Lykillinn að hamingjunni Martha Árnadóttir skrifar 19. febrúar 2014 07:00 Grundvallarspurningin í siðfræði Aristótelesar frá því á fjórðu öld fyrir Krist er spurningin um hvernig unnt er að lifa góðu og farsælu lífi eða að vera hamingjusöm manneskja – milljón dollara spurningin enn þann dag í dag – ekki satt? Hamingjan er tilgangurinn Að mati Aristótelesar er tilgangur lífsins að öðlast farsæld sem getur í nútímanum útlagst sem hamingja. Hann var einnig sannfærður um að til að uppfylla tilganginn og öðlast hamingjuna þyrfti manneskja að koma sér upp góðu safni dygða. Að vera hamingjusöm manneskja er því fólgið í því að vera dygðug manneskja, að mati Aristótelesar. Dygð getur verið góð venja Hvað í ósköpunum á Aristóteles við með dygð og hvað þýðir að vera dygðug manneskja – hvernig getum við nýtt okkur þessa ævafornu nálgun Aristótelesar til að öðlast lífshamingju í nútímanum? Þegar Aristóteles var spurður að þessu svaraði hann því til að dygðir væru einfaldlega athafnir dygðugrar manneskju, dygðir eru það sem dygðug manneskja gerir, venjur hennar og viðbrögð. Til að öðlast hamingju þyrfti viðkomandi því að temja sér hætti dygðugrar manneskju og taka upp háttalag hennar og venjur. Einföldum málið Til að einfalda málið fyrir okkur nútímamanneskjum og um leið nýta okkur þessa fornu speki má líta svo á að dygðir séu einfaldlega góðar venjur sem við tileinkum okkur og birtast í fari okkar alla daga. Venjur sem þegar eru orðnar hluti af okkur og gefa lífi okkar merkingu og tilgang. Gott venjusafn Þar sem Aristóteles segir að dygðir séu forsenda hamingjunnar má halda því fram að góðar venjur séu forsenda hamingjunnar sem mörgum er svo vandfundin. Gott venjusafn (portfolio) er því meira virði en flest önnur eignasöfn sem skína þó töluvert skærar! Eitt ráð í forgjöf: Það tekur 21 dag að festa í sessi góða venju! (Dygð er ritháttur tengdur dygðasiðfræði Aristótelesar) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Grundvallarspurningin í siðfræði Aristótelesar frá því á fjórðu öld fyrir Krist er spurningin um hvernig unnt er að lifa góðu og farsælu lífi eða að vera hamingjusöm manneskja – milljón dollara spurningin enn þann dag í dag – ekki satt? Hamingjan er tilgangurinn Að mati Aristótelesar er tilgangur lífsins að öðlast farsæld sem getur í nútímanum útlagst sem hamingja. Hann var einnig sannfærður um að til að uppfylla tilganginn og öðlast hamingjuna þyrfti manneskja að koma sér upp góðu safni dygða. Að vera hamingjusöm manneskja er því fólgið í því að vera dygðug manneskja, að mati Aristótelesar. Dygð getur verið góð venja Hvað í ósköpunum á Aristóteles við með dygð og hvað þýðir að vera dygðug manneskja – hvernig getum við nýtt okkur þessa ævafornu nálgun Aristótelesar til að öðlast lífshamingju í nútímanum? Þegar Aristóteles var spurður að þessu svaraði hann því til að dygðir væru einfaldlega athafnir dygðugrar manneskju, dygðir eru það sem dygðug manneskja gerir, venjur hennar og viðbrögð. Til að öðlast hamingju þyrfti viðkomandi því að temja sér hætti dygðugrar manneskju og taka upp háttalag hennar og venjur. Einföldum málið Til að einfalda málið fyrir okkur nútímamanneskjum og um leið nýta okkur þessa fornu speki má líta svo á að dygðir séu einfaldlega góðar venjur sem við tileinkum okkur og birtast í fari okkar alla daga. Venjur sem þegar eru orðnar hluti af okkur og gefa lífi okkar merkingu og tilgang. Gott venjusafn Þar sem Aristóteles segir að dygðir séu forsenda hamingjunnar má halda því fram að góðar venjur séu forsenda hamingjunnar sem mörgum er svo vandfundin. Gott venjusafn (portfolio) er því meira virði en flest önnur eignasöfn sem skína þó töluvert skærar! Eitt ráð í forgjöf: Það tekur 21 dag að festa í sessi góða venju! (Dygð er ritháttur tengdur dygðasiðfræði Aristótelesar)
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun