Stöðug rekstrarskilyrði og samkeppnishæfni í Evrópu Vilborg Einarsdóttir skrifar 26. febrúar 2014 06:00 Við hjá Mentor höfum í meira en tvo áratugi unnið að þróun og rekstri upplýsingakerfa, í upphafi einkum með grunnskólum, en á síðari árum einnig með leikskólum, sveitarfélögum og íþróttafélögum. Segja má að Mentor vinni að samþættingu tækni og menntunar í sinni víðustu mynd og býður Mentor upp á heildstætt upplýsinga- og námskerfi fyrir alla sem starfa með börnum í skólum og tómstundastarfi. En þótt styrkur Mentors hafi í upphafi legið í sterkum heimamarkaði á Íslandi hefur áhersla síðari ára verið á vöxt utan landsteinanna. Mentor er nú með starfsstöðvar í fjórum löndum erlendis, Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss og í Bretlandi. Mentor hefur þannig markað sér vaxtarstefnu sem fólgin er í að nýta spennandi tækifæri erlendis á ört vaxandi markaði með kerfi sem þróað er á Íslandi í samvinnu við starfsstöðvar fyrirtækisins í Evrópu. Mentor hefur frá upphafi skilgreint sig sem nýsköpunarfyrirtæki sem hefur lagt kapp á að vera í fremstu röð á sínu sviði í Evrópu. Aukin umsvif Mentors utan landsteinanna byggjast bæði á íslensku hugviti og framúrskarandi starfsmönnum í erlendum starfstöðvum. Mentor hefur átt því láni að fagna að hreppa ýmsar ánægjulegar viðurkenningar á undanförnum árum jafnt innanlands sem erlendis. En samkeppnin er vitaskuld hörð og því skiptir gríðarlegu máli að hugvitsfyrirtæki eins og Mentor búi við rekstrarumhverfi á heimaslóðum sem er samkeppnishæft við það sem keppinautum býðst í Evrópu.Lágmarkskrafa Við hjá Mentor höfum ekki farið varhluta af þeim gífurlegu sveiflum sem orðið hafa á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum. Þar hafa gjaldmiðlahremmingar, háir vextir, óvissa í fjárfestingaumhverfi og gjaldeyrishöft reynst ansi þung í skauti. Í því ljósi höfum við eindregið stutt þá stefnu Samtaka iðnaðarins að fara fram á að íslensk stjórnvöld kanni til hlítar hvort önnur skipan mála hvað varðar gjaldmiðilinn, vaxtastigið og umgjörð peningamálastefnu gæti náðst fram með inngöngu í ESB. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa atvinnulífsins að stjórnvöld taki sér góðan tíma í að rýna í þá valkosti sem í boði eru og útiloka ekki neitt fyrir fram. Því verður ekki trúað að óreyndu að íslensk stjórnvöld muni ganga gegn þeim stóra hópi íslenskra iðnfyrirtækja sem vill að kannað verði til hlítar hvort samkeppnishæfni þeirra sé betur tryggð innan ESB ellegar utan. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands tekur ekki af nein tvímæli þar um og gefur ekkert tilefni til skjótra ákvarðana sem skaða kunna hagsmuni íslensks atvinnulífs til frambúðar. Skýrslan kallar í raun miklu fremur á að aðildarviðræður hefjist að nýju og að niðurstöður verði brotnar til mergjar þá fyrst þegar viðræðum er lokið og samningsniðurstaða liggur fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ESB-málið Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við hjá Mentor höfum í meira en tvo áratugi unnið að þróun og rekstri upplýsingakerfa, í upphafi einkum með grunnskólum, en á síðari árum einnig með leikskólum, sveitarfélögum og íþróttafélögum. Segja má að Mentor vinni að samþættingu tækni og menntunar í sinni víðustu mynd og býður Mentor upp á heildstætt upplýsinga- og námskerfi fyrir alla sem starfa með börnum í skólum og tómstundastarfi. En þótt styrkur Mentors hafi í upphafi legið í sterkum heimamarkaði á Íslandi hefur áhersla síðari ára verið á vöxt utan landsteinanna. Mentor er nú með starfsstöðvar í fjórum löndum erlendis, Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss og í Bretlandi. Mentor hefur þannig markað sér vaxtarstefnu sem fólgin er í að nýta spennandi tækifæri erlendis á ört vaxandi markaði með kerfi sem þróað er á Íslandi í samvinnu við starfsstöðvar fyrirtækisins í Evrópu. Mentor hefur frá upphafi skilgreint sig sem nýsköpunarfyrirtæki sem hefur lagt kapp á að vera í fremstu röð á sínu sviði í Evrópu. Aukin umsvif Mentors utan landsteinanna byggjast bæði á íslensku hugviti og framúrskarandi starfsmönnum í erlendum starfstöðvum. Mentor hefur átt því láni að fagna að hreppa ýmsar ánægjulegar viðurkenningar á undanförnum árum jafnt innanlands sem erlendis. En samkeppnin er vitaskuld hörð og því skiptir gríðarlegu máli að hugvitsfyrirtæki eins og Mentor búi við rekstrarumhverfi á heimaslóðum sem er samkeppnishæft við það sem keppinautum býðst í Evrópu.Lágmarkskrafa Við hjá Mentor höfum ekki farið varhluta af þeim gífurlegu sveiflum sem orðið hafa á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum. Þar hafa gjaldmiðlahremmingar, háir vextir, óvissa í fjárfestingaumhverfi og gjaldeyrishöft reynst ansi þung í skauti. Í því ljósi höfum við eindregið stutt þá stefnu Samtaka iðnaðarins að fara fram á að íslensk stjórnvöld kanni til hlítar hvort önnur skipan mála hvað varðar gjaldmiðilinn, vaxtastigið og umgjörð peningamálastefnu gæti náðst fram með inngöngu í ESB. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa atvinnulífsins að stjórnvöld taki sér góðan tíma í að rýna í þá valkosti sem í boði eru og útiloka ekki neitt fyrir fram. Því verður ekki trúað að óreyndu að íslensk stjórnvöld muni ganga gegn þeim stóra hópi íslenskra iðnfyrirtækja sem vill að kannað verði til hlítar hvort samkeppnishæfni þeirra sé betur tryggð innan ESB ellegar utan. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands tekur ekki af nein tvímæli þar um og gefur ekkert tilefni til skjótra ákvarðana sem skaða kunna hagsmuni íslensks atvinnulífs til frambúðar. Skýrslan kallar í raun miklu fremur á að aðildarviðræður hefjist að nýju og að niðurstöður verði brotnar til mergjar þá fyrst þegar viðræðum er lokið og samningsniðurstaða liggur fyrir.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar