Refsilaust Ísland 2014 Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2014 06:00 Ráðherra heilbrigðismála sagði við Harmageddon í gær að hann væri til í að skoða afglæpavæðingu fíkniefna ef fram koma nægilega góð rök. Frá því löggjöfin um ávana- og fíkniefni varð til árið 1974 – fyrir 40 árum – hefur lögreglumálum tengdum fíkniefnum stöðugt fjölgað, fjöldi handtekinna manna margfaldast og magn haldlagðra fíkniefna verður æ meira. Þeim sem afplána fangelsisrefsingar hér á landi vegna slíkra brota hefur fjölgað mjög mikið. Árið 1981 var 21 einstaklingur í fangelsi vegna fíkniefnabrota, 112 árið 2006 og 89 árið 2009. Síðastnefnda árið voru slíkir fangar tæplega þriðjungur allra fanga í íslenskum fangelsum. Hvert fíkniefnabrot og hver refsing kostar háar fjárhæðir. Hverju slíku máli fylgir vinna lögreglumanna, jafnvel tollvarða, síðan lögmanna, ákærenda og dómara og að lokum fangelsisyfirvalda. Í langflestum tilfellum eru það síðan ekki einu sinni þeir sem bera ábyrgð á innflutningi, sölu og njóta þannig hagnaðar af fíkniefnasölunni sem dregnir eru fyrir dóm, heldur „minnimáttar“ mennirnir, neytendur – þeir sem verða undir í samfélaginu vegna vandans. Stjórnvöld hafa sett metnaðarfull markmið, skemmst er að minnast „Fíkniefnalauss Íslands árið 2000“, og lagst í herferðir sem hafa það að markmiði að sporna við vandanum. Neyslan heldur þó áfram að vera vandamál sem ekki sér fyrir endann á, jafnvel þótt menn hafi gert sér vonir um annað. Ráðherra kallar eftir nægilega góðum rökum fyrir afglæpavæðingunni. Rökin eru alls staðar. Það sem ráðherra ætti frekar að skoða er hver rökin fyrir þeirri þungu refsistefnu sem við framfylgjum eru. Miðað við reynsluna, hinn takmarkaða árangur og gríðarlega tilkostnað er erfitt að sjá hver þau eru, ef nokkur. Í greinargerð með hegningarlögum segir: „Refsingu ber ekki að beita, nema nauðsyn krefji, og ætla megi, að hún nái tilgangi sínum.“ Refsingar fyrir fíkniefnaneyslu ná ekki tilgangi sínum. Samt er þeim beitt. Það ættu að vera nægilega góð rök. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ráðherra heilbrigðismála sagði við Harmageddon í gær að hann væri til í að skoða afglæpavæðingu fíkniefna ef fram koma nægilega góð rök. Frá því löggjöfin um ávana- og fíkniefni varð til árið 1974 – fyrir 40 árum – hefur lögreglumálum tengdum fíkniefnum stöðugt fjölgað, fjöldi handtekinna manna margfaldast og magn haldlagðra fíkniefna verður æ meira. Þeim sem afplána fangelsisrefsingar hér á landi vegna slíkra brota hefur fjölgað mjög mikið. Árið 1981 var 21 einstaklingur í fangelsi vegna fíkniefnabrota, 112 árið 2006 og 89 árið 2009. Síðastnefnda árið voru slíkir fangar tæplega þriðjungur allra fanga í íslenskum fangelsum. Hvert fíkniefnabrot og hver refsing kostar háar fjárhæðir. Hverju slíku máli fylgir vinna lögreglumanna, jafnvel tollvarða, síðan lögmanna, ákærenda og dómara og að lokum fangelsisyfirvalda. Í langflestum tilfellum eru það síðan ekki einu sinni þeir sem bera ábyrgð á innflutningi, sölu og njóta þannig hagnaðar af fíkniefnasölunni sem dregnir eru fyrir dóm, heldur „minnimáttar“ mennirnir, neytendur – þeir sem verða undir í samfélaginu vegna vandans. Stjórnvöld hafa sett metnaðarfull markmið, skemmst er að minnast „Fíkniefnalauss Íslands árið 2000“, og lagst í herferðir sem hafa það að markmiði að sporna við vandanum. Neyslan heldur þó áfram að vera vandamál sem ekki sér fyrir endann á, jafnvel þótt menn hafi gert sér vonir um annað. Ráðherra kallar eftir nægilega góðum rökum fyrir afglæpavæðingunni. Rökin eru alls staðar. Það sem ráðherra ætti frekar að skoða er hver rökin fyrir þeirri þungu refsistefnu sem við framfylgjum eru. Miðað við reynsluna, hinn takmarkaða árangur og gríðarlega tilkostnað er erfitt að sjá hver þau eru, ef nokkur. Í greinargerð með hegningarlögum segir: „Refsingu ber ekki að beita, nema nauðsyn krefji, og ætla megi, að hún nái tilgangi sínum.“ Refsingar fyrir fíkniefnaneyslu ná ekki tilgangi sínum. Samt er þeim beitt. Það ættu að vera nægilega góð rök.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun