Slíðrum sverðin Ellert B. Schram skrifar 4. mars 2014 06:00 Ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu er uppákoma, atburður, sem kallar fram óvenjulega sterk viðbrögð. Stór hluti þjóðarinnar er augljóslega þeirrar skoðunar, að mál af þessu tagi, sé miklu stærra en svo, að meirihluti Alþingis, sé einn um slíka ákvörðun. Málið er nefnilega svo stórt, að með því að slíta formlega viðræðum, er það ákvörðun, sem ekki verður breytt aftur í einni svipan. Slit á viðræðum við ESB hafa langtíma áhrif og afleiðingar. Fullyrt er að það taki a.m.k. tíu til tuttugu ár að snúa við því blaði. Þetta er tímamótaákvörðun sem varir. Að því leyti er ákvörðun um viðræðuslit allt önnur en breytingar á lögum, sem Alþingi setur og samþykkir alla jafna. Lögum má alltaf breyta, meðan viðræðuslit við ESB eru varanleg til margra ára. Í kjölfar hrunsins gerðu Íslendingar tilraun til að spyrja sjálfa sig: Hvað gerðum við rangt? Hvað þarf að laga í stjórnarfari okkar? Bæði rannsóknarnefndin, heimspekingar og stjórnmálamennirnir sjálfir bentu á ýmsa veikleika, sem hér verður ekki farið út í, en meginstefið var þó þetta: Íslendingar vaða áfram og gefa skít í andstæðingana, stjórnmálaflokkarnir einblína of mikið á sjálfa sig (og sína), ákvarðanir eru teknar í átökum í krafti sérhagsmuna eða í einhvers konar kappleik, eins og Páll Skúlason, fyrrum háskólarektor, segir. Það skorti og skortir samræðu, hugsun og viðleitni til að hafa almannaheill að leiðarljósi.Ekki mál tveggja flokka Ákvarðanir og umræður um tillöguna um slit á viðræðum við ESB er ekki mál eins eða tveggja stjórnmálaflokka. Þar að auki má halda því fram að kosningarnar til Alþingis í fyrra hafi alls ekki snúist um Evrópumálin. Þeim var ýtt til hliðar, með loforðum um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu. Kjósendur tóku mark á því og kosningabaráttan snerist um allt annað: niðurfellingu á skuldum heimilanna, fyrst og fremst. Evrópa var ekki á dagskrá. Ég ætla ekki að fara að tala um svik á loforðum um þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur benda á að skoðanakannanir sýna aftur og aftur þá staðreynd, að þjóðin sé klofin í tvær fylkingar, með og á móti, og þar sé kannski bita munur en ekki fjár. Ég er í hópi þeirra sem vilja vita hvað er í boði ef gengið er í ESB og hvað er í boði hvað varðar gjaldeyrismál og krónu í höftum. Af hverju geta flokkarnir okkar ekki sest niður og talað saman um hvað sé skynsamlegast að gera? Fyrir okkur öll og komandi kynslóðir. Málið á ekki að snúast um afstöðu einstakra flokka, heldur um almannaheill, um framtíðina, um lífskjör þjóðarinnar. Í stað þess eru þingmenn og stjórnmálaflokkar í sömu sporunum og við þekkjum frá fyrri tíð. Með samanbitnar varir, með lágkúrulegum orðræðum, með hugsun kappliðsmanna, að nú sé það allt eða ekkert, nú sé það eina markmiðið að sigra í þessari lotu. Þeir hugsa um flokkinn en ekki þjóðina, þeir skeyta ekki um skoðanir annarra en sjálfra sín og við erum komin aftur í sama farið og fyrir hrun. Allt eða ekkert. Nú eða aldrei.Aftur í öngstræti Þetta er sorgleg staða og dapurleg. Þjóðin er aftur í öngstræti. Aftur sundruð. Mikið mundu þeir vaxa í áliti og verða menn að meiri, foringjar stjórnarflokkanna, ef þeir legðu til að tillagan um slit á viðræðum yrði dregin til baka, að kalla saman hagsmunahópa, fulltrúa allra flokka, sérfræðinga og siðfræðinga, til rökræðu og málflutnings og gera þannig heiðarlega og vitsmunalega tilraun til að ná sameiginlegri niðurstöðu í þágu almannaheilla. Ná sátt í þágu framtíðar hér á Íslandi. Og síðast en ekki síst, sýna þjóðinni að kjörnir fulltrúar á Alþingi séu ekki í kappleik fyrir einhvern flokk, heldur beri hagsmuni samfélagsins fyrir brjósti. Eyðum þessum illindum og offorsi, sýnum að við erum hugsandi verur. Mikið mundi það hjálpa Alþingi, stjórnmálaflokkunum og þjóðinni, til að öðlast virðingu og traust og trú á betri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu er uppákoma, atburður, sem kallar fram óvenjulega sterk viðbrögð. Stór hluti þjóðarinnar er augljóslega þeirrar skoðunar, að mál af þessu tagi, sé miklu stærra en svo, að meirihluti Alþingis, sé einn um slíka ákvörðun. Málið er nefnilega svo stórt, að með því að slíta formlega viðræðum, er það ákvörðun, sem ekki verður breytt aftur í einni svipan. Slit á viðræðum við ESB hafa langtíma áhrif og afleiðingar. Fullyrt er að það taki a.m.k. tíu til tuttugu ár að snúa við því blaði. Þetta er tímamótaákvörðun sem varir. Að því leyti er ákvörðun um viðræðuslit allt önnur en breytingar á lögum, sem Alþingi setur og samþykkir alla jafna. Lögum má alltaf breyta, meðan viðræðuslit við ESB eru varanleg til margra ára. Í kjölfar hrunsins gerðu Íslendingar tilraun til að spyrja sjálfa sig: Hvað gerðum við rangt? Hvað þarf að laga í stjórnarfari okkar? Bæði rannsóknarnefndin, heimspekingar og stjórnmálamennirnir sjálfir bentu á ýmsa veikleika, sem hér verður ekki farið út í, en meginstefið var þó þetta: Íslendingar vaða áfram og gefa skít í andstæðingana, stjórnmálaflokkarnir einblína of mikið á sjálfa sig (og sína), ákvarðanir eru teknar í átökum í krafti sérhagsmuna eða í einhvers konar kappleik, eins og Páll Skúlason, fyrrum háskólarektor, segir. Það skorti og skortir samræðu, hugsun og viðleitni til að hafa almannaheill að leiðarljósi.Ekki mál tveggja flokka Ákvarðanir og umræður um tillöguna um slit á viðræðum við ESB er ekki mál eins eða tveggja stjórnmálaflokka. Þar að auki má halda því fram að kosningarnar til Alþingis í fyrra hafi alls ekki snúist um Evrópumálin. Þeim var ýtt til hliðar, með loforðum um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu. Kjósendur tóku mark á því og kosningabaráttan snerist um allt annað: niðurfellingu á skuldum heimilanna, fyrst og fremst. Evrópa var ekki á dagskrá. Ég ætla ekki að fara að tala um svik á loforðum um þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur benda á að skoðanakannanir sýna aftur og aftur þá staðreynd, að þjóðin sé klofin í tvær fylkingar, með og á móti, og þar sé kannski bita munur en ekki fjár. Ég er í hópi þeirra sem vilja vita hvað er í boði ef gengið er í ESB og hvað er í boði hvað varðar gjaldeyrismál og krónu í höftum. Af hverju geta flokkarnir okkar ekki sest niður og talað saman um hvað sé skynsamlegast að gera? Fyrir okkur öll og komandi kynslóðir. Málið á ekki að snúast um afstöðu einstakra flokka, heldur um almannaheill, um framtíðina, um lífskjör þjóðarinnar. Í stað þess eru þingmenn og stjórnmálaflokkar í sömu sporunum og við þekkjum frá fyrri tíð. Með samanbitnar varir, með lágkúrulegum orðræðum, með hugsun kappliðsmanna, að nú sé það allt eða ekkert, nú sé það eina markmiðið að sigra í þessari lotu. Þeir hugsa um flokkinn en ekki þjóðina, þeir skeyta ekki um skoðanir annarra en sjálfra sín og við erum komin aftur í sama farið og fyrir hrun. Allt eða ekkert. Nú eða aldrei.Aftur í öngstræti Þetta er sorgleg staða og dapurleg. Þjóðin er aftur í öngstræti. Aftur sundruð. Mikið mundu þeir vaxa í áliti og verða menn að meiri, foringjar stjórnarflokkanna, ef þeir legðu til að tillagan um slit á viðræðum yrði dregin til baka, að kalla saman hagsmunahópa, fulltrúa allra flokka, sérfræðinga og siðfræðinga, til rökræðu og málflutnings og gera þannig heiðarlega og vitsmunalega tilraun til að ná sameiginlegri niðurstöðu í þágu almannaheilla. Ná sátt í þágu framtíðar hér á Íslandi. Og síðast en ekki síst, sýna þjóðinni að kjörnir fulltrúar á Alþingi séu ekki í kappleik fyrir einhvern flokk, heldur beri hagsmuni samfélagsins fyrir brjósti. Eyðum þessum illindum og offorsi, sýnum að við erum hugsandi verur. Mikið mundi það hjálpa Alþingi, stjórnmálaflokkunum og þjóðinni, til að öðlast virðingu og traust og trú á betri framtíð.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun