Evrópskt efnahagssvæði í 20 ár Svana Helen Björnsdóttir skrifar 10. janúar 2014 07:00 Þann 1. janúar sl. voru 20 ár liðin frá því Íslendingar gerðust aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), sameiginlegu markaðssvæði 31 Evrópuríkis. Aðgangurinn að innri markaði Evrópu hefur haft mikla þýðingu, bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Samningurinn tryggði Íslendingum frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga, sameiginlegan vinnumarkað og þar með frjálsa fólksflutninga – eða svokallað fjórfrelsi. Með EES-samningnum voru í fyrsta sinn innleiddar samkeppnisreglur sem veita neytendum vernd gegn einokun.Samtök iðnaðarins 20 ára Það er engin tilviljun að Samtök iðnaðarins á Íslandi tóku til starfa sama dag og EES-samningurinn tók gildi. Við stofnun samtakanna þurfti að leysa ýmis erfið þrætumál og leggja varð minni og sérhagsmuni til hliðar. Það voru hinir stóru og sameiginlegu hagsmunir sem réðu því að það tókst að mynda stærstu samtök fyrirtækja á Íslandi. Með stofnun SI skapaði íslenskur iðnaður sér sameiginlegan vettvang til að vinna að hagsmunamálum iðnaðarins og um leið sköpuðu fyrirtækin innan samtakanna sér stöðu sem samræmdist mikilvægi framlags þeirra til þjóðarbúsins. Menn töldu þá sem nú mikilvægt að snúa bökum saman í sókn á opna alþjóðlega markaði. Eitt af þeim málum sem heitast brann á stjórnendum fyrirtækja var sveiflujöfnun í íslensku efnahagslífi, þannig að gera mætti áreiðanlegri rekstraráætlanir. Það hefur enn ekki tekist og þar til það tekst búa íslensk fyrirtæki við lakari rekstrarskilyrði en samkeppnisaðilar þeirra erlendis.Samkeppnisstaða Íslands Fyrirtæki landsins og fólkið sem þar starfar eru hinir eiginlegu skaparar verðmætanna sem lífskjör þjóðarinnar byggja á. Þó er til lítils að framleiða verðmæti ef ekki er hægt að koma þeim í verð á markaði. Þess vegna skiptir aðgangur að innri markaði Evrópu höfuðmáli fyrir lífskjör Íslendinga. Evrópusambandið er í mikilli þróun og um leið er EES-samningurinn að úreldast. Gott dæmi um það er fríverslunarsamningur ESB við Bandaríkin, sem Íslendingar munu ekki eiga aðild að. Við sem á Íslandi búum þurfum ekki aðeins að verjast heldur jafnframt að sækja fram og ná að nýta tækifærin sem bjóðast í hinni hörðu alþjóðlegu samkeppni, m.a. um fólk og fyrirtæki. Lífskjör okkar í framtíðinni byggjast á því.Til mikils að vinna Það hefði átt að leiða aðildarviðræður Íslands við ESB til lykta og fyrir því eru margar góðar ástæður. Sú fyrsta er að málið er og verður þrætuepli þar til úr því fæst skorið hver vilji þjóðarinnar er. Önnur ástæða er sú að okkur er hollt að rýna okkur til gagns þær kröfur sem ESB gerir til sambandsríkja sinna um góða hagstjórn. Á henni byggir stöðugleikinn sem fyrirtækin innan Samtaka iðnaðarins hafa barist fyrir í 20 ár. Það er óvíst að EES-samningurinn muni í framtíðinni tryggja aðgang að innri markaði Evrópu. Bregðist hann verður samningsstaða okkar mun verri en nú er. Lífskjör munu versna og frelsi landsmanna meðal þjóða skerðast. Því þarf að hefja aðildarviðræðurnar á ný og láta þjóðina að þeim loknum taka afstöðu í einu afdrifaríkasta hagsmunamáli sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar sl. voru 20 ár liðin frá því Íslendingar gerðust aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), sameiginlegu markaðssvæði 31 Evrópuríkis. Aðgangurinn að innri markaði Evrópu hefur haft mikla þýðingu, bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Samningurinn tryggði Íslendingum frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga, sameiginlegan vinnumarkað og þar með frjálsa fólksflutninga – eða svokallað fjórfrelsi. Með EES-samningnum voru í fyrsta sinn innleiddar samkeppnisreglur sem veita neytendum vernd gegn einokun.Samtök iðnaðarins 20 ára Það er engin tilviljun að Samtök iðnaðarins á Íslandi tóku til starfa sama dag og EES-samningurinn tók gildi. Við stofnun samtakanna þurfti að leysa ýmis erfið þrætumál og leggja varð minni og sérhagsmuni til hliðar. Það voru hinir stóru og sameiginlegu hagsmunir sem réðu því að það tókst að mynda stærstu samtök fyrirtækja á Íslandi. Með stofnun SI skapaði íslenskur iðnaður sér sameiginlegan vettvang til að vinna að hagsmunamálum iðnaðarins og um leið sköpuðu fyrirtækin innan samtakanna sér stöðu sem samræmdist mikilvægi framlags þeirra til þjóðarbúsins. Menn töldu þá sem nú mikilvægt að snúa bökum saman í sókn á opna alþjóðlega markaði. Eitt af þeim málum sem heitast brann á stjórnendum fyrirtækja var sveiflujöfnun í íslensku efnahagslífi, þannig að gera mætti áreiðanlegri rekstraráætlanir. Það hefur enn ekki tekist og þar til það tekst búa íslensk fyrirtæki við lakari rekstrarskilyrði en samkeppnisaðilar þeirra erlendis.Samkeppnisstaða Íslands Fyrirtæki landsins og fólkið sem þar starfar eru hinir eiginlegu skaparar verðmætanna sem lífskjör þjóðarinnar byggja á. Þó er til lítils að framleiða verðmæti ef ekki er hægt að koma þeim í verð á markaði. Þess vegna skiptir aðgangur að innri markaði Evrópu höfuðmáli fyrir lífskjör Íslendinga. Evrópusambandið er í mikilli þróun og um leið er EES-samningurinn að úreldast. Gott dæmi um það er fríverslunarsamningur ESB við Bandaríkin, sem Íslendingar munu ekki eiga aðild að. Við sem á Íslandi búum þurfum ekki aðeins að verjast heldur jafnframt að sækja fram og ná að nýta tækifærin sem bjóðast í hinni hörðu alþjóðlegu samkeppni, m.a. um fólk og fyrirtæki. Lífskjör okkar í framtíðinni byggjast á því.Til mikils að vinna Það hefði átt að leiða aðildarviðræður Íslands við ESB til lykta og fyrir því eru margar góðar ástæður. Sú fyrsta er að málið er og verður þrætuepli þar til úr því fæst skorið hver vilji þjóðarinnar er. Önnur ástæða er sú að okkur er hollt að rýna okkur til gagns þær kröfur sem ESB gerir til sambandsríkja sinna um góða hagstjórn. Á henni byggir stöðugleikinn sem fyrirtækin innan Samtaka iðnaðarins hafa barist fyrir í 20 ár. Það er óvíst að EES-samningurinn muni í framtíðinni tryggja aðgang að innri markaði Evrópu. Bregðist hann verður samningsstaða okkar mun verri en nú er. Lífskjör munu versna og frelsi landsmanna meðal þjóða skerðast. Því þarf að hefja aðildarviðræðurnar á ný og láta þjóðina að þeim loknum taka afstöðu í einu afdrifaríkasta hagsmunamáli sínu.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun