Treystum þjóðinni Katrín Júlíusdóttir skrifar 14. mars 2014 07:00 Til að leiða til lykta umræðuna um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu þarf þjóðin að koma að málinu. Hvort Íslendingar gangi í Evrópusambandið og sitji við borðið með öðrum sjálfstæðum þjóðum og móti þannig framtíð sína, er stærsta spurningin sem er uppi í íslenskum stjórnmálum. Með aðild að Evrópusambandinu verður hægt að taka upp evru og mótun nýrrar peningamálastefnu verður auðveldari. Auðveldara verður að aflétta höftum og það verður auðveldara að halda þekkingarfyrirtækjum á Íslandi með öllum þeim störfum og gjaldeyristekjum sem þau skapa. Viðskiptaráð áætlar að alþjóðageirinn hafi orðið af 80 milljörðum í gjaldeyristekjur vegna haftanna árið 2013. Það verður auðveldara að ná vöxtum niður. Samtök atvinnulífsins áætla að vaxtakostnaður heimila og fyrirtækja sé 150 milljörðum meiri en ella vegna krónunnar árið 2013. Á síðasta kjörtímabili kom út vönduð skýrsla Seðlabanka Íslands um kosti okkar í gjaldmiðilsmálum. Tveir kostir voru taldir mögulegir. Annar var upptaka evru samhliða inngöngu í Evrópusambandið og hinn að kljást áfram við krónuna þar sem Seðlabankinn hefði víðtækar heimildir til að stýra fjármagnsflutningum, m.ö.o notast við misstíf gjaldeyrishöft eftir tilefni og árferði. Auðvitað er spurningin um aðild að Evrópusambandinu stærri en val á milli þessara tveggja kosta. En þeir einir sýna að það að loka dyrunum á aðild að Evrópusambandinu er óskynsamlegt. Það verður enn óskynsamlegra þegar horft er á hvað við erum komin langt í samningaviðræðum. Og það verður að teljast algjört glapræði að loka þeim þvert á gefin loforð um að þjóðin fái að ákveða framhaldið. Höfum í huga að loforðin leiddu til þess að Evrópumálin fengu litla athygli í síðustu alþingiskosningum. Samfylkingin hefur frá stofnun barist fyrir almannahagsmunum og lýðræðisumbótum til að brjóta stjórnmálin undan oki sérhagsmuna einstakra stétta og viðskiptablokka. Að hlusta á kröfu meira en 20% atkvæðisbærra Íslendinga sem ritað hafa undir áskorun um aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald viðræðna við ESB er algert lágmark í þeim lýðræðisumbótum sem þurfa að eiga sér stað í nánustu framtíð. Við í Samfylkingunni ætlum að ræða það á flokksstjórnarfundi um helgina hvernig við getum lagt okkar af mörkum til nauðsynlegra lýðræðisumbóta hér á landi.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Til að leiða til lykta umræðuna um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu þarf þjóðin að koma að málinu. Hvort Íslendingar gangi í Evrópusambandið og sitji við borðið með öðrum sjálfstæðum þjóðum og móti þannig framtíð sína, er stærsta spurningin sem er uppi í íslenskum stjórnmálum. Með aðild að Evrópusambandinu verður hægt að taka upp evru og mótun nýrrar peningamálastefnu verður auðveldari. Auðveldara verður að aflétta höftum og það verður auðveldara að halda þekkingarfyrirtækjum á Íslandi með öllum þeim störfum og gjaldeyristekjum sem þau skapa. Viðskiptaráð áætlar að alþjóðageirinn hafi orðið af 80 milljörðum í gjaldeyristekjur vegna haftanna árið 2013. Það verður auðveldara að ná vöxtum niður. Samtök atvinnulífsins áætla að vaxtakostnaður heimila og fyrirtækja sé 150 milljörðum meiri en ella vegna krónunnar árið 2013. Á síðasta kjörtímabili kom út vönduð skýrsla Seðlabanka Íslands um kosti okkar í gjaldmiðilsmálum. Tveir kostir voru taldir mögulegir. Annar var upptaka evru samhliða inngöngu í Evrópusambandið og hinn að kljást áfram við krónuna þar sem Seðlabankinn hefði víðtækar heimildir til að stýra fjármagnsflutningum, m.ö.o notast við misstíf gjaldeyrishöft eftir tilefni og árferði. Auðvitað er spurningin um aðild að Evrópusambandinu stærri en val á milli þessara tveggja kosta. En þeir einir sýna að það að loka dyrunum á aðild að Evrópusambandinu er óskynsamlegt. Það verður enn óskynsamlegra þegar horft er á hvað við erum komin langt í samningaviðræðum. Og það verður að teljast algjört glapræði að loka þeim þvert á gefin loforð um að þjóðin fái að ákveða framhaldið. Höfum í huga að loforðin leiddu til þess að Evrópumálin fengu litla athygli í síðustu alþingiskosningum. Samfylkingin hefur frá stofnun barist fyrir almannahagsmunum og lýðræðisumbótum til að brjóta stjórnmálin undan oki sérhagsmuna einstakra stétta og viðskiptablokka. Að hlusta á kröfu meira en 20% atkvæðisbærra Íslendinga sem ritað hafa undir áskorun um aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald viðræðna við ESB er algert lágmark í þeim lýðræðisumbótum sem þurfa að eiga sér stað í nánustu framtíð. Við í Samfylkingunni ætlum að ræða það á flokksstjórnarfundi um helgina hvernig við getum lagt okkar af mörkum til nauðsynlegra lýðræðisumbóta hér á landi.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar