Sigur Rós með stjörnunum úr Game of Thrones Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2014 11:00 Sigur Rósar-menn voru smart meðal stjarnanna í New York. Vísir/Getty Jónsi Birgisson, Georg Hólm og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar, mættu á frumsýningu fjórðu seríu sjónvarpsþáttarins Game of Thrones í Lincoln Center í New York á þriðjudag. Eftir frumsýninguna röbbuðu þeir við George R.R. Martin, höfund bókanna sem sjónvarpsþættirnir eru byggðir á. Birtu þeir mynd af sér með rithöfundinum á Facebook-síðu sinni og virtist fara vel á með fjórmenningunum. Sigur Rósar-menn voru í góðum félagsskap á rauða dreglinum á frumsýningunni en allar helstu stjörnur þáttanna létu sjá sig í sínu fínasta pússi, þar á meðal Peter Dinklage, Lena Headey, Emilia Clarke og Sophie Turner. Jónsi, Georg og Orri ferðuðust til Króatíu á síðasta ári til að leika í seríunni og samkvæmt Entertainment Weekly leika þeir tónlistarmenn. Höfundar þáttanna, David Benioff og Dan Weiss, réðu þremenningana því að þeir eru miklir aðdáendur sveitarinnar og hlustuðu á tónlist hennar þegar þeir tóku upp fyrri seríur á Íslandi. Óljóst er hvort tónlist Sigur Rósar heyrist í nýju þáttunum.Jónsi, Georg og Orri hittu George R.R. Martin eftir frumsýningu seríunnar.Tökulið Game of Thrones hefur þrisvar komið hingað til lands og myndaði atriði í fjórðu seríu síðastliðið sumar. Tökur fóru meðal annars fram í Þjórsárdal, á Hengilssvæðinu og Stekkjargjá á Þingvöllum. Kraftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson fer einnig með hlutverk í seríunni en hann sást ekki á frumsýningunni í New York í vikunni. Stutt er síðan Sigur Rós fékk gestahlutverk í Simpsons-þættinum The Saga of Carl sem vakti mikla athygli. Mikil tenging hefur verið á milli Game of Thrones og þekktra tónlistarmanna. Sveitirnar The National og The Hold Steady hafa báðar átt lög í þáttunum og sömdu lög sérstaklega fyrir þá sem voru innblásin af skrifum George R.R. Martin. Þá léku Coldplay-trommarinn Will Champion og Gray Lightbody úr Snow Patrol aukahlutverk í þriðju seríu. Post by Sigur Rós. Game of Thrones Tengdar fréttir Á bakvið tjöldin á setti Game of Thrones Fjórða serían er frumsýnd 6. apríl. 20. janúar 2014 13:30 Ný stikla með Hafþór Júlíusi í Game of Thrones Sterkasti maður Íslands sést í fyrsta sinn í hlutverki "fjallið“ í stiklu úr fjórðu þáttaröð Game of Thrones. 13. janúar 2014 13:08 Lokastikla fyrir Game of Thrones Serían verður frumsýnd eftir tæplega tvær vikur. 19. mars 2014 17:00 Leyndarmál afhjúpuð í nýrri stiklu Styttist óðfluga í fjórðu seríu af Game of Thrones. 10. mars 2014 23:00 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Jónsi Birgisson, Georg Hólm og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar, mættu á frumsýningu fjórðu seríu sjónvarpsþáttarins Game of Thrones í Lincoln Center í New York á þriðjudag. Eftir frumsýninguna röbbuðu þeir við George R.R. Martin, höfund bókanna sem sjónvarpsþættirnir eru byggðir á. Birtu þeir mynd af sér með rithöfundinum á Facebook-síðu sinni og virtist fara vel á með fjórmenningunum. Sigur Rósar-menn voru í góðum félagsskap á rauða dreglinum á frumsýningunni en allar helstu stjörnur þáttanna létu sjá sig í sínu fínasta pússi, þar á meðal Peter Dinklage, Lena Headey, Emilia Clarke og Sophie Turner. Jónsi, Georg og Orri ferðuðust til Króatíu á síðasta ári til að leika í seríunni og samkvæmt Entertainment Weekly leika þeir tónlistarmenn. Höfundar þáttanna, David Benioff og Dan Weiss, réðu þremenningana því að þeir eru miklir aðdáendur sveitarinnar og hlustuðu á tónlist hennar þegar þeir tóku upp fyrri seríur á Íslandi. Óljóst er hvort tónlist Sigur Rósar heyrist í nýju þáttunum.Jónsi, Georg og Orri hittu George R.R. Martin eftir frumsýningu seríunnar.Tökulið Game of Thrones hefur þrisvar komið hingað til lands og myndaði atriði í fjórðu seríu síðastliðið sumar. Tökur fóru meðal annars fram í Þjórsárdal, á Hengilssvæðinu og Stekkjargjá á Þingvöllum. Kraftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson fer einnig með hlutverk í seríunni en hann sást ekki á frumsýningunni í New York í vikunni. Stutt er síðan Sigur Rós fékk gestahlutverk í Simpsons-þættinum The Saga of Carl sem vakti mikla athygli. Mikil tenging hefur verið á milli Game of Thrones og þekktra tónlistarmanna. Sveitirnar The National og The Hold Steady hafa báðar átt lög í þáttunum og sömdu lög sérstaklega fyrir þá sem voru innblásin af skrifum George R.R. Martin. Þá léku Coldplay-trommarinn Will Champion og Gray Lightbody úr Snow Patrol aukahlutverk í þriðju seríu. Post by Sigur Rós.
Game of Thrones Tengdar fréttir Á bakvið tjöldin á setti Game of Thrones Fjórða serían er frumsýnd 6. apríl. 20. janúar 2014 13:30 Ný stikla með Hafþór Júlíusi í Game of Thrones Sterkasti maður Íslands sést í fyrsta sinn í hlutverki "fjallið“ í stiklu úr fjórðu þáttaröð Game of Thrones. 13. janúar 2014 13:08 Lokastikla fyrir Game of Thrones Serían verður frumsýnd eftir tæplega tvær vikur. 19. mars 2014 17:00 Leyndarmál afhjúpuð í nýrri stiklu Styttist óðfluga í fjórðu seríu af Game of Thrones. 10. mars 2014 23:00 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Ný stikla með Hafþór Júlíusi í Game of Thrones Sterkasti maður Íslands sést í fyrsta sinn í hlutverki "fjallið“ í stiklu úr fjórðu þáttaröð Game of Thrones. 13. janúar 2014 13:08
Lokastikla fyrir Game of Thrones Serían verður frumsýnd eftir tæplega tvær vikur. 19. mars 2014 17:00
Leyndarmál afhjúpuð í nýrri stiklu Styttist óðfluga í fjórðu seríu af Game of Thrones. 10. mars 2014 23:00