Körfubolti

Kristinn öflugur er Stellazzura komst í Final Four

Kristinn er 17 ára gamall og gríðarlegt efni.
Kristinn er 17 ára gamall og gríðarlegt efni.
Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson komst í kvöld í undanúrslit í Evrópukeppni framtíðarleikmanna er lið hans, Stellazzura frá Ítalíu, vann sigur á spænska liðinu Unicaja Malaga, 65-50, í úrslitaleik um farmiðann í keppni fjögurra bestu liðanna sem fram fer í Madrid.

Kristinn og félagar byrjuðu leikinn með miklum látum og leiddu 25-7 eftir fyrsta leikhluta. Má segja að þeir hafi í raun rotað spænska liðið í fyrsta leikhluta og aldrei litið til baka.

Malaga náði aðeins að klóra í bakkann í þriðja leikhluta en það var allt of lítið og allt of seint. Ítalska liðið var fljótt að svara og sigla heim öruggum sigri.

Líkt og fyrr í mótinu var Kristinn áberandi í liði Stellazzura. Hann lék í tæpan hálftíma og á þeim tíma skoraði hann 8 stig, tók 6 fráköst og stal 3 boltum. Hann varði einnig tvö skot.


Tengdar fréttir

Kristinn og félagar spila til úrslita í Euroleague framtíðarleikmanna

Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson er að standa sig vel í leiðtogahlutverkinu hjá ítalska unglingaliðinu Stella Azzura en lið hans er komið alla leið í úrslitaleikinn um sæti meðal hinna fjögurra fræknu í Euroleague Next Generation Tournament eða Euroleague framtíðarleikmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×