Búskaparbasl og þjóðarhagur Þórólfur Matthíasson skrifar 7. mars 2014 06:00 Forsvarsmenn bænda og stjórnmálamenn í leiðtogastöðum halda því fram að landbúnaður á Íslandi sé þjóðhagslega hagkvæmur. Skoðum hversu traustum fótum sú staðhæfing stendur.Framlag til landsframleiðslu Hagstofa Íslands hefur nýverið opinberað hagreikninga landbúnaðarins fyrir árið 2013. Samkvæmt bókhaldi Hagstofunnar námu opinberir styrkir til greinarinnar 9,9 milljörðum króna það ár. Fjárlagaáætlun fyrir árið 2013 gerði ráð fyrir að styrkupphæðin yrði um 12 milljarðar króna. Væntanlega er flokkun Hagstofunnar hvað teljist styrkir til landbúnaðar íhaldssamari en flokkun fjármálaráðuneytisins. Hagstofan telur hreint vinnsluvirði landbúnaðar, styrkir innifaldir, hafa verið 13,9 milljarðar króna árið 2013. Framlag landbúnaðarins til landsframleiðslunnar, þegar ríkis-styrkirnir eru dregnir frá, var 4,0 milljarðar króna árið 2013.Skipting hreinna landbúnaðartekna Hreinn fjármagnskostnaður landbúnaðarins, samkvæmt Hagstofunni, nam fjórum milljörðum króna árið 2013 og leigugjöld námu 0,1 milljarði króna. Þannig að hefði 9,9 milljarða króna framlag úr ríkissjóði ekki komið til hefði landbúnaðurinn ekki getað greitt laun og ekkert hefði heldur verið eftir í formi rekstrarhagnaðar og einyrkjatekna! Landbúnaður er ekki þjóðhagslega hagkvæmur með núverandi fyrirkomulagi. Uppgjör Hagstofunnar er gert á grundvelli innlends verðlags á landbúnaðarvörum. Væri innflutningsverðlag lagt til grundvallar, að hætti OECD, myndi framlag landbúnaðar til landsframleiðslu verða minna en ekki neitt! Landbúnaður með þeirri styrkja- og boða- og bannaumgjörð sem rekin er á Íslandi er eins fjarri því að vera þjóðhagslega hagkvæmur og hægt er. Greinin stendur ekki undir launagreiðslum óstudd. Um 3-5000 manns með fulla starfsgetu eru beinlínis á framfæri skattgreiðenda við að mjólka kýr og smala kindum. Þarf þetta að vera svo? Alls ekki! En til að greinin komist úr þessari stöðu styrkþiggjandans þarf að gjörbylta allri stofnanaumgjörð landbúnaðarins, afnema einkarétt afurðastöðva og veita inn frískum vindum samkeppninnar. Bæld samkeppni gefur bælda afkomu bænda og búaliðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn bænda og stjórnmálamenn í leiðtogastöðum halda því fram að landbúnaður á Íslandi sé þjóðhagslega hagkvæmur. Skoðum hversu traustum fótum sú staðhæfing stendur.Framlag til landsframleiðslu Hagstofa Íslands hefur nýverið opinberað hagreikninga landbúnaðarins fyrir árið 2013. Samkvæmt bókhaldi Hagstofunnar námu opinberir styrkir til greinarinnar 9,9 milljörðum króna það ár. Fjárlagaáætlun fyrir árið 2013 gerði ráð fyrir að styrkupphæðin yrði um 12 milljarðar króna. Væntanlega er flokkun Hagstofunnar hvað teljist styrkir til landbúnaðar íhaldssamari en flokkun fjármálaráðuneytisins. Hagstofan telur hreint vinnsluvirði landbúnaðar, styrkir innifaldir, hafa verið 13,9 milljarðar króna árið 2013. Framlag landbúnaðarins til landsframleiðslunnar, þegar ríkis-styrkirnir eru dregnir frá, var 4,0 milljarðar króna árið 2013.Skipting hreinna landbúnaðartekna Hreinn fjármagnskostnaður landbúnaðarins, samkvæmt Hagstofunni, nam fjórum milljörðum króna árið 2013 og leigugjöld námu 0,1 milljarði króna. Þannig að hefði 9,9 milljarða króna framlag úr ríkissjóði ekki komið til hefði landbúnaðurinn ekki getað greitt laun og ekkert hefði heldur verið eftir í formi rekstrarhagnaðar og einyrkjatekna! Landbúnaður er ekki þjóðhagslega hagkvæmur með núverandi fyrirkomulagi. Uppgjör Hagstofunnar er gert á grundvelli innlends verðlags á landbúnaðarvörum. Væri innflutningsverðlag lagt til grundvallar, að hætti OECD, myndi framlag landbúnaðar til landsframleiðslu verða minna en ekki neitt! Landbúnaður með þeirri styrkja- og boða- og bannaumgjörð sem rekin er á Íslandi er eins fjarri því að vera þjóðhagslega hagkvæmur og hægt er. Greinin stendur ekki undir launagreiðslum óstudd. Um 3-5000 manns með fulla starfsgetu eru beinlínis á framfæri skattgreiðenda við að mjólka kýr og smala kindum. Þarf þetta að vera svo? Alls ekki! En til að greinin komist úr þessari stöðu styrkþiggjandans þarf að gjörbylta allri stofnanaumgjörð landbúnaðarins, afnema einkarétt afurðastöðva og veita inn frískum vindum samkeppninnar. Bæld samkeppni gefur bælda afkomu bænda og búaliðs.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar