Krefjumst frelsis, réttlætis og friðar fyrir Palestínu Þórunn Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 19:37 Án vonarinnar væri Palestína ekki lengur til, sagði palestínskur vinur minn við mig á dögunum og ég held að hann hafi rétt fyrir sér. 29. nóvember er alþjóðlegur dagur samstöðu með palestínsku þjóðinni og fyrir ári síðan samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktun þess efnis að árið 2014 skyldi tileinkað málsstaðnum. Sjö ríki greiddu atkvæði gegn tillögunni; Bandaríkin, Ísrael, Kanada, Ástralía, Marshall eyjar, Palau og Míkrónesía. 56 ríki sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Ályktunin glæddi eflaust von í hjarta margra. Þó svo að palestínska þjóðin hafi verið rænd ýmsu frá því að hernám Ísraela hófst árið 1948, þá hefur mörgum þrátt fyrir allt tekist að halda í vonina um að komandi kynslóðir geti notið þess að draga andann í frjálsri Palestínu.Blóði drifið árÁr samstöðunnar er senn á enda og ef við lítum yfir farin veg má sjá blóði drifna slóð Ísraelshers um land allt. Á þriðja þúsund manns hafa verið myrtir af ísraelska hernum á þessu hörmungaári í landinu, þar af langflestir í fjöldamorðunum á Gaza í sumar. Á tímum samfélags- og netmiðla gat heimurinn fylgst með fjöldamorðunum í beinni. Í fimmtíu og einn dag rigndi sprengjum nánast viðstöðulaust yfir Gaza á meðan heimurinn horfði á. Kvöld eftir kvöld varaði Bogi Ágústsson viðkvæmar sálir við myndum af raunveruleikanum. Því er ekki að neita að myndirnar sem Bogi og varaði okkur svo samviskulega við hvert sumarkvöldið á fætur öðru hreyfðu við fólki og vöktu hörð viðbrögð. Já, heimurinn grét með Gaza og marseraði um stræti og torg í mótmælaskyni. Samstaðan var sýnileg og sterk, nánast áþreifanleg. Alveg þar til sprengjunum hætti að rigna. Þá tók þögnin við. Martröðinni var nefnilega langt því frá lokið daginn sem fréttastofan hætti að vara okkur við myndbirtingum af sundursprengdum líkömum í kvöldfréttatíma sjónvarpsins. Ísraelsher eirði engu. Sjúkrahús, skólar og heimili eru rústir einar og vetur konungur hefur nú hafið innreið sína í herkvína á Gaza. Á ári samstöðunnar með Palestínu heldur Ísraelsher 1,8 milljón manns föngnum á vígvellinum, þar sem fórnarlömb hans eru án húsaskjóls, matar og öryggis.Versnandi ástand í allri PalestínuÞótt ástandið sé allra verst á Gaza, þá finnst í raun enginn griðastaður í Palestínu. Á Vesturbakkanum vaxa landtökubyggðirnar dag frá degi, fólk verður daglega fyrir ofbeldi af hálfu ísraelska hersins og landtökufólks, heimili eru lögð í rúst, börn jafnt sem fullorðnir eru fangelsuð án dóms og laga og allri mótspyrnu gegn hernáminu er mætt af vopnuðum hermönnum. Ástandið í Austur-Jerúsalem fer versnandi dag frá degi, nýlega tilkynnti Ísraelsstjórn að byggja ætti þúsund nýjar íbúðir fyrir landtökufólk í palestínska hluta borgarinnar, og íbúum Vesturbakkans er meinaður aðgangur að Jerúsalem. Hér í Hebron er ég í hópi alþjóðlegra sjálfboðaliða sem sitja daglega vaktir við landamærastöðvar sem hundruð palestínsk börn neyðast til að ganga í gegnum á leið sinni til og frá skóla. Börnin eiga það til að kasta steinum að vopnuðum hermönnunum og slíku er nær undantekningalaust svarað af hörku. Flestir skóladagar hefjast því og enda á táragasregni, hljóðsprengjum og oft og tíðum gúmmíhúðuðum stálkúlum. Vera alþjóðlegra sjálfboðaliða á staðnum mun þó seint koma í veg fyrir að ísraelskir hermenn skjóti á palestínsk skólabörn. Okkar hlutverk er að skrásetja þessa daglegu atburði og vona að einhvern daginn muni þeir ná eyrum og augum alþjóðasamfélagsins. Sú bið er orðin löng og ár samstöðunnar virðist ekki ætla að breyta neinu þar um. Ég ætla ekki að reyna að lýsa tilfinningunni sem fylgir því að horfa upp á sex ára gömul skólabörn með alltof stóru Spiderman-skólatöskurnar sínar á bakinu hlaupandi á flótta undan táragasskýi. Ringulreiðina sem skapast þegar þessi litlu stýri reyna að forða sér undan illsku heimsins. Örvæntinguna sem fylgir því þegar herinn nær þeim og handtekur, því sex ára gamlir fætur duga oft skammt þegar á hælum þeirra er fullvaxinn, vopnaður hermaður með hefndarglampa í augum. Sýnum Palestínu samstöðu!Það er löngu kominn tími til að alþjóðasamfélagið taki málin í sínar hendur og bindi enda á þetta lengsta hernám okkar tíma. Ár samstöðunnar er ekki liðið og vonin er enn til staðar, en þrýstingurinn verður að koma alls staðar frá. Hættum að versla við Ísrael og setjum þrýsting á stjórnmálafólkið sem sum okkar kusu til þess að tala máli okkar allra. Sýnum ábyrgð, bregðumst við og neitum að lifa í heimi sem lætur hernámið í Palestínu viðgangast. Ef einstaklingar geta breytt heiminum, ímyndið ykkur þá hvað þrjúhundruð þúsund manns geta gert. Nei annars, látið vera að ímynda ykkur það, gerum það. Tileinkum ekki bara daginn í dag, heldur alla aðra daga frjálsri Palestínu. Palestínska þjóðin hefur sterka rödd og mætir hernámi Ísraels með mótspyrnu alla ársins daga. En það þjónar litlum tilgangi að hafa rödd ef áheyrendurnir eru ekki til staðar. Opnum eyrun, leggjum við hlustir og öskrum í kór með palestínskum systrum okkar og bræðrum. Mótmælum, þrýstum og teygjum okkur langt út fyrir þægindaramma vestrænna bjúrókrata og öskrum svo bara hærra ef með þarf. Krefjumst þess sem er réttur okkar allra. Krefjumst frelsis, réttlætis og friðar. Þórunn Ólafsdóttir, sjálfboðaliði á Vesturbakkanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Án vonarinnar væri Palestína ekki lengur til, sagði palestínskur vinur minn við mig á dögunum og ég held að hann hafi rétt fyrir sér. 29. nóvember er alþjóðlegur dagur samstöðu með palestínsku þjóðinni og fyrir ári síðan samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktun þess efnis að árið 2014 skyldi tileinkað málsstaðnum. Sjö ríki greiddu atkvæði gegn tillögunni; Bandaríkin, Ísrael, Kanada, Ástralía, Marshall eyjar, Palau og Míkrónesía. 56 ríki sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Ályktunin glæddi eflaust von í hjarta margra. Þó svo að palestínska þjóðin hafi verið rænd ýmsu frá því að hernám Ísraela hófst árið 1948, þá hefur mörgum þrátt fyrir allt tekist að halda í vonina um að komandi kynslóðir geti notið þess að draga andann í frjálsri Palestínu.Blóði drifið árÁr samstöðunnar er senn á enda og ef við lítum yfir farin veg má sjá blóði drifna slóð Ísraelshers um land allt. Á þriðja þúsund manns hafa verið myrtir af ísraelska hernum á þessu hörmungaári í landinu, þar af langflestir í fjöldamorðunum á Gaza í sumar. Á tímum samfélags- og netmiðla gat heimurinn fylgst með fjöldamorðunum í beinni. Í fimmtíu og einn dag rigndi sprengjum nánast viðstöðulaust yfir Gaza á meðan heimurinn horfði á. Kvöld eftir kvöld varaði Bogi Ágústsson viðkvæmar sálir við myndum af raunveruleikanum. Því er ekki að neita að myndirnar sem Bogi og varaði okkur svo samviskulega við hvert sumarkvöldið á fætur öðru hreyfðu við fólki og vöktu hörð viðbrögð. Já, heimurinn grét með Gaza og marseraði um stræti og torg í mótmælaskyni. Samstaðan var sýnileg og sterk, nánast áþreifanleg. Alveg þar til sprengjunum hætti að rigna. Þá tók þögnin við. Martröðinni var nefnilega langt því frá lokið daginn sem fréttastofan hætti að vara okkur við myndbirtingum af sundursprengdum líkömum í kvöldfréttatíma sjónvarpsins. Ísraelsher eirði engu. Sjúkrahús, skólar og heimili eru rústir einar og vetur konungur hefur nú hafið innreið sína í herkvína á Gaza. Á ári samstöðunnar með Palestínu heldur Ísraelsher 1,8 milljón manns föngnum á vígvellinum, þar sem fórnarlömb hans eru án húsaskjóls, matar og öryggis.Versnandi ástand í allri PalestínuÞótt ástandið sé allra verst á Gaza, þá finnst í raun enginn griðastaður í Palestínu. Á Vesturbakkanum vaxa landtökubyggðirnar dag frá degi, fólk verður daglega fyrir ofbeldi af hálfu ísraelska hersins og landtökufólks, heimili eru lögð í rúst, börn jafnt sem fullorðnir eru fangelsuð án dóms og laga og allri mótspyrnu gegn hernáminu er mætt af vopnuðum hermönnum. Ástandið í Austur-Jerúsalem fer versnandi dag frá degi, nýlega tilkynnti Ísraelsstjórn að byggja ætti þúsund nýjar íbúðir fyrir landtökufólk í palestínska hluta borgarinnar, og íbúum Vesturbakkans er meinaður aðgangur að Jerúsalem. Hér í Hebron er ég í hópi alþjóðlegra sjálfboðaliða sem sitja daglega vaktir við landamærastöðvar sem hundruð palestínsk börn neyðast til að ganga í gegnum á leið sinni til og frá skóla. Börnin eiga það til að kasta steinum að vopnuðum hermönnunum og slíku er nær undantekningalaust svarað af hörku. Flestir skóladagar hefjast því og enda á táragasregni, hljóðsprengjum og oft og tíðum gúmmíhúðuðum stálkúlum. Vera alþjóðlegra sjálfboðaliða á staðnum mun þó seint koma í veg fyrir að ísraelskir hermenn skjóti á palestínsk skólabörn. Okkar hlutverk er að skrásetja þessa daglegu atburði og vona að einhvern daginn muni þeir ná eyrum og augum alþjóðasamfélagsins. Sú bið er orðin löng og ár samstöðunnar virðist ekki ætla að breyta neinu þar um. Ég ætla ekki að reyna að lýsa tilfinningunni sem fylgir því að horfa upp á sex ára gömul skólabörn með alltof stóru Spiderman-skólatöskurnar sínar á bakinu hlaupandi á flótta undan táragasskýi. Ringulreiðina sem skapast þegar þessi litlu stýri reyna að forða sér undan illsku heimsins. Örvæntinguna sem fylgir því þegar herinn nær þeim og handtekur, því sex ára gamlir fætur duga oft skammt þegar á hælum þeirra er fullvaxinn, vopnaður hermaður með hefndarglampa í augum. Sýnum Palestínu samstöðu!Það er löngu kominn tími til að alþjóðasamfélagið taki málin í sínar hendur og bindi enda á þetta lengsta hernám okkar tíma. Ár samstöðunnar er ekki liðið og vonin er enn til staðar, en þrýstingurinn verður að koma alls staðar frá. Hættum að versla við Ísrael og setjum þrýsting á stjórnmálafólkið sem sum okkar kusu til þess að tala máli okkar allra. Sýnum ábyrgð, bregðumst við og neitum að lifa í heimi sem lætur hernámið í Palestínu viðgangast. Ef einstaklingar geta breytt heiminum, ímyndið ykkur þá hvað þrjúhundruð þúsund manns geta gert. Nei annars, látið vera að ímynda ykkur það, gerum það. Tileinkum ekki bara daginn í dag, heldur alla aðra daga frjálsri Palestínu. Palestínska þjóðin hefur sterka rödd og mætir hernámi Ísraels með mótspyrnu alla ársins daga. En það þjónar litlum tilgangi að hafa rödd ef áheyrendurnir eru ekki til staðar. Opnum eyrun, leggjum við hlustir og öskrum í kór með palestínskum systrum okkar og bræðrum. Mótmælum, þrýstum og teygjum okkur langt út fyrir þægindaramma vestrænna bjúrókrata og öskrum svo bara hærra ef með þarf. Krefjumst þess sem er réttur okkar allra. Krefjumst frelsis, réttlætis og friðar. Þórunn Ólafsdóttir, sjálfboðaliði á Vesturbakkanum.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun