Refsilaust Ísland 2014 Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2014 06:00 Ráðherra heilbrigðismála sagði við Harmageddon í gær að hann væri til í að skoða afglæpavæðingu fíkniefna ef fram koma nægilega góð rök. Frá því löggjöfin um ávana- og fíkniefni varð til árið 1974 – fyrir 40 árum – hefur lögreglumálum tengdum fíkniefnum stöðugt fjölgað, fjöldi handtekinna manna margfaldast og magn haldlagðra fíkniefna verður æ meira. Þeim sem afplána fangelsisrefsingar hér á landi vegna slíkra brota hefur fjölgað mjög mikið. Árið 1981 var 21 einstaklingur í fangelsi vegna fíkniefnabrota, 112 árið 2006 og 89 árið 2009. Síðastnefnda árið voru slíkir fangar tæplega þriðjungur allra fanga í íslenskum fangelsum. Hvert fíkniefnabrot og hver refsing kostar háar fjárhæðir. Hverju slíku máli fylgir vinna lögreglumanna, jafnvel tollvarða, síðan lögmanna, ákærenda og dómara og að lokum fangelsisyfirvalda. Í langflestum tilfellum eru það síðan ekki einu sinni þeir sem bera ábyrgð á innflutningi, sölu og njóta þannig hagnaðar af fíkniefnasölunni sem dregnir eru fyrir dóm, heldur „minnimáttar“ mennirnir, neytendur – þeir sem verða undir í samfélaginu vegna vandans. Stjórnvöld hafa sett metnaðarfull markmið, skemmst er að minnast „Fíkniefnalauss Íslands árið 2000“, og lagst í herferðir sem hafa það að markmiði að sporna við vandanum. Neyslan heldur þó áfram að vera vandamál sem ekki sér fyrir endann á, jafnvel þótt menn hafi gert sér vonir um annað. Ráðherra kallar eftir nægilega góðum rökum fyrir afglæpavæðingunni. Rökin eru alls staðar. Það sem ráðherra ætti frekar að skoða er hver rökin fyrir þeirri þungu refsistefnu sem við framfylgjum eru. Miðað við reynsluna, hinn takmarkaða árangur og gríðarlega tilkostnað er erfitt að sjá hver þau eru, ef nokkur. Í greinargerð með hegningarlögum segir: „Refsingu ber ekki að beita, nema nauðsyn krefji, og ætla megi, að hún nái tilgangi sínum.“ Refsingar fyrir fíkniefnaneyslu ná ekki tilgangi sínum. Samt er þeim beitt. Það ættu að vera nægilega góð rök. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Ráðherra heilbrigðismála sagði við Harmageddon í gær að hann væri til í að skoða afglæpavæðingu fíkniefna ef fram koma nægilega góð rök. Frá því löggjöfin um ávana- og fíkniefni varð til árið 1974 – fyrir 40 árum – hefur lögreglumálum tengdum fíkniefnum stöðugt fjölgað, fjöldi handtekinna manna margfaldast og magn haldlagðra fíkniefna verður æ meira. Þeim sem afplána fangelsisrefsingar hér á landi vegna slíkra brota hefur fjölgað mjög mikið. Árið 1981 var 21 einstaklingur í fangelsi vegna fíkniefnabrota, 112 árið 2006 og 89 árið 2009. Síðastnefnda árið voru slíkir fangar tæplega þriðjungur allra fanga í íslenskum fangelsum. Hvert fíkniefnabrot og hver refsing kostar háar fjárhæðir. Hverju slíku máli fylgir vinna lögreglumanna, jafnvel tollvarða, síðan lögmanna, ákærenda og dómara og að lokum fangelsisyfirvalda. Í langflestum tilfellum eru það síðan ekki einu sinni þeir sem bera ábyrgð á innflutningi, sölu og njóta þannig hagnaðar af fíkniefnasölunni sem dregnir eru fyrir dóm, heldur „minnimáttar“ mennirnir, neytendur – þeir sem verða undir í samfélaginu vegna vandans. Stjórnvöld hafa sett metnaðarfull markmið, skemmst er að minnast „Fíkniefnalauss Íslands árið 2000“, og lagst í herferðir sem hafa það að markmiði að sporna við vandanum. Neyslan heldur þó áfram að vera vandamál sem ekki sér fyrir endann á, jafnvel þótt menn hafi gert sér vonir um annað. Ráðherra kallar eftir nægilega góðum rökum fyrir afglæpavæðingunni. Rökin eru alls staðar. Það sem ráðherra ætti frekar að skoða er hver rökin fyrir þeirri þungu refsistefnu sem við framfylgjum eru. Miðað við reynsluna, hinn takmarkaða árangur og gríðarlega tilkostnað er erfitt að sjá hver þau eru, ef nokkur. Í greinargerð með hegningarlögum segir: „Refsingu ber ekki að beita, nema nauðsyn krefji, og ætla megi, að hún nái tilgangi sínum.“ Refsingar fyrir fíkniefnaneyslu ná ekki tilgangi sínum. Samt er þeim beitt. Það ættu að vera nægilega góð rök.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun