Samfylkingin endurheimti fylgi ungs fólks Magnús Már Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Samfylkingin þarf að hugsa stórt í komandi kosningabaráttu. Ég trúi því að Samfylkingin geti endurheimt fylgi ungra kjósenda, með því að leggja fram heildstæðar lausnir svo sem í dagvistunarmálum, húsnæðismálum og jafnréttismálum í kosningabaráttunni. Þessi mál ríma vel við grunnstef félagshyggjunnar og ég vil beita mér fyrir því að klassísk gildi jafnaðarmanna verði leiðarljósið í kosningabaráttu Samfylkingarinnar í vor.Mikilvægi ungliðahreyfingarinnar Sem formaður Ungra jafnaðarmanna árið 2006-2007 og einnig framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna árið 2004 og 2006 tók ég þátt í því ásamt félögum mínum í ungliðahreyfingunni að stýra kosningabaráttu flokksins um málefni ungs fólks. Samfylkingin náði frábærum árangi á þessum árum, en flokkurinn naut mests eða næstmests fylgis meðal fólks á aldrinum 18-40 ára í kosningunum 2003 og 2007. Ungliðar í Ungum jafnaðarmönnum eru auðvitað meðvitaðir um það hvaða mál eru ungu fólk ofarlega í huga. Nú eru það húsnæðismálin, og ekki síst staðan á leigumarkaði, sem ungt fólk er með hugann við. Ungar fjölskyldur setja leikskólamálin ofarlega á blað yfir brýnustu hagsmunamál og allt félagshyggjufólk vill að kynin séu metin að verðleikum en svo er ekki í dag eins og endurteknar rannsóknir á kynbundnum launamun sýna okkur. En stjórnmál og kosningabarátta eiga að vera skemmtileg og laða til sín fólk. Við þurfum að hafa burði til þess að kynna stefnumál, hugsjónir og frambjóðendur okkar á skemmtilegan hátt. Samfylkingin tók að sér gríðarlega erfitt verk á landsvísu eftir hrun og við því mátti búast að það þunga og erfiða verkefni myndi bitna á fylgi flokksins. Nú er hins vegar að mínu viti tímabært að sækja fram, full sjálfsöryggis og full bjartsýni.Baráttan í vor verði skemmtileg Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar í Reykjavík búa yfir mikilli reynslu sem er gríðarlega þýðingarmikið. Jafnframt er mikilvægt að ný sjónarmið heyrist í bland við reynslumeiri og að framboðslisti okkar hafi breiða skírskotun og höfði til borgarbúa af báðum kynjum, á ólíkum aldri, í mismunandi hverfum, með ólíkan bakgrunn og svo framvegis. Ég hef töluverða reynslu af því að starfa innan Samfylkingarinnar, m.a. sem formaður Ungra jafnaðarmanna og ritari framkvæmdastjórnar flokksins, en hef síðustu árin einbeitt mér að starfi mínu sem kennari og þar áður við blaðamennsku og finn nú löngun til þess að leggja mitt af mörkum í kosningabaráttunni í vor. Þess vegna býð ég fram krafta mína og gef kost á mér í 4.-5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 7.-8. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin þarf að hugsa stórt í komandi kosningabaráttu. Ég trúi því að Samfylkingin geti endurheimt fylgi ungra kjósenda, með því að leggja fram heildstæðar lausnir svo sem í dagvistunarmálum, húsnæðismálum og jafnréttismálum í kosningabaráttunni. Þessi mál ríma vel við grunnstef félagshyggjunnar og ég vil beita mér fyrir því að klassísk gildi jafnaðarmanna verði leiðarljósið í kosningabaráttu Samfylkingarinnar í vor.Mikilvægi ungliðahreyfingarinnar Sem formaður Ungra jafnaðarmanna árið 2006-2007 og einnig framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna árið 2004 og 2006 tók ég þátt í því ásamt félögum mínum í ungliðahreyfingunni að stýra kosningabaráttu flokksins um málefni ungs fólks. Samfylkingin náði frábærum árangi á þessum árum, en flokkurinn naut mests eða næstmests fylgis meðal fólks á aldrinum 18-40 ára í kosningunum 2003 og 2007. Ungliðar í Ungum jafnaðarmönnum eru auðvitað meðvitaðir um það hvaða mál eru ungu fólk ofarlega í huga. Nú eru það húsnæðismálin, og ekki síst staðan á leigumarkaði, sem ungt fólk er með hugann við. Ungar fjölskyldur setja leikskólamálin ofarlega á blað yfir brýnustu hagsmunamál og allt félagshyggjufólk vill að kynin séu metin að verðleikum en svo er ekki í dag eins og endurteknar rannsóknir á kynbundnum launamun sýna okkur. En stjórnmál og kosningabarátta eiga að vera skemmtileg og laða til sín fólk. Við þurfum að hafa burði til þess að kynna stefnumál, hugsjónir og frambjóðendur okkar á skemmtilegan hátt. Samfylkingin tók að sér gríðarlega erfitt verk á landsvísu eftir hrun og við því mátti búast að það þunga og erfiða verkefni myndi bitna á fylgi flokksins. Nú er hins vegar að mínu viti tímabært að sækja fram, full sjálfsöryggis og full bjartsýni.Baráttan í vor verði skemmtileg Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar í Reykjavík búa yfir mikilli reynslu sem er gríðarlega þýðingarmikið. Jafnframt er mikilvægt að ný sjónarmið heyrist í bland við reynslumeiri og að framboðslisti okkar hafi breiða skírskotun og höfði til borgarbúa af báðum kynjum, á ólíkum aldri, í mismunandi hverfum, með ólíkan bakgrunn og svo framvegis. Ég hef töluverða reynslu af því að starfa innan Samfylkingarinnar, m.a. sem formaður Ungra jafnaðarmanna og ritari framkvæmdastjórnar flokksins, en hef síðustu árin einbeitt mér að starfi mínu sem kennari og þar áður við blaðamennsku og finn nú löngun til þess að leggja mitt af mörkum í kosningabaráttunni í vor. Þess vegna býð ég fram krafta mína og gef kost á mér í 4.-5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 7.-8. febrúar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun