Körfubolti

Ísland ekki í riðli með Hollandi, Rússlandi eða Eistlandi á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir fagna hér sæti á EM í Höllinni í haust.
Strákarnir fagna hér sæti á EM í Höllinni í haust. Vísir/Anton
FIBA Europe, Körfuboltasamband Evrópu, hefur gefið út styrkleikaflokka sína fyrir dráttinn í úrslitakeppni EM 2015 en íslenska körfuboltalandsliðið er nú með í fyrsta sinn á stórmóti í körfubolta.

Íslenska landsliðið er í neðsta styrkleikaflokknum af sex ásamt Hollandi, Rússlandi og Eistlandi sem þýðir að liðið getur ekki lent í riðli með þessum þremur þjóðum. Það vekur samt athygli að Ísland er ekki neðsta sæti í styrkleikaröðuninni þrátt fyrir enga reynslu á stórmótum því Eistlendingar eru neðar.

Frakkland, Litháen, Spánn og Króatía eru í efsta styrkleikaflokknum og ein þeirra verður með Íslandi í riðli. Drátturinn fer fram í Disneyworld í París 8. desember næstkomandi.

Riðlakeppnin fer fram í fjórum löndum en leikið verður í Berlín (Þýskalandi), Montpellier (Frakklandi), Riga (Lettlandi) og Zagreb (Krótatíu). Úrslitakeppnin fer síðan fram í Lille í Frakklandi.

24 þjóðir taka þátt í keppninni og þeim er skipt niður í fjóra riðla með sex liðum. Fjögur efstu þjóðirnar komast í sextán liða úrslitin.

Styrkleikaflokkarnir fyrir EM-dráttinn:

Fyrsti styrkleikaflokkur

Frakkland

Litháen

Spánn

Króatía

Annar styrkleikaflokkur

Slóvenía

Úkraína

Serbía

Finnland

Þriðji styrkleikaflokkur

Grikkland

Tyrkland

Lettland

Bosnía

Fjórði styrkleikaflokkur

Pólland

Belgía

Makedónía

Ítalía

Fimmti styrkleikaflokkur

Þýskaland

Ísrael

Tékkland

Georgía

Sjötti styrkleikaflokkur

Holland

Rússland

Ísland

Eistland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×