Körfubolti

Axel og félagar í miklu stuði í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Axel Kárason
Axel Kárason Vísir/Daníel
Axel Kárason og félagar hans í Værlöse enduðu fjögurra leikja taphrinu í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið vann 31 stigs stórsigur á Aalborg Vikings, 93-62.

Værlöse var á útivelli en átti ekki í miklum vandræðum með botnlið deildarinnar. Værlöse hefur þar með unnið 2 af 9 leikjum sínum í dönsku deildinni á tímabilunu

Axel var með 11 stig, 9 fráköst og 2 stoðsendingar á 32 mínútum í leiknum en hann hitti úr 4 af 9 skotum sínu í leiknum.

Værlöse-liðið byrjaði leikinn mjög vel og vann fyrsta leikhlutann 28-17. Axel skoraði ekki í fyrsta leikhlutanum en átti eina stoðsendingu. Værlöse var 25 stigum yfir í hálfleik, 54-29.

Seinni hálfleikurinn var jafnléttur og sá fyrri en Værlöse vann þriðja leikhlutann meðal annars með níu stigum, 25-16.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×