Sigur Rós með stjörnunum úr Game of Thrones Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2014 11:00 Sigur Rósar-menn voru smart meðal stjarnanna í New York. Vísir/Getty Jónsi Birgisson, Georg Hólm og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar, mættu á frumsýningu fjórðu seríu sjónvarpsþáttarins Game of Thrones í Lincoln Center í New York á þriðjudag. Eftir frumsýninguna röbbuðu þeir við George R.R. Martin, höfund bókanna sem sjónvarpsþættirnir eru byggðir á. Birtu þeir mynd af sér með rithöfundinum á Facebook-síðu sinni og virtist fara vel á með fjórmenningunum. Sigur Rósar-menn voru í góðum félagsskap á rauða dreglinum á frumsýningunni en allar helstu stjörnur þáttanna létu sjá sig í sínu fínasta pússi, þar á meðal Peter Dinklage, Lena Headey, Emilia Clarke og Sophie Turner. Jónsi, Georg og Orri ferðuðust til Króatíu á síðasta ári til að leika í seríunni og samkvæmt Entertainment Weekly leika þeir tónlistarmenn. Höfundar þáttanna, David Benioff og Dan Weiss, réðu þremenningana því að þeir eru miklir aðdáendur sveitarinnar og hlustuðu á tónlist hennar þegar þeir tóku upp fyrri seríur á Íslandi. Óljóst er hvort tónlist Sigur Rósar heyrist í nýju þáttunum.Jónsi, Georg og Orri hittu George R.R. Martin eftir frumsýningu seríunnar.Tökulið Game of Thrones hefur þrisvar komið hingað til lands og myndaði atriði í fjórðu seríu síðastliðið sumar. Tökur fóru meðal annars fram í Þjórsárdal, á Hengilssvæðinu og Stekkjargjá á Þingvöllum. Kraftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson fer einnig með hlutverk í seríunni en hann sást ekki á frumsýningunni í New York í vikunni. Stutt er síðan Sigur Rós fékk gestahlutverk í Simpsons-þættinum The Saga of Carl sem vakti mikla athygli. Mikil tenging hefur verið á milli Game of Thrones og þekktra tónlistarmanna. Sveitirnar The National og The Hold Steady hafa báðar átt lög í þáttunum og sömdu lög sérstaklega fyrir þá sem voru innblásin af skrifum George R.R. Martin. Þá léku Coldplay-trommarinn Will Champion og Gray Lightbody úr Snow Patrol aukahlutverk í þriðju seríu. Post by Sigur Rós. Game of Thrones Tengdar fréttir Á bakvið tjöldin á setti Game of Thrones Fjórða serían er frumsýnd 6. apríl. 20. janúar 2014 13:30 Ný stikla með Hafþór Júlíusi í Game of Thrones Sterkasti maður Íslands sést í fyrsta sinn í hlutverki "fjallið“ í stiklu úr fjórðu þáttaröð Game of Thrones. 13. janúar 2014 13:08 Lokastikla fyrir Game of Thrones Serían verður frumsýnd eftir tæplega tvær vikur. 19. mars 2014 17:00 Leyndarmál afhjúpuð í nýrri stiklu Styttist óðfluga í fjórðu seríu af Game of Thrones. 10. mars 2014 23:00 Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
Jónsi Birgisson, Georg Hólm og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar, mættu á frumsýningu fjórðu seríu sjónvarpsþáttarins Game of Thrones í Lincoln Center í New York á þriðjudag. Eftir frumsýninguna röbbuðu þeir við George R.R. Martin, höfund bókanna sem sjónvarpsþættirnir eru byggðir á. Birtu þeir mynd af sér með rithöfundinum á Facebook-síðu sinni og virtist fara vel á með fjórmenningunum. Sigur Rósar-menn voru í góðum félagsskap á rauða dreglinum á frumsýningunni en allar helstu stjörnur þáttanna létu sjá sig í sínu fínasta pússi, þar á meðal Peter Dinklage, Lena Headey, Emilia Clarke og Sophie Turner. Jónsi, Georg og Orri ferðuðust til Króatíu á síðasta ári til að leika í seríunni og samkvæmt Entertainment Weekly leika þeir tónlistarmenn. Höfundar þáttanna, David Benioff og Dan Weiss, réðu þremenningana því að þeir eru miklir aðdáendur sveitarinnar og hlustuðu á tónlist hennar þegar þeir tóku upp fyrri seríur á Íslandi. Óljóst er hvort tónlist Sigur Rósar heyrist í nýju þáttunum.Jónsi, Georg og Orri hittu George R.R. Martin eftir frumsýningu seríunnar.Tökulið Game of Thrones hefur þrisvar komið hingað til lands og myndaði atriði í fjórðu seríu síðastliðið sumar. Tökur fóru meðal annars fram í Þjórsárdal, á Hengilssvæðinu og Stekkjargjá á Þingvöllum. Kraftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson fer einnig með hlutverk í seríunni en hann sást ekki á frumsýningunni í New York í vikunni. Stutt er síðan Sigur Rós fékk gestahlutverk í Simpsons-þættinum The Saga of Carl sem vakti mikla athygli. Mikil tenging hefur verið á milli Game of Thrones og þekktra tónlistarmanna. Sveitirnar The National og The Hold Steady hafa báðar átt lög í þáttunum og sömdu lög sérstaklega fyrir þá sem voru innblásin af skrifum George R.R. Martin. Þá léku Coldplay-trommarinn Will Champion og Gray Lightbody úr Snow Patrol aukahlutverk í þriðju seríu. Post by Sigur Rós.
Game of Thrones Tengdar fréttir Á bakvið tjöldin á setti Game of Thrones Fjórða serían er frumsýnd 6. apríl. 20. janúar 2014 13:30 Ný stikla með Hafþór Júlíusi í Game of Thrones Sterkasti maður Íslands sést í fyrsta sinn í hlutverki "fjallið“ í stiklu úr fjórðu þáttaröð Game of Thrones. 13. janúar 2014 13:08 Lokastikla fyrir Game of Thrones Serían verður frumsýnd eftir tæplega tvær vikur. 19. mars 2014 17:00 Leyndarmál afhjúpuð í nýrri stiklu Styttist óðfluga í fjórðu seríu af Game of Thrones. 10. mars 2014 23:00 Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
Ný stikla með Hafþór Júlíusi í Game of Thrones Sterkasti maður Íslands sést í fyrsta sinn í hlutverki "fjallið“ í stiklu úr fjórðu þáttaröð Game of Thrones. 13. janúar 2014 13:08
Lokastikla fyrir Game of Thrones Serían verður frumsýnd eftir tæplega tvær vikur. 19. mars 2014 17:00
Leyndarmál afhjúpuð í nýrri stiklu Styttist óðfluga í fjórðu seríu af Game of Thrones. 10. mars 2014 23:00