Ó-tollaðan ostainnflutning strax Þórólfur Matthíasson skrifar 25. janúar 2014 06:00 Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) fór þess á leit við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið með bréfi 26.11.2013 að ráðuneytið heimilaði innflutning á ótolluðu smjöri til landsins þar sem ljóst væri að innlend framleiðsla dygði ekki til að fullnægja eftirspurn eftir rjóma og smjöri í desembermánuði. Hingað til hafa mjólkurafurðir aðeins verið fluttar inn á grundvelli skuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist í alþjóðasamningum. Mjólkurafurðir hafa ekki verið fluttar inn þó einstakar vörutegundir, sumir geita- og ærmjólkurostar til dæmis, séu alls ekki fáanlegir, eða hafi horfið úr verslunum um lengri eða skemmri tíma vegna framleiðslumistaka eða lítillar framleiðslugetu.Brotið í blað Beiðni SAM um ótollaðan innflutning smjörs til að vinna gegn vöruskorti brýtur blað í afstöðu talsmanna bænda og afurðastöðva til innflutnings mjólkurvarnings. Fram til þessa hafa talsmenn bænda og afurðastöðva haft mjög neikvæða afstöðu til þess takmarkaða innflutnings mjólkurvara sem stjórnvöld hafa neyðst til að samþykkja í skiptum fyrir lægri tolla á fiski. Talsmenn bænda og afurðastöðva hafa nú uppgötvað að vöruskortur getur eyðilagt mjólkurvörumarkaðinn og að það kunni að þjóna hagsmunum þeirra sjálfra að mjólkurvörur séu fluttar inn ótollaðar.Hvar eru sérostarnir? Framboð á sérostum úr kúamjólk á borð við þroskaðan Gouda, Jarlsberg, Gamle Ola, Sorte Sara, Munster, Port Salut, Gorgonsola og Parmesan er af skornum skammti. Eðli máls samkvæmt er ekkert framboð af íslenskum geitamjólkurostum, eða af ærmjólkurostum á borð við Roquefort, enda framleiðsla íslenskrar geitamjólkur og ærmjólkur fremur talin í desilítrum en lítrum og tonnum. Þess vegna er „íslenskur Feta-ostur“ úr kúamjólk en ekki geitamjólk.Lækkar verðbólgu Séu rök framkvæmdastjóra Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði í bréfi frá 26.11.2013 fyrir innflutningi smjörs yfirfærð á ostamarkaðinn er dagljóst að heimila eigi tollfrjálsan innflutning allra þeirra osta sem ekki eru framleiddir hér á landi alla mánuði ársins. Boltinn er nú hjá ráðherra atvinnuvega- og nýsköpunarmála. Ekki er að efa að hann bregðist hratt við þegar svo skýr skilaboð koma frá mjólkuriðnaðinum sjálfum. Ekki skaðar að tollfrjáls innflutningur osta sem ekki eru framleiddir hér á landi stuðlar að lækkun vöruverðs og dregur þar með úr verðbólguþrýstingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) fór þess á leit við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið með bréfi 26.11.2013 að ráðuneytið heimilaði innflutning á ótolluðu smjöri til landsins þar sem ljóst væri að innlend framleiðsla dygði ekki til að fullnægja eftirspurn eftir rjóma og smjöri í desembermánuði. Hingað til hafa mjólkurafurðir aðeins verið fluttar inn á grundvelli skuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist í alþjóðasamningum. Mjólkurafurðir hafa ekki verið fluttar inn þó einstakar vörutegundir, sumir geita- og ærmjólkurostar til dæmis, séu alls ekki fáanlegir, eða hafi horfið úr verslunum um lengri eða skemmri tíma vegna framleiðslumistaka eða lítillar framleiðslugetu.Brotið í blað Beiðni SAM um ótollaðan innflutning smjörs til að vinna gegn vöruskorti brýtur blað í afstöðu talsmanna bænda og afurðastöðva til innflutnings mjólkurvarnings. Fram til þessa hafa talsmenn bænda og afurðastöðva haft mjög neikvæða afstöðu til þess takmarkaða innflutnings mjólkurvara sem stjórnvöld hafa neyðst til að samþykkja í skiptum fyrir lægri tolla á fiski. Talsmenn bænda og afurðastöðva hafa nú uppgötvað að vöruskortur getur eyðilagt mjólkurvörumarkaðinn og að það kunni að þjóna hagsmunum þeirra sjálfra að mjólkurvörur séu fluttar inn ótollaðar.Hvar eru sérostarnir? Framboð á sérostum úr kúamjólk á borð við þroskaðan Gouda, Jarlsberg, Gamle Ola, Sorte Sara, Munster, Port Salut, Gorgonsola og Parmesan er af skornum skammti. Eðli máls samkvæmt er ekkert framboð af íslenskum geitamjólkurostum, eða af ærmjólkurostum á borð við Roquefort, enda framleiðsla íslenskrar geitamjólkur og ærmjólkur fremur talin í desilítrum en lítrum og tonnum. Þess vegna er „íslenskur Feta-ostur“ úr kúamjólk en ekki geitamjólk.Lækkar verðbólgu Séu rök framkvæmdastjóra Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði í bréfi frá 26.11.2013 fyrir innflutningi smjörs yfirfærð á ostamarkaðinn er dagljóst að heimila eigi tollfrjálsan innflutning allra þeirra osta sem ekki eru framleiddir hér á landi alla mánuði ársins. Boltinn er nú hjá ráðherra atvinnuvega- og nýsköpunarmála. Ekki er að efa að hann bregðist hratt við þegar svo skýr skilaboð koma frá mjólkuriðnaðinum sjálfum. Ekki skaðar að tollfrjáls innflutningur osta sem ekki eru framleiddir hér á landi stuðlar að lækkun vöruverðs og dregur þar með úr verðbólguþrýstingi.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar