Körfubolti

Þrír sigrar í þrír leikjum í Euroleague hjá Jóni Arnóri og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Vísir/Andri Marinó
Jón Arnór Stefánsson og félagar í Unicaja Malaga unnu í kvöld sex stiga heimasigur á franska liðinu Limoges CSP, 75-69, í Euroleague sem er einskonar Meistaradeild Evrópu í körfubolta.

Unicaja Malaga er á toppi riðilsins ásamt rússneska liðinu CSKA Moskva en bæði lið hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum. CSKA Moskva vann 76-72 útisigur á Cedevita Zagreb í kvöld.

Jón Arnór Stefánsson skoraði 4 stig og gaf 1 stoðsendingu á þeim rúmu fimm mínútum sem hann fékk í kvöld en okkar maður setti niður bæði skotin sín í leiknum.

Jón Arnór kom Unicaja í 14-11 í fyrsta leikhlutanum og í 22-21 í öðrum leikhlutanum. Jón Arnór spilaði ekki í seinni hálfleiknum.

Fran Vazquez var stigahæstur hjá Unicaja Malaga með 13 stig en þeir Mindaugas Kuzminskas og Vladimir Golubovic voru báðir með ellefu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×