Vertu á verði Elín Hirst skrifar 13. janúar 2014 09:28 Almenn ánægja var með það í þjóðfélaginu skömmu fyrir jól þegar samningar náðust á hinum almenna vinnumarkaði um hóflegar launahækkanir til þess að standa vörð um stöðugleikann í landinu. Nú þegar nýgerðir kjarasamningar bíða staðfestingar berast afar slæm tíðindi um verðhækkanir vítt og breytt um þjóðfélagið. Ekki er mikill tími til stefnu til að vinda ofan af þessari þróun. Undirbúningur að atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn er þegar hafin og niðurstaðan á að liggja fyrir 22. janúar. Það er líka gott að sjá að menn ætla alls ekki að gefast upp og láta verðbólguna taka völdin enn einu sinni. Aðildarfélög ASÍ hafa hrundið af stað frábæru átaki til að sporna gegn óeðlilegum verðhækkunum sem landsmenn eru að verða fyrir barðinu á um þessar mundir, vertuaverdi.is. Það er frekar ófögur sjón að sjá þegar maður skoðar þessa síðu hversu margir hafa þegar stokkið á verðhækkunarvagninn. En þeir geta bætt ráð sitt. Samkvæmt ASÍ er markmiðið með átakinu tvíþætt: Annars vegar að veita verslunar- og þjónustuaðilum aðhald, hvetja þá til að sýna ábyrgð og stöðva verðhækkanir. Hins vegar að að brýna fyrir almenningi að vera á verði og fylgjast vel með þróun verðlags. Vilja menn virkilega fórna þeim tækifærum sem við höfum til að auka stöðugleikann í landinu. Ég vona svo sannarlega að þeir sem hafa hækkað verð sjái að sér og afturkalli verðhækkanir. Emmessís dró til dæmis til baka boðaða verðhækkun fyrir nokkrum dögum sem var til fyrirmyndar og fleiri hafa gert slíkt hið sama. Neytendur ættu líka að láta sig það miklu máli skipta hvaða fyrirtæki það eru sem ætla ekki að taka þátt í þeirri samstöðu sem nauðsynleg er til að halda aftur af verðhækkunum og þar með verðbólgunni í landinu, sem er okkar helsti óvinur. Við þurfum að standa saman og rjúfa vítahring verðhækkana og verðbólgu. Ég hvet fólk til að nota þetta góða framtak til að láta vita af óeðlilegum verðhækkunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Almenn ánægja var með það í þjóðfélaginu skömmu fyrir jól þegar samningar náðust á hinum almenna vinnumarkaði um hóflegar launahækkanir til þess að standa vörð um stöðugleikann í landinu. Nú þegar nýgerðir kjarasamningar bíða staðfestingar berast afar slæm tíðindi um verðhækkanir vítt og breytt um þjóðfélagið. Ekki er mikill tími til stefnu til að vinda ofan af þessari þróun. Undirbúningur að atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn er þegar hafin og niðurstaðan á að liggja fyrir 22. janúar. Það er líka gott að sjá að menn ætla alls ekki að gefast upp og láta verðbólguna taka völdin enn einu sinni. Aðildarfélög ASÍ hafa hrundið af stað frábæru átaki til að sporna gegn óeðlilegum verðhækkunum sem landsmenn eru að verða fyrir barðinu á um þessar mundir, vertuaverdi.is. Það er frekar ófögur sjón að sjá þegar maður skoðar þessa síðu hversu margir hafa þegar stokkið á verðhækkunarvagninn. En þeir geta bætt ráð sitt. Samkvæmt ASÍ er markmiðið með átakinu tvíþætt: Annars vegar að veita verslunar- og þjónustuaðilum aðhald, hvetja þá til að sýna ábyrgð og stöðva verðhækkanir. Hins vegar að að brýna fyrir almenningi að vera á verði og fylgjast vel með þróun verðlags. Vilja menn virkilega fórna þeim tækifærum sem við höfum til að auka stöðugleikann í landinu. Ég vona svo sannarlega að þeir sem hafa hækkað verð sjái að sér og afturkalli verðhækkanir. Emmessís dró til dæmis til baka boðaða verðhækkun fyrir nokkrum dögum sem var til fyrirmyndar og fleiri hafa gert slíkt hið sama. Neytendur ættu líka að láta sig það miklu máli skipta hvaða fyrirtæki það eru sem ætla ekki að taka þátt í þeirri samstöðu sem nauðsynleg er til að halda aftur af verðhækkunum og þar með verðbólgunni í landinu, sem er okkar helsti óvinur. Við þurfum að standa saman og rjúfa vítahring verðhækkana og verðbólgu. Ég hvet fólk til að nota þetta góða framtak til að láta vita af óeðlilegum verðhækkunum.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar