Fylkjum liði í menntamálum Skúli Helgason skrifar 21. janúar 2014 06:00 Skólamál eru einn mikilvægasti málaflokkur stjórnmálanna og geta skipt sköpum fyrir velferð og hagsæld samfélagsins. Verulegu fjármagni er varið til menntamála, einkum þeirra skólastiga sem eru á forræði sveitarfélaga. Í leikskólum og grunnskólum er unnið gott starf, sem birtist í jákvæðum viðhorfum nemenda og forelda. En miklar áskoranir felast í brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum, háu hlutfalli drengja sem ekki nýtur sín í skóla, fjölbreytileika nemendahópsins og óviðunandi starfskjörum kennara. Umræða um þessi atriði hefur staðið árum saman en árangur lætur á sér standa – kannski vegna þess að við hlustum ekki nægilega vel á fagfólkið sem vinnur verkin.Forgangsverkefni Ný PISA-könnun sýnir að staða íslenskra nemenda hefur versnað í undirstöðugreinum, einkum á landsbyggðinni. Í Reykjavík er árangur nemenda í stærðfræði yfir meðaltali Norðurlanda en undir í lestri og náttúrufræði. Sérstaklega hallar þar á drengi sem rímar við nýlegar niðurstöður um að 30% drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. Afleiðingarnar eru afdrifaríkar fyrir ungt fólk á leið út í lífið. Það verður að vera forgangsverkefni að efla læsi og lesskilning allra barna og beita þeim aðferðum sem skila árangri.Leið til jafnaðar Ég er jafnaðarmaður og trúi því að samfélaginu farnist best ef allir hafa jöfn tækifæri til að láta drauma sína rætast. Það er krefjandi markmið en leiðin að því liggur um menntakerfið, þar getum við og eigum að nesta börnin okkar fyrir framtíðina. Það eru ekki önnur tækifæri til að leggja grunninn. Árangur mun á endanum ráðast af því að stjórnvöld og fagfólk í skólum vinni saman að mótun markmiða og aðgerða, þar með talið um hvernig megi auka veg og virðingu kennarastarfsins. Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum við að mynda slíka breiðfylkingu. Ég býð mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar 7.-8. febrúar, ekki síst til að beita mér í þessum mikilvæga málaflokki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Skólamál eru einn mikilvægasti málaflokkur stjórnmálanna og geta skipt sköpum fyrir velferð og hagsæld samfélagsins. Verulegu fjármagni er varið til menntamála, einkum þeirra skólastiga sem eru á forræði sveitarfélaga. Í leikskólum og grunnskólum er unnið gott starf, sem birtist í jákvæðum viðhorfum nemenda og forelda. En miklar áskoranir felast í brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum, háu hlutfalli drengja sem ekki nýtur sín í skóla, fjölbreytileika nemendahópsins og óviðunandi starfskjörum kennara. Umræða um þessi atriði hefur staðið árum saman en árangur lætur á sér standa – kannski vegna þess að við hlustum ekki nægilega vel á fagfólkið sem vinnur verkin.Forgangsverkefni Ný PISA-könnun sýnir að staða íslenskra nemenda hefur versnað í undirstöðugreinum, einkum á landsbyggðinni. Í Reykjavík er árangur nemenda í stærðfræði yfir meðaltali Norðurlanda en undir í lestri og náttúrufræði. Sérstaklega hallar þar á drengi sem rímar við nýlegar niðurstöður um að 30% drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. Afleiðingarnar eru afdrifaríkar fyrir ungt fólk á leið út í lífið. Það verður að vera forgangsverkefni að efla læsi og lesskilning allra barna og beita þeim aðferðum sem skila árangri.Leið til jafnaðar Ég er jafnaðarmaður og trúi því að samfélaginu farnist best ef allir hafa jöfn tækifæri til að láta drauma sína rætast. Það er krefjandi markmið en leiðin að því liggur um menntakerfið, þar getum við og eigum að nesta börnin okkar fyrir framtíðina. Það eru ekki önnur tækifæri til að leggja grunninn. Árangur mun á endanum ráðast af því að stjórnvöld og fagfólk í skólum vinni saman að mótun markmiða og aðgerða, þar með talið um hvernig megi auka veg og virðingu kennarastarfsins. Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum við að mynda slíka breiðfylkingu. Ég býð mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar 7.-8. febrúar, ekki síst til að beita mér í þessum mikilvæga málaflokki.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun