Virkjum drifkraft iðnaðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar 31. janúar 2014 06:00 Niðurstaða atkvæðagreiðslu félaga Alþýðusambandsins um kjarasamningana er umhugsunarverð áskorun. Vandaður undirbúningur málsins og markmið dugðu ekki til að skila samningunum alla leið. Næstu mánuði mun ríkja mikil óvissa á vinnumarkaði á Íslandi, því miður. Þessi staða sýnir atvinnulífinu að leita verður nýrra leiða. Þjóðlíf og efnahagslíf verður aldrei aftur eins og það var og jafnvel þjóðarsáttarmódelið að kjarasamningum þarfnast nýrrar hugsunar. Þau fimm ár sem liðin eru frá hruni hafa einmitt knúið fram slíka nýja hugsun í rekstri íslenskra fyrirtækja. Enginn hefur komist hjá því að laga sig að nýjum aðstæðum og margir fundið á eigin skinni að sókn er besta vörnin. Samtök iðnaðarins vilja senda skýr skilaboð til samfélagsins: Iðnaðurinn er reiðubúinn til sóknar. Án verðmætasköpunar, aukinnar framleiðni og útflutnings fjölbreytts iðnaðar mun okkur aldrei takast að ná fyrra lífskjarastigi – hvað þá komast lengra en áður var. Samtök iðnaðarins bera þess merki að iðnaður á Íslandi hefur aldrei verið fjölbreyttari. Nýjar greinar eins og kvikmynda- og tölvuleikjaiðnaður, þekkingargreinar eins og ráðgjafarverkfræði og heilbrigðistækni hafa bæst við flóru hefðbundinna iðngreina. Samtök iðnaðarins, sem stofnuð voru í kreppu fyrir 20 árum, hafa frá öndverðu beitt sér fyrir nokkrum grundvallaratriðum. Af þessum atriðum má aldrei gefa afslátt: Stöðug rekstrarskilyrði og sveiflujöfnun. Peningamálastefna sem virkar. Opin samkeppni og heilbrigður útboðsmarkaður. Greiður markaðsaðgangur og viðskipti við umheiminn. Samkeppnishæfni landsins. Samkeppnishæfni strax á dagskrá Fram að 2008 hafði Ísland náð verulegum heildarárangri á þessum sviðum en hrunið skildi eftir rekstrarskilyrði vaxandi iðnaðar í sárum. Eftir stendur þó að stoðir atvinnulífs á Íslandi eru fjölbreyttari en áður, m.a. vegna þeirrar uppbyggingar sem betri skilyrði íslenskra fyrirtækja á innri markaði Evrópu leiddu til. Sú uppbygging varð í frelsi. Haftasamfélag er hins vegar ekki frjálst heldur fyrirséð og stöðnun skammt undan. Ríkisstjórnin hefur gefið margt gott til kynna í stjórnarsáttmála og á fyrstu mánuðum sínum. Viljinn er fyrir hendi og iðnaðurinn tekur heilshugar undir markmið um afnám hafta, auknar framkvæmdir, nýsköpun og þróun, og allar aðgerðir sem miða að auknum stöðugleika í efnahagsumhverfinu. Óvissan á vinnumarkaði sýnir okkur að meira þarf til. Hagstjórnin getur ekki miðað markmið sín við neitt annað en frelsi og fótfestu fjölbreyttrar flóru fyrirtækja, til að fæðast og vaxa varanlega á Íslandi. Samkeppnishæfni Íslands verður að komast aftur á dagskrá ekki síðar en strax. Svarið til vinnumarkaðarins er að virkja drifkraft fjölbreytts iðnaðar. Ef slík stefna sést í verki og drifið sést snúast mun fólk trúa á efndir skynsamlegra markmiða kjarasamninga. Meðan ekki snýst er hætt við að samfélagið trúi ekki yfirlýstum markmiðum. Meira þarf en orð. Stefnuföst hagstjórn og snjallar útfærslur rekstrarskilyrða fyrirtækja sem skapa ný alþjóðleg tækifæri er svarið. Einungis þannig stækkum við kökuna, aukum þjóðarauðinn eins og þarf til að atvinnulífið taki vaxtarkipp. Iðnaðurinn er reiðubúinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Niðurstaða atkvæðagreiðslu félaga Alþýðusambandsins um kjarasamningana er umhugsunarverð áskorun. Vandaður undirbúningur málsins og markmið dugðu ekki til að skila samningunum alla leið. Næstu mánuði mun ríkja mikil óvissa á vinnumarkaði á Íslandi, því miður. Þessi staða sýnir atvinnulífinu að leita verður nýrra leiða. Þjóðlíf og efnahagslíf verður aldrei aftur eins og það var og jafnvel þjóðarsáttarmódelið að kjarasamningum þarfnast nýrrar hugsunar. Þau fimm ár sem liðin eru frá hruni hafa einmitt knúið fram slíka nýja hugsun í rekstri íslenskra fyrirtækja. Enginn hefur komist hjá því að laga sig að nýjum aðstæðum og margir fundið á eigin skinni að sókn er besta vörnin. Samtök iðnaðarins vilja senda skýr skilaboð til samfélagsins: Iðnaðurinn er reiðubúinn til sóknar. Án verðmætasköpunar, aukinnar framleiðni og útflutnings fjölbreytts iðnaðar mun okkur aldrei takast að ná fyrra lífskjarastigi – hvað þá komast lengra en áður var. Samtök iðnaðarins bera þess merki að iðnaður á Íslandi hefur aldrei verið fjölbreyttari. Nýjar greinar eins og kvikmynda- og tölvuleikjaiðnaður, þekkingargreinar eins og ráðgjafarverkfræði og heilbrigðistækni hafa bæst við flóru hefðbundinna iðngreina. Samtök iðnaðarins, sem stofnuð voru í kreppu fyrir 20 árum, hafa frá öndverðu beitt sér fyrir nokkrum grundvallaratriðum. Af þessum atriðum má aldrei gefa afslátt: Stöðug rekstrarskilyrði og sveiflujöfnun. Peningamálastefna sem virkar. Opin samkeppni og heilbrigður útboðsmarkaður. Greiður markaðsaðgangur og viðskipti við umheiminn. Samkeppnishæfni landsins. Samkeppnishæfni strax á dagskrá Fram að 2008 hafði Ísland náð verulegum heildarárangri á þessum sviðum en hrunið skildi eftir rekstrarskilyrði vaxandi iðnaðar í sárum. Eftir stendur þó að stoðir atvinnulífs á Íslandi eru fjölbreyttari en áður, m.a. vegna þeirrar uppbyggingar sem betri skilyrði íslenskra fyrirtækja á innri markaði Evrópu leiddu til. Sú uppbygging varð í frelsi. Haftasamfélag er hins vegar ekki frjálst heldur fyrirséð og stöðnun skammt undan. Ríkisstjórnin hefur gefið margt gott til kynna í stjórnarsáttmála og á fyrstu mánuðum sínum. Viljinn er fyrir hendi og iðnaðurinn tekur heilshugar undir markmið um afnám hafta, auknar framkvæmdir, nýsköpun og þróun, og allar aðgerðir sem miða að auknum stöðugleika í efnahagsumhverfinu. Óvissan á vinnumarkaði sýnir okkur að meira þarf til. Hagstjórnin getur ekki miðað markmið sín við neitt annað en frelsi og fótfestu fjölbreyttrar flóru fyrirtækja, til að fæðast og vaxa varanlega á Íslandi. Samkeppnishæfni Íslands verður að komast aftur á dagskrá ekki síðar en strax. Svarið til vinnumarkaðarins er að virkja drifkraft fjölbreytts iðnaðar. Ef slík stefna sést í verki og drifið sést snúast mun fólk trúa á efndir skynsamlegra markmiða kjarasamninga. Meðan ekki snýst er hætt við að samfélagið trúi ekki yfirlýstum markmiðum. Meira þarf en orð. Stefnuföst hagstjórn og snjallar útfærslur rekstrarskilyrða fyrirtækja sem skapa ný alþjóðleg tækifæri er svarið. Einungis þannig stækkum við kökuna, aukum þjóðarauðinn eins og þarf til að atvinnulífið taki vaxtarkipp. Iðnaðurinn er reiðubúinn.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun