Körfubolti

Haukur önnur besta þriggja stiga skytta sænsku deildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson.
Haukur Helgi Pálsson. Vísir/Anton
Haukur Helgi Pálsson hefur byrjað vel með LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en hann skoraði 17 stig í gær þegar liðið vann 94-85 sigur á Sundsvall Dragons. Þetta var fjórði sigur liðsins í fyrstu fimm leikjunum.

Haukur Helgi hefur verið sjóðandi fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrstu fimm leikjunum en meira en helmingur stiga hans í deildinni til þess að hafa komið úr þriggja stiga skotum.

Haukur setti niður 3 af 6 þriggja stiga skotum sínum í gær og hefur alls nýtt 57 prósent þriggja stiga skota sinn (12 af 21) í fyrstu fimm leikjum sínum með LF Basket.

Haukur Helgi er eins og er í 2. sætinu yfir bestu þriggja stiga skyttur deildarinnar en það er aðeins James Washington hjá Solna Vikings (60 prósent) sem hefur nýtt þau betur.

Hlynur Bæringsson er reyndar ekki langt undan því Hlynur hefur skoraði 14 þriggja stiga körfur úr 28 skotum sem gerir 50 prósent nýtingu og skilar honum í 5. til 10. sæti listans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×