Tökum þátt því við höfum trú á Jan Mayen-svæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2014 20:15 Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík, sem nú er einnig Hljómahöllin. Þar funduðu sjö norrænir ráðherrar atvinnu- orku- og byggðamála en samhliða fór fram norræn ráðstefna um byggðamál í gær og í dag. Meðal ráðherranna var olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Tord Lien, sem norskir fjölmiðlar kalla Turbo Tord, eða Túrbó-Þórð. Í fyrra var hann sagður ætla að opna á meira íslenskt olíuævintýri þegar hann ákvað að norska ríkið, í gegnum ríkisolíufélagið Petoro, skyldi taka fullan þátt í olíuleit með Íslendingum á Drekasvæðinu, þrátt fyrir að nýgerður stjórnarsáttmáli norsku ríkisstjórnarinar mælti fyrir um að Jan Mayen-svæðið skyldi ekki opnað til olíuleitar. „Við tókum þátt í þessu því höfum trú á að hér séu möguleikar sem hægt sé að kortleggja,“ segir Tord Lien í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en bætir við: „Það er ekkert leyndarmál að sjávarbotninn á hluta af íslenska og norska landgrunninu umhverfis Jan Mayen er mun erfiðari til rannsóknar en til dæmis landgrunnsbotninn við Noreg.“ Þótt hægriflokkarnir tveir í minnihlutastjórn Ernu Solberg í Noregi styðji báðir olíuleit við Jan Mayen neyddust þeir við stjórnarmyndun í fyrra til að fallast á kröfu tveggja smáflokka, um bann við opnun nýrra olíusvæða, til að tryggja sér stuðning þeirra á Stórþinginu. -Er bara spurning um tíma hvenær Noregur fer inn á Jan Mayen svæðið? „Ég vil ekki vera með getgátur um það,“ svarar Tord Lien. „Flokkur minn hefur talið að það eigi að opna Jan Mayen svæðið. Nú er fyrir hendi samstarfssamningur sem gildir til ársins 2017 og ríkisstjórnin fer eftir honum. Þannig er staðan í dag.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra stýrði fundi norrænu ráðherranefndarinnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Noregur Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík, sem nú er einnig Hljómahöllin. Þar funduðu sjö norrænir ráðherrar atvinnu- orku- og byggðamála en samhliða fór fram norræn ráðstefna um byggðamál í gær og í dag. Meðal ráðherranna var olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Tord Lien, sem norskir fjölmiðlar kalla Turbo Tord, eða Túrbó-Þórð. Í fyrra var hann sagður ætla að opna á meira íslenskt olíuævintýri þegar hann ákvað að norska ríkið, í gegnum ríkisolíufélagið Petoro, skyldi taka fullan þátt í olíuleit með Íslendingum á Drekasvæðinu, þrátt fyrir að nýgerður stjórnarsáttmáli norsku ríkisstjórnarinar mælti fyrir um að Jan Mayen-svæðið skyldi ekki opnað til olíuleitar. „Við tókum þátt í þessu því höfum trú á að hér séu möguleikar sem hægt sé að kortleggja,“ segir Tord Lien í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en bætir við: „Það er ekkert leyndarmál að sjávarbotninn á hluta af íslenska og norska landgrunninu umhverfis Jan Mayen er mun erfiðari til rannsóknar en til dæmis landgrunnsbotninn við Noreg.“ Þótt hægriflokkarnir tveir í minnihlutastjórn Ernu Solberg í Noregi styðji báðir olíuleit við Jan Mayen neyddust þeir við stjórnarmyndun í fyrra til að fallast á kröfu tveggja smáflokka, um bann við opnun nýrra olíusvæða, til að tryggja sér stuðning þeirra á Stórþinginu. -Er bara spurning um tíma hvenær Noregur fer inn á Jan Mayen svæðið? „Ég vil ekki vera með getgátur um það,“ svarar Tord Lien. „Flokkur minn hefur talið að það eigi að opna Jan Mayen svæðið. Nú er fyrir hendi samstarfssamningur sem gildir til ársins 2017 og ríkisstjórnin fer eftir honum. Þannig er staðan í dag.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra stýrði fundi norrænu ráðherranefndarinnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Noregur Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10
Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30
Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45
Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent