Körfubolti

Haukur hafði betur gegn Íslendingaher Sundsvall

Haukur Helgi Pálsson.
Haukur Helgi Pálsson. vísir/daníel
Sundsvall Dragons missti í kvöld af tækifæri til þess að komast á topp sænsku úrvalsdeildarinnar en LF Basket komst aftur á móti upp að hlið toppliðs Norrköping.

LF Basket vann þá öruggan heimasigur, 87-73, á Sundsvall. Haukur Helgi skoraði 9 stig fyrir LF Basket ásamt því að taka 3 fráköst og gefa 3 stoðsendingar.

Hlynur Bæringsson var með tröllatvennu í liði Sundsvall. Skoraði 21 stig og tók 12 fráköst. Jakob Örn Sigurðarson og Ægir Þór Steinarsson skoruðu báðir 9 stig en Ragnar Nathanaelsson skoraði tvö.

Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti flottan leik fyrir sitt lið, Solna Vikings, gegn botnliði ecoÖrebro. Sigurður skoraði 13 stig og tók 13 fráköst í leiknum.

Það var hörkuleikur sem varð að framlengja eftir að staðan var 67-67 eftir venjulegan leiktíma. Enn var jafnt eftir fyrstu framlengingu, 74-74, og því varð að framlengja aftur.

Í næstu framlengingu reyndist botnliðið vera sterkara og landaði sigri, 94-90. Solna er fyrir rétt fyrir neðan miðja deild eftir tapið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×