Körfubolti

Jón Arnór með átta stig en Unicaja tapaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Vísir/Getty
Spænska körfuboltaliðið Unicaja Malaga tapaði með átta stigum í kvöld þegar liðið mætti ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv á útivelli í Euroleague sem er Meistaradeild Evrópu í köfuboltanum.

Maccabi vann leikinn 81-73 eftir að hafa unnið fjórða leikhlutann 23-19. Þetta var fimmta tap Unicaja Malaga í níu leikjum í Euroleague á tímabilinu en liðið er í þriðja sæti síns riðils.

Jón Arnór Stefánsson var með 8 stig og 2 stoðsendingar á  þeim 18 mínútum sem hann spilaði í þessum leik. Jón Arnór hitti þó aðeins úr 2 af 7 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

Það voru bara tveir leikmenn Unicaja sem skoruðu meira en okkar maður í kvöld en Jayson Granger var stigahæstur með ellefu stig og Caleb Green skoraði tíu stig.

CSKA Moskva hefur unnið alla níu leiki sína og er efst í riðlinum en Maccabi Tel Aviv er í 2. sæti með sex stigra og þrjú töp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×