Tökum þátt því við höfum trú á Jan Mayen-svæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2014 20:15 Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík, sem nú er einnig Hljómahöllin. Þar funduðu sjö norrænir ráðherrar atvinnu- orku- og byggðamála en samhliða fór fram norræn ráðstefna um byggðamál í gær og í dag. Meðal ráðherranna var olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Tord Lien, sem norskir fjölmiðlar kalla Turbo Tord, eða Túrbó-Þórð. Í fyrra var hann sagður ætla að opna á meira íslenskt olíuævintýri þegar hann ákvað að norska ríkið, í gegnum ríkisolíufélagið Petoro, skyldi taka fullan þátt í olíuleit með Íslendingum á Drekasvæðinu, þrátt fyrir að nýgerður stjórnarsáttmáli norsku ríkisstjórnarinar mælti fyrir um að Jan Mayen-svæðið skyldi ekki opnað til olíuleitar. „Við tókum þátt í þessu því höfum trú á að hér séu möguleikar sem hægt sé að kortleggja,“ segir Tord Lien í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en bætir við: „Það er ekkert leyndarmál að sjávarbotninn á hluta af íslenska og norska landgrunninu umhverfis Jan Mayen er mun erfiðari til rannsóknar en til dæmis landgrunnsbotninn við Noreg.“ Þótt hægriflokkarnir tveir í minnihlutastjórn Ernu Solberg í Noregi styðji báðir olíuleit við Jan Mayen neyddust þeir við stjórnarmyndun í fyrra til að fallast á kröfu tveggja smáflokka, um bann við opnun nýrra olíusvæða, til að tryggja sér stuðning þeirra á Stórþinginu. -Er bara spurning um tíma hvenær Noregur fer inn á Jan Mayen svæðið? „Ég vil ekki vera með getgátur um það,“ svarar Tord Lien. „Flokkur minn hefur talið að það eigi að opna Jan Mayen svæðið. Nú er fyrir hendi samstarfssamningur sem gildir til ársins 2017 og ríkisstjórnin fer eftir honum. Þannig er staðan í dag.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra stýrði fundi norrænu ráðherranefndarinnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Noregur Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík, sem nú er einnig Hljómahöllin. Þar funduðu sjö norrænir ráðherrar atvinnu- orku- og byggðamála en samhliða fór fram norræn ráðstefna um byggðamál í gær og í dag. Meðal ráðherranna var olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Tord Lien, sem norskir fjölmiðlar kalla Turbo Tord, eða Túrbó-Þórð. Í fyrra var hann sagður ætla að opna á meira íslenskt olíuævintýri þegar hann ákvað að norska ríkið, í gegnum ríkisolíufélagið Petoro, skyldi taka fullan þátt í olíuleit með Íslendingum á Drekasvæðinu, þrátt fyrir að nýgerður stjórnarsáttmáli norsku ríkisstjórnarinar mælti fyrir um að Jan Mayen-svæðið skyldi ekki opnað til olíuleitar. „Við tókum þátt í þessu því höfum trú á að hér séu möguleikar sem hægt sé að kortleggja,“ segir Tord Lien í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en bætir við: „Það er ekkert leyndarmál að sjávarbotninn á hluta af íslenska og norska landgrunninu umhverfis Jan Mayen er mun erfiðari til rannsóknar en til dæmis landgrunnsbotninn við Noreg.“ Þótt hægriflokkarnir tveir í minnihlutastjórn Ernu Solberg í Noregi styðji báðir olíuleit við Jan Mayen neyddust þeir við stjórnarmyndun í fyrra til að fallast á kröfu tveggja smáflokka, um bann við opnun nýrra olíusvæða, til að tryggja sér stuðning þeirra á Stórþinginu. -Er bara spurning um tíma hvenær Noregur fer inn á Jan Mayen svæðið? „Ég vil ekki vera með getgátur um það,“ svarar Tord Lien. „Flokkur minn hefur talið að það eigi að opna Jan Mayen svæðið. Nú er fyrir hendi samstarfssamningur sem gildir til ársins 2017 og ríkisstjórnin fer eftir honum. Þannig er staðan í dag.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra stýrði fundi norrænu ráðherranefndarinnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Noregur Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10
Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30
Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45
Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45