftirsóttur áfangastaður ferðamanna, listafólks, fólks í skapandi greinum og frumkvöðla. Pólitískur stöðugleiki þýðir að stefna er mótuð til lengri tíma. Þeir sem ráða ferðinni velja áherslur sem standast og geta séð til þess að þær standist. Reykjavík er borg menningar, frumkvæðis og fjölbreytileika. Sá pólitíski stöðugleiki sem Björt framtíð getur lofað, ef hún fær góða kosningu, er að Reykjavík eflist enn frekar sem nútímaleg menningarborg. Slíkar borgir draga til sín skemmtilegt og hæfileikaríkt fólk og það gerir borgarlífið betra.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar