Glópagull úr skyri? Þórólfur Matthíasson skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði hefur lýst áhuga fyrirtækja í mjólkuriðnaði á að flytja 4.000 tonn af skyri til Evrópu tollfrjálst. Á ýmsu hefur gengið með arðsemi af útflutningi íslenskra landbúnaðarafurða. Því vaknaði sú spurning hvort skyrútflutningur væri gróðaleið. Eftir nokkra yfirlegu og samtöl við kunnáttufólk varð niðurstaðan neikvæð. Skilaverð mjólkurinnar sem færi í Evrópuskyrið yrði líklega 420 til 450 milljónir króna. Markaðsherferð í Evrópu myndi síðan kosta einhverjar 100 til 200 milljónir á ári hið minnsta.Þrátt fyrir ítrekun var ekki svarað Verðlagsnefnd búvara telur að það kosti bændur 630 milljónir króna að framleiða þær 5 milljónir lítra mjólkur sem færu í skyrið. Því virðist borðleggjandi að tap á fyrirhuguðum útflutningi skyrs til Evrópu yrði 300 til 400 milljónir króna þegar tillit er tekið til kostnaðar við nauðsynlegt markaðsátak til að kynna skyrið. Með tölvuskeyti sendu 18. febrúar lagði ég þessa útreikninga fyrir framkvæmdastjóra Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði og bað hann að leiðbeina mér ef rangt væri ályktað. Þrátt fyrir ítrekun svaraði framkvæmdastjórinn ekki og staðfesti með þögninni að útreikningarnir sem ég lagði fram væru nærri lagi. Í Fréttablaðinu þann 24. febrúar sl. spurði ég, í framhaldi af þegjandi samþykki framkvæmdastjórans, með hvaða hætti Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hygðust fjármagna fyrirsjáanlegt tap á hugsanlegum útflutningi skyrs til Evrópu. Af grein sem framkvæmdastjórinn ritar í Fréttablaðið 26. febrúar má skilja að hann ætli að lækka kostnað Mjólkursamsölunnar um 200 milljónir króna frá áætlun minni með því að greiða bændum aðeins 83 krónur á lítrann af mjólk sem færi til Evrópuskyrgerðar. Fyrir framleiðslu innan kvóta sem fer á innanlandsmarkað eru hins vegar greiddar 128 krónur á lítrann. Það liggur því beint við, í framhaldi af svari framkvæmdastjóra SAM, að spyrja talsmenn Bændasamtaka Íslands og Landssambands kúabænda hvort þeir séu tilbúnir í þann leiðangur að framleiða ódýra mjólk fyrir Evrópumarkað. Ef svarið við þeirri spurningu er jákvætt hljóta íslenskir skattgreiðendur að spyrja Bændasamtökin og kúabændur hvort þeir eigi ekki rétt á að fá mjólk á sama verði og neytendur í Evrópu. Hvort nokkur þörf sé á beingreiðslum til mjólkurframleiðenda. Ef hægt er að framleiða umtalsvert magn mjólkur á 83 krónur lítrann fyrir Evrópumarkað, af hverju þurfa bændur 128 krónur fyrir hvern lítra sem fer á innanlandsmarkað? Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði á svo enn eftir að svara hvernig hann hyggst fjármagna markaðsherferðina fyrir skyrinu í Evrópu. Skyr selur sig ekki sjálft þó gott sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði hefur lýst áhuga fyrirtækja í mjólkuriðnaði á að flytja 4.000 tonn af skyri til Evrópu tollfrjálst. Á ýmsu hefur gengið með arðsemi af útflutningi íslenskra landbúnaðarafurða. Því vaknaði sú spurning hvort skyrútflutningur væri gróðaleið. Eftir nokkra yfirlegu og samtöl við kunnáttufólk varð niðurstaðan neikvæð. Skilaverð mjólkurinnar sem færi í Evrópuskyrið yrði líklega 420 til 450 milljónir króna. Markaðsherferð í Evrópu myndi síðan kosta einhverjar 100 til 200 milljónir á ári hið minnsta.Þrátt fyrir ítrekun var ekki svarað Verðlagsnefnd búvara telur að það kosti bændur 630 milljónir króna að framleiða þær 5 milljónir lítra mjólkur sem færu í skyrið. Því virðist borðleggjandi að tap á fyrirhuguðum útflutningi skyrs til Evrópu yrði 300 til 400 milljónir króna þegar tillit er tekið til kostnaðar við nauðsynlegt markaðsátak til að kynna skyrið. Með tölvuskeyti sendu 18. febrúar lagði ég þessa útreikninga fyrir framkvæmdastjóra Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði og bað hann að leiðbeina mér ef rangt væri ályktað. Þrátt fyrir ítrekun svaraði framkvæmdastjórinn ekki og staðfesti með þögninni að útreikningarnir sem ég lagði fram væru nærri lagi. Í Fréttablaðinu þann 24. febrúar sl. spurði ég, í framhaldi af þegjandi samþykki framkvæmdastjórans, með hvaða hætti Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hygðust fjármagna fyrirsjáanlegt tap á hugsanlegum útflutningi skyrs til Evrópu. Af grein sem framkvæmdastjórinn ritar í Fréttablaðið 26. febrúar má skilja að hann ætli að lækka kostnað Mjólkursamsölunnar um 200 milljónir króna frá áætlun minni með því að greiða bændum aðeins 83 krónur á lítrann af mjólk sem færi til Evrópuskyrgerðar. Fyrir framleiðslu innan kvóta sem fer á innanlandsmarkað eru hins vegar greiddar 128 krónur á lítrann. Það liggur því beint við, í framhaldi af svari framkvæmdastjóra SAM, að spyrja talsmenn Bændasamtaka Íslands og Landssambands kúabænda hvort þeir séu tilbúnir í þann leiðangur að framleiða ódýra mjólk fyrir Evrópumarkað. Ef svarið við þeirri spurningu er jákvætt hljóta íslenskir skattgreiðendur að spyrja Bændasamtökin og kúabændur hvort þeir eigi ekki rétt á að fá mjólk á sama verði og neytendur í Evrópu. Hvort nokkur þörf sé á beingreiðslum til mjólkurframleiðenda. Ef hægt er að framleiða umtalsvert magn mjólkur á 83 krónur lítrann fyrir Evrópumarkað, af hverju þurfa bændur 128 krónur fyrir hvern lítra sem fer á innanlandsmarkað? Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði á svo enn eftir að svara hvernig hann hyggst fjármagna markaðsherferðina fyrir skyrinu í Evrópu. Skyr selur sig ekki sjálft þó gott sé.
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun