Er nauðsynlegt að skjóta þá? Mikael Torfason skrifar 24. mars 2014 06:00 Á strætisvögnum í Boston eru þessa dagana uppi auglýsingar þar sem vegfarendur vestra eru spurðir hvaðan fiskurinn sem þeir kaupa sé. Það eru fjöldamörg samtök sem standa að herferðinni sem er undir yfirskriftinni „Ekki kaupa af íslenskum hvalveiðimönnum“. Enn á ný erum við Íslendingar lentir í deilu við fjöldasamtök úti í heimi vegna hvalveiða. Við virðumst seint ætla að taka einu skynsamlegu afstöðuna, og hún blasir við, sem er að biðja Kristján Loftsson og félaga að gera eitthvað annað við tíma sinn en að drepa hval. Við getum ekki fórnað hagsmunum okkar hvað varðar sölu á sjávarafurðum og sókn í ferðaþjónustu á altari þess að Kristján fái að fara sínu fram. Hvalveiðar eru ekki þjóðhagslega hagkvæmar og það sem verra er, með því að stunda þær erum við að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Fæstar þjóðir sýna þessum veiðum skilning og við eigum mikið undir viðskiptum við þessar þjóðir. Samtök ferðaþjónustunnar á Íslandi hafa gert fjölmargar athugasemdir við hvalveiðar og meðal annars beðið stjórnvöld hér á landi að banna veiðar í Faxaflóa. En það má ekki raska ró þvermóðskufullra hvalveiðimanna. Jafnvel þó viðskiptahagsmunir upp á milljarða séu undir. Ferðaþjónusta á Íslandi veltir hundruðum milljarða og er aukningin mikil ár frá ári, meiri en í nokkurri annarri atvinnugrein. Um þriðjungur ferðamanna sem kemur hingað til lands fer í hvalaskoðun. Áætlaðar tekjur af miðasölu í fyrra nema næstum tveimur milljörðum króna. Farþegum í hvalaskoðun fjölgar ár frá ári. Samkvæmt nýjustu tölum lítur allt út fyrir að farþegar í fyrra hafi verið yfir tvö hundruð þúsund. Árið þar áður var fjöldi farþega hundrað sjötíu og fimm þúsund – þeim hafði fjölgað um fjörutíu og fimm þúsund á milli ára. Það hefur tekið áratugi að byggja upp þessa tegund ferðaþjónustu hér á landi. Við getum öskrað okkur hás um að öll þessi erlendu samtök hafi rangt fyrir sér og það sé réttur okkar sem fullvalda þjóðar að veiða hval. En það er sama hversu hátt við öskrum, það er enginn að hlusta. Þessar veiðar eru að skaða okkur og samkvæmt nýjustu fréttum hefur bandaríska matvælafyrirtækið High Liner Foods lýst því yfir að þar á bæ vilji menn ekki frekari viðskipti við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Vissulega er erfitt fyrir veiðisamfélag að virða að vettugi þau rök að ekki sé verið að stunda veiðar á stofnum í útrýmingarhættu, og rangfærslur vaði uppi í málflutningi verndunarsinna. En þegar ekki er einu sinni markaður fyrir afurðirnar, sem er grundvallarforsenda, hvalkjötið hleðst upp í frystigeymslum Kristjáns, hlýtur afstaða sem byggist á þvermóðsku og jafnvel þjóðrembu að víkja. Við borðum það sem við veiðum. Við erum ekki eins og minkurinn. Því er rétt að vitna í spámanninn Bubba Morthens sem söng og spurði fyrir mörgum árum: „Er nauðsynlegt að skjóta þá?“ Er þetta ekki bara orðið gott?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á strætisvögnum í Boston eru þessa dagana uppi auglýsingar þar sem vegfarendur vestra eru spurðir hvaðan fiskurinn sem þeir kaupa sé. Það eru fjöldamörg samtök sem standa að herferðinni sem er undir yfirskriftinni „Ekki kaupa af íslenskum hvalveiðimönnum“. Enn á ný erum við Íslendingar lentir í deilu við fjöldasamtök úti í heimi vegna hvalveiða. Við virðumst seint ætla að taka einu skynsamlegu afstöðuna, og hún blasir við, sem er að biðja Kristján Loftsson og félaga að gera eitthvað annað við tíma sinn en að drepa hval. Við getum ekki fórnað hagsmunum okkar hvað varðar sölu á sjávarafurðum og sókn í ferðaþjónustu á altari þess að Kristján fái að fara sínu fram. Hvalveiðar eru ekki þjóðhagslega hagkvæmar og það sem verra er, með því að stunda þær erum við að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Fæstar þjóðir sýna þessum veiðum skilning og við eigum mikið undir viðskiptum við þessar þjóðir. Samtök ferðaþjónustunnar á Íslandi hafa gert fjölmargar athugasemdir við hvalveiðar og meðal annars beðið stjórnvöld hér á landi að banna veiðar í Faxaflóa. En það má ekki raska ró þvermóðskufullra hvalveiðimanna. Jafnvel þó viðskiptahagsmunir upp á milljarða séu undir. Ferðaþjónusta á Íslandi veltir hundruðum milljarða og er aukningin mikil ár frá ári, meiri en í nokkurri annarri atvinnugrein. Um þriðjungur ferðamanna sem kemur hingað til lands fer í hvalaskoðun. Áætlaðar tekjur af miðasölu í fyrra nema næstum tveimur milljörðum króna. Farþegum í hvalaskoðun fjölgar ár frá ári. Samkvæmt nýjustu tölum lítur allt út fyrir að farþegar í fyrra hafi verið yfir tvö hundruð þúsund. Árið þar áður var fjöldi farþega hundrað sjötíu og fimm þúsund – þeim hafði fjölgað um fjörutíu og fimm þúsund á milli ára. Það hefur tekið áratugi að byggja upp þessa tegund ferðaþjónustu hér á landi. Við getum öskrað okkur hás um að öll þessi erlendu samtök hafi rangt fyrir sér og það sé réttur okkar sem fullvalda þjóðar að veiða hval. En það er sama hversu hátt við öskrum, það er enginn að hlusta. Þessar veiðar eru að skaða okkur og samkvæmt nýjustu fréttum hefur bandaríska matvælafyrirtækið High Liner Foods lýst því yfir að þar á bæ vilji menn ekki frekari viðskipti við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Vissulega er erfitt fyrir veiðisamfélag að virða að vettugi þau rök að ekki sé verið að stunda veiðar á stofnum í útrýmingarhættu, og rangfærslur vaði uppi í málflutningi verndunarsinna. En þegar ekki er einu sinni markaður fyrir afurðirnar, sem er grundvallarforsenda, hvalkjötið hleðst upp í frystigeymslum Kristjáns, hlýtur afstaða sem byggist á þvermóðsku og jafnvel þjóðrembu að víkja. Við borðum það sem við veiðum. Við erum ekki eins og minkurinn. Því er rétt að vitna í spámanninn Bubba Morthens sem söng og spurði fyrir mörgum árum: „Er nauðsynlegt að skjóta þá?“ Er þetta ekki bara orðið gott?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar