Körfubolti

Martin skoraði sigurkörfu LIU Brooklyn í nótt - 34 íslensk stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson með Garðari Erni Arnarsyni.
Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson með Garðari Erni Arnarsyni.
Elvar Már Friðriksson var stigahæstur hjá LIU Brooklyn í nótt þegar liðið fagnaði sínum fjórða sigri í röð nú eftir 73-72 sigur á New Hampshire í framlengdum leik. Það var hinsvegar Martin Hermannsson sem skoraði sigurkörfuna.

Íslensku bakverðirnir fóru á kostum í leiknum en Elvar Már var með 19 stig og 3 stoðsendingar en Martin Hermannson skoraði 15 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Saman voru íslensku leikmenn LIU Brooklyn með 34 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar.  

Martin hitti úr 6 af 10 skotum sínum þar af 2 af 3 fyrir utan þriggja stiga línuna. Báðir spiluðu þeir Elvar og Martin yfir 40 mínútur í leiknum.  Elvar átti fyrri hálfleikinn (16 af 19 stigum) en Martin skoraði 12 af stigum sínum í seinni hálfleik og framlengingu.

LIU Brooklyn komst í 7-0 í leiknum en Íslendingarnir skoruðu fimm fyrstu stigin, Martin setti fyrst þrist eftir stoðsendingu frá Elvari sem skoraði síðan sjálfur með sniðskoti. LIU var einu stigi yfir í hálfleik, 38-37, en New Hampshire skoraði fimm síðustu stig hálfleiksins.

Elvar kom LIU Brooklyn í 64-63 með þriggja stiga körfu en New Hampshire tryggði sér framlengingu með því að setja niður 1 af 2 vítum sínum sextán sekúndum fyrir leikslok. Elvar fékk þriggja stiga skot í lokin en hitti ekki og því varð að framlengja leikinn.

Martin Hermannsson skoraði sigurkörfu LIU Brooklyn tíu sekúndum fyrir leikslok en það voru einu stig íslensku bakvarðanna í framlengingunni.

íslensku bakvarðanna í framlengingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×