Uppruni, umhyggja og upplifun Guðný Helga Björnsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Ísland býr yfir gnægð náttúruauðlinda, vistvænni orku, hreinu vatni í miklu magni, gjöfulum fiskimiðum og nægu landrými sem skila okkur ótal tækifærum, á meðan við gætum þess að nýta þau með sjálfbærum hætti. Síðast en ekki síst búum við yfir miklum mannauði sem er lykillinn að því að virðiskeðjan sé ábatasöm fyrir allt þjóðarbúið. Uppbygging verður nefnilega ekki nema að til sé nægilega mikið af fólki sem hefur þekkingu, áhuga og möguleika á að nýta þá kosti sem bjóðast.Sóknarfærin mörg Við höfum víða ónýtta framleiðslugetu og eigum sóknarfæri til að auka útflutning og fullvinnslu ýmiss konar. Helstu sóknarfærin í aukinni verðmætasköpun hvað landbúnaðinn varðar eru mörg. Það er verkefni bænda og afkoma þeirra byggist á að framleiða búvörur og að veita margs konar þjónustu. Þekking, reynsla, sérhæfing og fagmennska eru búmannshættir 21. aldarinnar. Framþróun menntunar í landbúnaði er bændum því grunnur að því að byggja atvinnugreinina upp til framtíðar. Nýjar búgreinar og fjölbreyttar áskoranir krefjast aukinnar þekkingar, rannsókna og þróunar. Orkuvinnsla á bújörðum, stóraukin kornrækt, heimaframleiðsla fóðurs, bætt nýting framleiðsluþátta og stöðugar tækniframfarir eru meðal viðfangsefna morgundagsins.Fjölbreytni og nýsköpun Íslenskir bændur sjá landsmönnum fyrir góðum og hollum mat allt árið um kring. Mikil tækifæri leynast innan landbúnaðarins og hlutverk hans mun vaxa á komandi árum. Við eigum mikið land, hreint vatn, duglega bændur og öflug fyrirtæki. Það þarf að leggja áherslu á að fjölga störfum í landbúnaði og að virðisauki framleiðslunnar komi sveitunum til góða. Íslenskir bændur vilja stuðla að fjölbreytni og nýsköpun í landbúnaði og nýta auðlindir landsins með sjálfbærni að leiðarljósi. Þannig á landbúnaðurinn framtíðina fyrir sér þar sem mannauðurinn fer fremstur í flokki við að framleiða hágæðamatvæli fyrir neytendur og skapa um leið mikið virði fyrir þjóðarbúið.Velkomin á matarhátíð í Hörpunni Íslenskir bændur munu áfram leggja sig alla fram um að framleiða úrvals matvæli á eins hagstæðu verði og mögulegt er. Það eitt skiptir meginmáli til framtíðar litið. Næstkomandi helgi munu bændur landsins skunda í höfuðborgina og taka þátt í veglegri matarhátíð í Hörpunni. Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands verður formlega sett við hátíðlega athöfn og kokkakeppni matarhátíðarinnar Food & Fun fer fram í kjölfarið. Á sama tíma verður iðandi mannlíf á matarmarkaði Búrsins, þar sem ýmsir smáframleiðendur bjóða fram sínar vörur. Þar munu allir gestir finna eitthvað við sitt hæfi undir einkunnarorðunum: Uppruni, umhyggja og upplifun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Food and Fun Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ísland býr yfir gnægð náttúruauðlinda, vistvænni orku, hreinu vatni í miklu magni, gjöfulum fiskimiðum og nægu landrými sem skila okkur ótal tækifærum, á meðan við gætum þess að nýta þau með sjálfbærum hætti. Síðast en ekki síst búum við yfir miklum mannauði sem er lykillinn að því að virðiskeðjan sé ábatasöm fyrir allt þjóðarbúið. Uppbygging verður nefnilega ekki nema að til sé nægilega mikið af fólki sem hefur þekkingu, áhuga og möguleika á að nýta þá kosti sem bjóðast.Sóknarfærin mörg Við höfum víða ónýtta framleiðslugetu og eigum sóknarfæri til að auka útflutning og fullvinnslu ýmiss konar. Helstu sóknarfærin í aukinni verðmætasköpun hvað landbúnaðinn varðar eru mörg. Það er verkefni bænda og afkoma þeirra byggist á að framleiða búvörur og að veita margs konar þjónustu. Þekking, reynsla, sérhæfing og fagmennska eru búmannshættir 21. aldarinnar. Framþróun menntunar í landbúnaði er bændum því grunnur að því að byggja atvinnugreinina upp til framtíðar. Nýjar búgreinar og fjölbreyttar áskoranir krefjast aukinnar þekkingar, rannsókna og þróunar. Orkuvinnsla á bújörðum, stóraukin kornrækt, heimaframleiðsla fóðurs, bætt nýting framleiðsluþátta og stöðugar tækniframfarir eru meðal viðfangsefna morgundagsins.Fjölbreytni og nýsköpun Íslenskir bændur sjá landsmönnum fyrir góðum og hollum mat allt árið um kring. Mikil tækifæri leynast innan landbúnaðarins og hlutverk hans mun vaxa á komandi árum. Við eigum mikið land, hreint vatn, duglega bændur og öflug fyrirtæki. Það þarf að leggja áherslu á að fjölga störfum í landbúnaði og að virðisauki framleiðslunnar komi sveitunum til góða. Íslenskir bændur vilja stuðla að fjölbreytni og nýsköpun í landbúnaði og nýta auðlindir landsins með sjálfbærni að leiðarljósi. Þannig á landbúnaðurinn framtíðina fyrir sér þar sem mannauðurinn fer fremstur í flokki við að framleiða hágæðamatvæli fyrir neytendur og skapa um leið mikið virði fyrir þjóðarbúið.Velkomin á matarhátíð í Hörpunni Íslenskir bændur munu áfram leggja sig alla fram um að framleiða úrvals matvæli á eins hagstæðu verði og mögulegt er. Það eitt skiptir meginmáli til framtíðar litið. Næstkomandi helgi munu bændur landsins skunda í höfuðborgina og taka þátt í veglegri matarhátíð í Hörpunni. Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands verður formlega sett við hátíðlega athöfn og kokkakeppni matarhátíðarinnar Food & Fun fer fram í kjölfarið. Á sama tíma verður iðandi mannlíf á matarmarkaði Búrsins, þar sem ýmsir smáframleiðendur bjóða fram sínar vörur. Þar munu allir gestir finna eitthvað við sitt hæfi undir einkunnarorðunum: Uppruni, umhyggja og upplifun!
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun