Er nauðsynlegt að skjóta þá? Mikael Torfason skrifar 24. mars 2014 06:00 Á strætisvögnum í Boston eru þessa dagana uppi auglýsingar þar sem vegfarendur vestra eru spurðir hvaðan fiskurinn sem þeir kaupa sé. Það eru fjöldamörg samtök sem standa að herferðinni sem er undir yfirskriftinni „Ekki kaupa af íslenskum hvalveiðimönnum“. Enn á ný erum við Íslendingar lentir í deilu við fjöldasamtök úti í heimi vegna hvalveiða. Við virðumst seint ætla að taka einu skynsamlegu afstöðuna, og hún blasir við, sem er að biðja Kristján Loftsson og félaga að gera eitthvað annað við tíma sinn en að drepa hval. Við getum ekki fórnað hagsmunum okkar hvað varðar sölu á sjávarafurðum og sókn í ferðaþjónustu á altari þess að Kristján fái að fara sínu fram. Hvalveiðar eru ekki þjóðhagslega hagkvæmar og það sem verra er, með því að stunda þær erum við að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Fæstar þjóðir sýna þessum veiðum skilning og við eigum mikið undir viðskiptum við þessar þjóðir. Samtök ferðaþjónustunnar á Íslandi hafa gert fjölmargar athugasemdir við hvalveiðar og meðal annars beðið stjórnvöld hér á landi að banna veiðar í Faxaflóa. En það má ekki raska ró þvermóðskufullra hvalveiðimanna. Jafnvel þó viðskiptahagsmunir upp á milljarða séu undir. Ferðaþjónusta á Íslandi veltir hundruðum milljarða og er aukningin mikil ár frá ári, meiri en í nokkurri annarri atvinnugrein. Um þriðjungur ferðamanna sem kemur hingað til lands fer í hvalaskoðun. Áætlaðar tekjur af miðasölu í fyrra nema næstum tveimur milljörðum króna. Farþegum í hvalaskoðun fjölgar ár frá ári. Samkvæmt nýjustu tölum lítur allt út fyrir að farþegar í fyrra hafi verið yfir tvö hundruð þúsund. Árið þar áður var fjöldi farþega hundrað sjötíu og fimm þúsund – þeim hafði fjölgað um fjörutíu og fimm þúsund á milli ára. Það hefur tekið áratugi að byggja upp þessa tegund ferðaþjónustu hér á landi. Við getum öskrað okkur hás um að öll þessi erlendu samtök hafi rangt fyrir sér og það sé réttur okkar sem fullvalda þjóðar að veiða hval. En það er sama hversu hátt við öskrum, það er enginn að hlusta. Þessar veiðar eru að skaða okkur og samkvæmt nýjustu fréttum hefur bandaríska matvælafyrirtækið High Liner Foods lýst því yfir að þar á bæ vilji menn ekki frekari viðskipti við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Vissulega er erfitt fyrir veiðisamfélag að virða að vettugi þau rök að ekki sé verið að stunda veiðar á stofnum í útrýmingarhættu, og rangfærslur vaði uppi í málflutningi verndunarsinna. En þegar ekki er einu sinni markaður fyrir afurðirnar, sem er grundvallarforsenda, hvalkjötið hleðst upp í frystigeymslum Kristjáns, hlýtur afstaða sem byggist á þvermóðsku og jafnvel þjóðrembu að víkja. Við borðum það sem við veiðum. Við erum ekki eins og minkurinn. Því er rétt að vitna í spámanninn Bubba Morthens sem söng og spurði fyrir mörgum árum: „Er nauðsynlegt að skjóta þá?“ Er þetta ekki bara orðið gott?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á strætisvögnum í Boston eru þessa dagana uppi auglýsingar þar sem vegfarendur vestra eru spurðir hvaðan fiskurinn sem þeir kaupa sé. Það eru fjöldamörg samtök sem standa að herferðinni sem er undir yfirskriftinni „Ekki kaupa af íslenskum hvalveiðimönnum“. Enn á ný erum við Íslendingar lentir í deilu við fjöldasamtök úti í heimi vegna hvalveiða. Við virðumst seint ætla að taka einu skynsamlegu afstöðuna, og hún blasir við, sem er að biðja Kristján Loftsson og félaga að gera eitthvað annað við tíma sinn en að drepa hval. Við getum ekki fórnað hagsmunum okkar hvað varðar sölu á sjávarafurðum og sókn í ferðaþjónustu á altari þess að Kristján fái að fara sínu fram. Hvalveiðar eru ekki þjóðhagslega hagkvæmar og það sem verra er, með því að stunda þær erum við að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Fæstar þjóðir sýna þessum veiðum skilning og við eigum mikið undir viðskiptum við þessar þjóðir. Samtök ferðaþjónustunnar á Íslandi hafa gert fjölmargar athugasemdir við hvalveiðar og meðal annars beðið stjórnvöld hér á landi að banna veiðar í Faxaflóa. En það má ekki raska ró þvermóðskufullra hvalveiðimanna. Jafnvel þó viðskiptahagsmunir upp á milljarða séu undir. Ferðaþjónusta á Íslandi veltir hundruðum milljarða og er aukningin mikil ár frá ári, meiri en í nokkurri annarri atvinnugrein. Um þriðjungur ferðamanna sem kemur hingað til lands fer í hvalaskoðun. Áætlaðar tekjur af miðasölu í fyrra nema næstum tveimur milljörðum króna. Farþegum í hvalaskoðun fjölgar ár frá ári. Samkvæmt nýjustu tölum lítur allt út fyrir að farþegar í fyrra hafi verið yfir tvö hundruð þúsund. Árið þar áður var fjöldi farþega hundrað sjötíu og fimm þúsund – þeim hafði fjölgað um fjörutíu og fimm þúsund á milli ára. Það hefur tekið áratugi að byggja upp þessa tegund ferðaþjónustu hér á landi. Við getum öskrað okkur hás um að öll þessi erlendu samtök hafi rangt fyrir sér og það sé réttur okkar sem fullvalda þjóðar að veiða hval. En það er sama hversu hátt við öskrum, það er enginn að hlusta. Þessar veiðar eru að skaða okkur og samkvæmt nýjustu fréttum hefur bandaríska matvælafyrirtækið High Liner Foods lýst því yfir að þar á bæ vilji menn ekki frekari viðskipti við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Vissulega er erfitt fyrir veiðisamfélag að virða að vettugi þau rök að ekki sé verið að stunda veiðar á stofnum í útrýmingarhættu, og rangfærslur vaði uppi í málflutningi verndunarsinna. En þegar ekki er einu sinni markaður fyrir afurðirnar, sem er grundvallarforsenda, hvalkjötið hleðst upp í frystigeymslum Kristjáns, hlýtur afstaða sem byggist á þvermóðsku og jafnvel þjóðrembu að víkja. Við borðum það sem við veiðum. Við erum ekki eins og minkurinn. Því er rétt að vitna í spámanninn Bubba Morthens sem söng og spurði fyrir mörgum árum: „Er nauðsynlegt að skjóta þá?“ Er þetta ekki bara orðið gott?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun