Körfubolti

Tvenna Hlyns dugði ekki til í Íslendingaslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hlynur til hægri ásamt liðsfélaga sínum Jakobi Erni.
Hlynur til hægri ásamt liðsfélaga sínum Jakobi Erni. Vísir/Valli
Það var Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gærkvöldi þegar LF Basket og Sundsvall mættust. LF hafði að lokum betur, 87-73.

Haukur Helgi Pálsson skoraði níu stig fyrir LF Basket sem var yfir í hálfleik 43-38. Þeir héldu forystunni út allan síðari hálfleikinn og drekarnir frá Sundsvall náðu ekki að ógna LF almennilega.

Hlynur Bæringsson var með tvennu í liði Sundsvall, en hann skoraði 21 stig og tók tólf fráköst. Ægir Þór Steinarsson og Jakob Örn Sigurðarson skoruðu báðir níu stig og Ragnar Nathanaelsson bætti við tveimur.

Liðin eru nú jöfn í 2.-5. sæti með 22 stig, en topplið Norköpping er með 24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×