
Bregðum ekki fæti fyrir nýsköpun
Það er athyglisvert að yfirvöld nýta ekki öll tækifæri sem styðja nýsköpun, sem sum þarfnast ekki framlags úr ríkissjóði.
Nýsköpun hjá Lyfjastofnun
Á árinu 2006 réðst Lyfjastofnun í það nýsköpunarverkefni að meta umsóknir um markaðsleyfi fyrir samheitalyf að fullu, í stað þess að byggja matið á vinnu sérfræðinga annarrar lyfjastofnunar á Evrópska efnahagssvæðinu EES. Til að þetta væri framkvæmanlegt þurfti að fjölga sérfræðingum og þróa verkefnið. Lyfjafyrirtækin óska eftir þjónustunni og greiða fyrir hana. Hér er um samkeppni að ræða við aðrar lyfjastofnanir á EES. Með því að meta þessar umsóknir hér skapast gjaldeyristekjur og atvinnutækifæri fyrir hámenntaða sérfræðinga auk starfa hjá íslenskum lyfjafyrirtækjum.
Heftandi áhrif fjárlaga
Í kjölfar bankahrunsins var gerð krafa um lækkun rekstrarkostnaðar hjá Lyfjastofnun eins og hjá öðrum ríkisstofnunum. Skipti þá ekki máli hvort stofnanir voru fjármagnaðar af sjálfsaflafé, eins og Lyfjastofnun, eða með framlagi úr ríkissjóði. Í tilviki Lyfjastofnunar þýddu fjárheimildir fjárlaga höft á þróun nýsköpunarverkefnisins, en heimild fjárlaga var lægri en rekstraráætlanir stofnunarinnar. Þegar tekjumarki fjárheimilda er náð á stofnunin erfitt með sinna nýjum verkefnum, þrátt fyrir að greiðsla sé tryggð. Ekki hefur verið heimilt að nýta tekjur umfram fjárheimildir, sem hefur bein áhrif á þjónustustig stofnunarinnar.
Mikil tregða hefur verið hjá fjárveitingavaldinu að hækka fjárheimild stofnunarinnar í samræmi við áætlun hennar um tekjur og því hefur stofnunin hvorki haft möguleika á að þróa verkefni frekar né efla starfsemina eins og stefnt var að. Ýmis lyfjafyrirtæki, s.s. Actavis og Alvogen, hafa áhuga á að Lyfjastofnun þjónusti þau frekar en þegar er gert og taki að sér verkefni sem að öðrum kosti eru unnin af öðrum lyfjastofnunum á EES.
Önnur tækifæri
Eitt af lögbundnum hlutverkum stofnunarinnar er að meta umsóknir um klínískar rannsóknir á sviði lyfja og lækningatækja. Lyfjastofnun tók við málaflokknum lækningatæki í maí 2011. Ekki hefur tekist að finna lausn á fjármögnun málaflokksins og er staðan sú að ekki er gert ráð fyrir framlagi úr ríkissjóði eða fjárheimild í fjárlögum. Lyfjastofnun hefur því ekki möguleika á að meta klínískar rannsóknir á lækningatækjum eða sinna málaflokknum nema að mjög takmörkuðu leyti. Stofnuninni er óheimilt að nýta tekjur af lyfjamálum í að þjónusta lækningatækjamálaflokkinn. Sprotafyrirtækjum í lækningatækjaframleiðslu er því gert erfitt fyrir að framkvæma rannsóknir á Íslandi.
Hvað er til ráða?
Þegar stofnunum eru fengin ný verkefni samkvæmt lögum er nauðsynlegt að tryggt sé að verkefnum fylgi fjármagn til að sinna þeim á viðunandi hátt.
Lyfjastofnun verður að hafa heimild til að sinna þeim verkefnum sem viðskiptavinir stofnunarinnar óska eftir, í samræmi við þær tekjur sem stofnunin aflar. Allt sem þarf er vilji fjárveitingavaldsins og löggjafans til að leysa vandann þannig að stofnunin hafi tök á veita þá nýsköpunarþjónustu sem fyrirtækin óska eftir og greiða fyrir.
Við getum gert betur
Það má ekki gleyma mikilvægri þjónustu opinberra stofnana sem fyrirtækin reiða sig á. Lyfjastofnun er rekin fyrir þjónustugjöld frá lyfjafyrirtækjum en hefur ekki heimild til að nýta þau til fulls. Föst fjárheimild í fjárlögum hentar ekki slíkri starfsemi. Fjöldi umsókna er ekki þekktur í upphafi árs og gjöldin eiga að standa straum af kostnaði við að afgreiða verkefnin. Takmörkun fjárheimilda Lyfjastofnunar skerðir möguleika þessara fyrirtækja á að byggja upp atvinnustarfsemi á Íslandi. Hafa skal í huga að þessi atvinnustarfsemi skapar verðmæt störf hámenntaðra sérfræðinga og ekki má gleyma gjaldeyrisöflun og skatttekjum fyrir ríkissjóð.
Skoðun

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar

Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð
Ólafur Sigurðsson skrifar

Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga
Marta Wieczorek skrifar

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar