Körfubolti

Elvar með flottan leik í fyrsta sigri LIU Brooklyn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Már Friðriksson.
Elvar Már Friðriksson. Vísir/Getty
Elvar Már Friðriksson átti mjög flottan leik í nótt þegar lið hans og Martins Hermannssonar, LIU Brooklyn, vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í bandaríska háskólaboltanum.

LIU Brooklyn vann 83-70 útisigur á Maine en það var einkum frábær seinni hálfleikur sem landaði sigrinum en LIU Brooklyn vann hann með 17 stigum, 53-36.

Elvar Már var með 19 stig og 7 stoðsendingar í leiknum og var efstur á vellinum í báðum þessum tölfræðiþáttum. Elvar hitti úr 5 af 6 skotum utan af velli og 7 af 9 vítaskotum sínum. Hann var einnig með 5 fráköst og 2 stolna bolta.

Martin Hermannsson skoraði 9 stig, tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Martin hitti úr 3 af 7 skotum sínum þar af 2 af 4 fyrir utan þriggja stiga línuna.

LIU Brooklyn vann eins og áður sagði seinni hálfleikinn 53-36 en Elvar var með 12 stig og 6 stoðsendingar í honum og Njarðvíkingurinn kom þá með beinum hætti að 9 af 17 körfum liðsins.

LIU Brooklyn vann þarna langþráðan sigur en liðið tapaði fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu þar af tveimur þeirra mjög naumt. Liðið mætir næst NJIT á sunnudaginn.




Tengdar fréttir

Martin og Elvar gætu misst af EM í körfubolta

Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson, tveir af efnilegustu körfuboltamönnum landsins, eru á sínu fyrsta ári með LIU Brooklyn háskólanum en þeir gætu þurft að taka stóra ákvörðun næsta haust.

Naumt tap hjá Elvari og Martin

LIU Brooklyn Blackbirds varð að sætta sig við fimmta tapið í jafn mörgum leikjum í bandaríska háskóla körfuboltanum þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Lehigh Mountain Hawks 80-76.

Martin enn ískaldur og LIU Brooklyn tapaði fjórða leiknum í röð

LIU Brooklyn, lið þeirra Elvars Más Friðrikssonar og Martins Hermannssonar, er enn án sigurs í bandaríska háskólaboltanum en liðið tapaði með 14 stigum á móti Temple í gær, 54-70. LIU Brooklyn hefur þar með tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum með Elvar og Martin innanborðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×