Vörur sem tryggja árangur 7. janúar 2014 16:30 Sportlíf styrkir fjölmarga íþróttamenn hérlendis. Meðal þeirra eru Heiða Berta og Magnea Gunnarsdóttir en báðar keppa þær í módelfitness. Mynd/Daníel Sportlíf rekur þrjár verslanir á Stór-Reykjavíkursvæðinu auk netverslunarinnar sportlif.is. Markmið fyrirtækisins hefur alltaf verið að hjálpa viðskiptavinum sínum að ná eigin markmiðum varðandi heilsu, líkamshreysti og útlit með gagnlegum upplýsingum, hvatningu og réttum fæðubótarefnum að sögn Hallgríms Andra Ingvarssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Við bjóðum upp á úrval viðurkenndra og árangursríkra fæðubótarefna og erum til dæmis með umboð fyrir SciTec Nutrition og Stacker2 á Íslandi. Einnig má nefna að við sendum allar vörur frítt um allt land.“ Fyrirtækið styrkir um það bil þrjátíu íþróttamenn sem keppa í ólíkum íþróttum eins og fótbolta, handbolta, boxi, CrossFit og BootCamp. „Síðan styrkjum við auðvitað mjög marga sem leggja stund á vaxtarrækt, módelfitness og fitness. Meðal þeirra má nefna Ólaf Þór, unglingameistara í fitness, Valgeir Gauta, Íslandsmeistara í vaxtarrækt árið 2012, og Katrínu Eddu, bikarmeistara í módelfitness. Einn efnilegasti keppandinn í módelfitness hér á landi er hún Magnea Gunnarsdóttir og SciTec Nutrition hefur ákveðið að styrkja hana með fæðubótarefnum.“ Sem fyrr segir er Sportlíf umboðsaðili fyrir SciTec Nutrition á Íslandi en fyrirtækið er hið stærsta sinnar tegundar í Evrópu, að sögn Hallgríms, og leiðandi á markaðnum. „SciTec Nutrition selur yfir 1.500 tonn af prótíni á hverju ári. Þeir bjóða upp á 200 vörutegundir með um 700 mismunandi bragðefnum og í ólíkum stærðum.“ Að sögn Hallgríms framleiðir SciTec Nutrition allar sínar vörur og eru þær um leið allar með svo kallaða GMP-vottun (Good Manufacturing Practice) auk þess að vera framleiddar með ISO 22000- og Certified Food Safety (HACCP)-stimplunum. „Vörurnar eru auk þess allar „doping free“ og því geta allir íþróttamenn tekið vörurnar inn í fullri vissu um að þeir standist öll lyfjapróf.“ Hallgrímur segir SciTec vera tryggingu fyrir gæðum. Því til stuðnings nefnir hann að fyrirtækið birti á heimasíðu sinni niðurstöður úr rannsóknum á hverri einustu framleiðslulotu á prótínum sem það framleiðir. Þannig geti þeir fullvissað viðskiptavini sína um gæði og hreinleika varanna. „Viðskiptavinir geta farið inn á vef fyrirtækisins og flett upp því prótíni sem þeir hafa keypt. Slóðin er: www.sciteconline.com/language/en/protein_analysis.php?ver=1.“ Auk SciTec Nutrition hafa vörurnar frá Stacker2 verið mjög vinsælar hér á landi undanfarin ár. Þar má helst nefna HELL N.O. sem tekið er inn fyrir æfingar og Stacker 4-brennslutöflurnar sem eru taldar þær sterkustu í Evrópu. „Stacker2 hafa einnig boðið Heiðu Bertu styrktarsamning en hún er keppandi í módelfitness hjá WBFF-sambandinu. Hún er með „pro card“ hjá WBFF-sambandinu sem hún öðlaðist þegar hún vann Íslandsmót WBFF árið 2012. Þá getur hún aðeins tekið þátt í atvinnumannamótum og hefur keppt erlendis með góðum árangri. Heiða Berta stundar nám í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík og er með sérstaka aðdáendasíðu á Facebook. Þar fylgjast rúmlega 5.000 manns úti um allan heim með ferli hennar í módelfitness.“ Hallgrímur segir bæði Magneu Gunnarsdóttur og Heiðu Bertu Guðmundsdóttur eiga framtíðina fyrir sér í íþróttum. „Þess vegna hafa þær líka ákveðið að velja einungis fæðubótarefni frá Sportlífi því þær geta treyst vörum okkar og þær hafa reynst þeim vel.“ Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Sportlíf rekur þrjár verslanir á Stór-Reykjavíkursvæðinu auk netverslunarinnar sportlif.is. Markmið fyrirtækisins hefur alltaf verið að hjálpa viðskiptavinum sínum að ná eigin markmiðum varðandi heilsu, líkamshreysti og útlit með gagnlegum upplýsingum, hvatningu og réttum fæðubótarefnum að sögn Hallgríms Andra Ingvarssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Við bjóðum upp á úrval viðurkenndra og árangursríkra fæðubótarefna og erum til dæmis með umboð fyrir SciTec Nutrition og Stacker2 á Íslandi. Einnig má nefna að við sendum allar vörur frítt um allt land.“ Fyrirtækið styrkir um það bil þrjátíu íþróttamenn sem keppa í ólíkum íþróttum eins og fótbolta, handbolta, boxi, CrossFit og BootCamp. „Síðan styrkjum við auðvitað mjög marga sem leggja stund á vaxtarrækt, módelfitness og fitness. Meðal þeirra má nefna Ólaf Þór, unglingameistara í fitness, Valgeir Gauta, Íslandsmeistara í vaxtarrækt árið 2012, og Katrínu Eddu, bikarmeistara í módelfitness. Einn efnilegasti keppandinn í módelfitness hér á landi er hún Magnea Gunnarsdóttir og SciTec Nutrition hefur ákveðið að styrkja hana með fæðubótarefnum.“ Sem fyrr segir er Sportlíf umboðsaðili fyrir SciTec Nutrition á Íslandi en fyrirtækið er hið stærsta sinnar tegundar í Evrópu, að sögn Hallgríms, og leiðandi á markaðnum. „SciTec Nutrition selur yfir 1.500 tonn af prótíni á hverju ári. Þeir bjóða upp á 200 vörutegundir með um 700 mismunandi bragðefnum og í ólíkum stærðum.“ Að sögn Hallgríms framleiðir SciTec Nutrition allar sínar vörur og eru þær um leið allar með svo kallaða GMP-vottun (Good Manufacturing Practice) auk þess að vera framleiddar með ISO 22000- og Certified Food Safety (HACCP)-stimplunum. „Vörurnar eru auk þess allar „doping free“ og því geta allir íþróttamenn tekið vörurnar inn í fullri vissu um að þeir standist öll lyfjapróf.“ Hallgrímur segir SciTec vera tryggingu fyrir gæðum. Því til stuðnings nefnir hann að fyrirtækið birti á heimasíðu sinni niðurstöður úr rannsóknum á hverri einustu framleiðslulotu á prótínum sem það framleiðir. Þannig geti þeir fullvissað viðskiptavini sína um gæði og hreinleika varanna. „Viðskiptavinir geta farið inn á vef fyrirtækisins og flett upp því prótíni sem þeir hafa keypt. Slóðin er: www.sciteconline.com/language/en/protein_analysis.php?ver=1.“ Auk SciTec Nutrition hafa vörurnar frá Stacker2 verið mjög vinsælar hér á landi undanfarin ár. Þar má helst nefna HELL N.O. sem tekið er inn fyrir æfingar og Stacker 4-brennslutöflurnar sem eru taldar þær sterkustu í Evrópu. „Stacker2 hafa einnig boðið Heiðu Bertu styrktarsamning en hún er keppandi í módelfitness hjá WBFF-sambandinu. Hún er með „pro card“ hjá WBFF-sambandinu sem hún öðlaðist þegar hún vann Íslandsmót WBFF árið 2012. Þá getur hún aðeins tekið þátt í atvinnumannamótum og hefur keppt erlendis með góðum árangri. Heiða Berta stundar nám í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík og er með sérstaka aðdáendasíðu á Facebook. Þar fylgjast rúmlega 5.000 manns úti um allan heim með ferli hennar í módelfitness.“ Hallgrímur segir bæði Magneu Gunnarsdóttur og Heiðu Bertu Guðmundsdóttur eiga framtíðina fyrir sér í íþróttum. „Þess vegna hafa þær líka ákveðið að velja einungis fæðubótarefni frá Sportlífi því þær geta treyst vörum okkar og þær hafa reynst þeim vel.“
Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira