Er nóg að vera best í heimi? Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 24. október 2014 10:07 Þrátt fyrir mælingar um að hérlendis séu kynin jöfnust í heiminum þá er það því miður svo að frá fæðingu til dánardags er munur á tækifærum kvenna og karla. Hamlandi staðalmyndir um karlmennsku og kvennmennsku hafa þar mikil áhrif. Stúlkum líður verr í skóla en drengjum og hafa minna sjálfstraust við útskrift úr grunnskóla þó þær séu duglegri að lesa. Oft er talað um að konur séu að taka yfir háskólana en þá er ekki horft til þess að vinnumarkaðurinn er enn mjög kynskiptur sem er slæmt fyrir bæði kynin. Stærri hluti kvenna en karla er einungis með grunnmenntun og virðist sem starfs og verkmenntun sé aðgengilegri körlum en konum. Árið 2013 var óleiðréttur launamunur kynjanna 19,9 % fyrir fullt starf og jókst um 1 % milli ára. Regluleg laun karla árið 2013 voru samkvæmt Hagstofu Íslands 475 þúsund krónur að meðaltali á mánuði meðan sambærileg laun kvenna voru 393 þúsund krónur. Konur eru sem sagt með um 1 milljón króna minna í laun á ári sem jafngildir um 45 milljónum á starfsæfi ef kona vinnur fullan vinnudag. Munurinn er þó enn meiri þar sem konur eru frekar í hlutastörfum. Nær er því að segja að launamunur á starfsæfi sé um 60 milljónir króna, sem er andvirði dágóðs einbýlishúss, til dæmis. Atvinnuþátttaka kvenna á öðrum ársfjórðungi 2014 var 79,4% en karla 86,9% og hefur hlutfall kvenna á vinnurmakaði lækkað hraðar en karla. Þá er langtímaatvinnuleysi meðal kvenna hærra en á meðal karla og hefur farið stigvaxandi. Konur vinna hins vegar mun stærri hluta heimilisverka og ólaunaðra umönnunarstarfa í samfélaginu þó karlar hafi komið meira inn í umönnun barna síðustu ár. Konur í áhrifastöðum eru mun færri en karlar og þær sem ná áhrifastöðum hafa oft lægri laun en karlar. Það að hefðbundin kvennastörf eru lægra metin í samfélaginu hefur síðan bein áhrif á lífeyri og stöðu kynjanna eftir að þáttöku á vinnumarkaði lýkur. Vegna þessa eru konur á hjúkrunarheimilum fjárhagslega lakar settar en karlar þrátt fyrir að þær hafi unnið mun stærri hluta af mikilvægum en ólaunuðum störfum samélagsins. Árið 2008 var samþykkt tillaga Jónönnu Sigurðardóttur þess efnis að allir fái grunnlífeyri óháð tekjum maka sem var afar mikilvægt skref fyrir eldri konur sem höfðu unnið launalaust eða með lág laun alla sína æfi og sáu fram á að fá engan lífeyri. Við þurfum að halda áfram á sömu braut og afmá þá ósanngjörnu kynjamismunum sem nú er rótgróin í samfélaginu frá vöggu til grafar. Umfang kynbundins ofbeldis gegn konum, ekki síst kynferðisofbeldis er einnig svo gríðarlegt að það er eiginlega óskiljanlegt að við sem berjumst fyrir jafnrétti kynjanna séum ekki brjáluð. Ein af hverjum þremur konum hafa samkvæmt rannsóknum orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, 1 af hverjum 5 hefur orðið fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi eins og nauðgun. Ein af hverjum 10 konum verður fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi áður en hún nær 18 aldursári. Nýjar tegundir af kynferðisofbeldi tengdar internetinu eru æ algengari og krefst annarskonar laga, reglna og viðbragða samfélagsins en áður. Stór hluti þeirra úrræða sem býðst brotaþolum er borinn uppi af konum sem vinna í sjálfboðavinnu, sem sagt enn eitt starfið sem konur vinna án launa og ríkið virðist hafa litla yfrsýn yfir. Þrátt fyrir öll hugsanleg heimsmet okkar Íslendinga í jafnréttismálum er enn mikil þörf fyrir kröftuga femínista og alla baráttu fyrir jöfnum rétti og tækifærum fyrir karla og konur á Íslandi, samfélaginu öllu til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir mælingar um að hérlendis séu kynin jöfnust í heiminum þá er það því miður svo að frá fæðingu til dánardags er munur á tækifærum kvenna og karla. Hamlandi staðalmyndir um karlmennsku og kvennmennsku hafa þar mikil áhrif. Stúlkum líður verr í skóla en drengjum og hafa minna sjálfstraust við útskrift úr grunnskóla þó þær séu duglegri að lesa. Oft er talað um að konur séu að taka yfir háskólana en þá er ekki horft til þess að vinnumarkaðurinn er enn mjög kynskiptur sem er slæmt fyrir bæði kynin. Stærri hluti kvenna en karla er einungis með grunnmenntun og virðist sem starfs og verkmenntun sé aðgengilegri körlum en konum. Árið 2013 var óleiðréttur launamunur kynjanna 19,9 % fyrir fullt starf og jókst um 1 % milli ára. Regluleg laun karla árið 2013 voru samkvæmt Hagstofu Íslands 475 þúsund krónur að meðaltali á mánuði meðan sambærileg laun kvenna voru 393 þúsund krónur. Konur eru sem sagt með um 1 milljón króna minna í laun á ári sem jafngildir um 45 milljónum á starfsæfi ef kona vinnur fullan vinnudag. Munurinn er þó enn meiri þar sem konur eru frekar í hlutastörfum. Nær er því að segja að launamunur á starfsæfi sé um 60 milljónir króna, sem er andvirði dágóðs einbýlishúss, til dæmis. Atvinnuþátttaka kvenna á öðrum ársfjórðungi 2014 var 79,4% en karla 86,9% og hefur hlutfall kvenna á vinnurmakaði lækkað hraðar en karla. Þá er langtímaatvinnuleysi meðal kvenna hærra en á meðal karla og hefur farið stigvaxandi. Konur vinna hins vegar mun stærri hluta heimilisverka og ólaunaðra umönnunarstarfa í samfélaginu þó karlar hafi komið meira inn í umönnun barna síðustu ár. Konur í áhrifastöðum eru mun færri en karlar og þær sem ná áhrifastöðum hafa oft lægri laun en karlar. Það að hefðbundin kvennastörf eru lægra metin í samfélaginu hefur síðan bein áhrif á lífeyri og stöðu kynjanna eftir að þáttöku á vinnumarkaði lýkur. Vegna þessa eru konur á hjúkrunarheimilum fjárhagslega lakar settar en karlar þrátt fyrir að þær hafi unnið mun stærri hluta af mikilvægum en ólaunuðum störfum samélagsins. Árið 2008 var samþykkt tillaga Jónönnu Sigurðardóttur þess efnis að allir fái grunnlífeyri óháð tekjum maka sem var afar mikilvægt skref fyrir eldri konur sem höfðu unnið launalaust eða með lág laun alla sína æfi og sáu fram á að fá engan lífeyri. Við þurfum að halda áfram á sömu braut og afmá þá ósanngjörnu kynjamismunum sem nú er rótgróin í samfélaginu frá vöggu til grafar. Umfang kynbundins ofbeldis gegn konum, ekki síst kynferðisofbeldis er einnig svo gríðarlegt að það er eiginlega óskiljanlegt að við sem berjumst fyrir jafnrétti kynjanna séum ekki brjáluð. Ein af hverjum þremur konum hafa samkvæmt rannsóknum orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, 1 af hverjum 5 hefur orðið fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi eins og nauðgun. Ein af hverjum 10 konum verður fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi áður en hún nær 18 aldursári. Nýjar tegundir af kynferðisofbeldi tengdar internetinu eru æ algengari og krefst annarskonar laga, reglna og viðbragða samfélagsins en áður. Stór hluti þeirra úrræða sem býðst brotaþolum er borinn uppi af konum sem vinna í sjálfboðavinnu, sem sagt enn eitt starfið sem konur vinna án launa og ríkið virðist hafa litla yfrsýn yfir. Þrátt fyrir öll hugsanleg heimsmet okkar Íslendinga í jafnréttismálum er enn mikil þörf fyrir kröftuga femínista og alla baráttu fyrir jöfnum rétti og tækifærum fyrir karla og konur á Íslandi, samfélaginu öllu til hagsbóta.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun