Hvað höfum við lært? Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. október 2014 08:00 Ýmis teikn eru á lofti um að sá hugsunarháttur sem var áberandi fyrir hrun bankakerfisins sé enn landlægur á fjármálamarkaði. Allir stóru viðskiptabankarnir, Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, hafa virkjað starfskjarastefnur sem heimila greiðslu kaupauka (bónusa) ofan á hefðbundin laun. Á árinu 2012 og á síðasta ári greiddu bankarnir starfsmönnum sínum árangurstengdar greiðslur í formi kaupauka, kauprétta og arðs í mun meira mæli en sést hefur frá hruni. Kaupréttir í stórum skömmtum hafa viðlíka áhrif á hegðun stjórnenda og lán til kaupa á hlutabréfum með lítilli eða engri persónulegri ábyrgð. Þá ýta þeir undir áhættusækni í fjármálafyrirtækjum, eins og rakið er í 10. kafla í 3. bindi skýrslu RNA um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Það er augljóst að stjórnir stóru bankanna þriggja, sem voru endurreistir í sömu mynd og fyrir hrun bara tíu sinnum minni, hafa ekki lesið skýrslu RNA því þar kemur fram að svigrúm til árangurstengingar launa bankamanna sé að jafnaði talið minna en t.d. framleiðslufyrirtækja vegna þeirrar þjónustu sem bankar veita áhættufælnum viðskiptavinum. Í þessum efnum er t.d almennt viðurkennt að laun æðstu stjórnenda og lykilstarfsmanna ættu að vera að stærstum hluta föst laun og taka minna mið af rekstrarárangri eftir því sem skuldsetning eykst. Þetta á ekki síst við um banka. Rekstur stóru bankanna þriggja er kannski ekki jafn traustur og ætla mætti þótt eigið fé þeirra sé sterkt. Í Fjármálastöðugleika, riti Seðlabankans, kemur fram að samantekið námu tekjur stóru bankanna þriggja vegna vegna uppfærslu útlána, sölu og uppfærslu stærstu eignarhluta í félögum og aflagðri starfsemi um 37 milljörðum króna eða 80% af hagnaði tímabilsins. Þetta þýðir að grunnrekstur þessara banka stóð aðeins undir 20% af hagnaðinum. Starfsfólk Seðlabankans hefur af þessu áhyggjur og Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum, sagði þegar ritið var kynnt að þetta gæfi Seðlabankanum tilefni til að fylgjast betur með grunnrekstri bankanna. Þetta vekur mann til umhugsunar um hverjir það séu sem hafa hvata til að hagnaður bankanna á pappír sé sem mestur? Getur verið að það séu þeir starfsmenn sem hafa starfskjör sín að einhverju leyti samtvinnuð við afkomu bankanna? Má það vera? Launakostnaður er stærsti útgjaldaliður bankanna og jókst hann um 800 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra þrátt fyrir fækkun starfsfólks. Þegar tekjublöð eru skoðuð sést að starfsfólk bankanna er með hæstlaunuðustu stéttum landsins. Hvers vegna? Bankar eiga að vera bakhjarlar og þjónustuaðilar við raunverulega verðmætasköpun. Þeir sem stýra fyrirtækjum sem skapa raunveruleg verðmæti ættu að hafa hæstu launin. Það er engin raunveruleg verðmætasköpun í bönkum og því er æskilegt að hagnaður banka sé lítill hluti heildarhagnaðar fyrirtækjanna í landinu. Það er ekki sjálfbær staða að bankar eigi stærstan hluta hagnaðarins og það væri í raun mikið áhyggjuefni. Þá er enn meira áhyggjuefni að laun starfsmanna bankanna séu tengd við þessa afkomu sem er kannski ekki jafn góð og ætla mætti á pappírnum. Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Ýmis teikn eru á lofti um að sá hugsunarháttur sem var áberandi fyrir hrun bankakerfisins sé enn landlægur á fjármálamarkaði. Allir stóru viðskiptabankarnir, Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, hafa virkjað starfskjarastefnur sem heimila greiðslu kaupauka (bónusa) ofan á hefðbundin laun. Á árinu 2012 og á síðasta ári greiddu bankarnir starfsmönnum sínum árangurstengdar greiðslur í formi kaupauka, kauprétta og arðs í mun meira mæli en sést hefur frá hruni. Kaupréttir í stórum skömmtum hafa viðlíka áhrif á hegðun stjórnenda og lán til kaupa á hlutabréfum með lítilli eða engri persónulegri ábyrgð. Þá ýta þeir undir áhættusækni í fjármálafyrirtækjum, eins og rakið er í 10. kafla í 3. bindi skýrslu RNA um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Það er augljóst að stjórnir stóru bankanna þriggja, sem voru endurreistir í sömu mynd og fyrir hrun bara tíu sinnum minni, hafa ekki lesið skýrslu RNA því þar kemur fram að svigrúm til árangurstengingar launa bankamanna sé að jafnaði talið minna en t.d. framleiðslufyrirtækja vegna þeirrar þjónustu sem bankar veita áhættufælnum viðskiptavinum. Í þessum efnum er t.d almennt viðurkennt að laun æðstu stjórnenda og lykilstarfsmanna ættu að vera að stærstum hluta föst laun og taka minna mið af rekstrarárangri eftir því sem skuldsetning eykst. Þetta á ekki síst við um banka. Rekstur stóru bankanna þriggja er kannski ekki jafn traustur og ætla mætti þótt eigið fé þeirra sé sterkt. Í Fjármálastöðugleika, riti Seðlabankans, kemur fram að samantekið námu tekjur stóru bankanna þriggja vegna vegna uppfærslu útlána, sölu og uppfærslu stærstu eignarhluta í félögum og aflagðri starfsemi um 37 milljörðum króna eða 80% af hagnaði tímabilsins. Þetta þýðir að grunnrekstur þessara banka stóð aðeins undir 20% af hagnaðinum. Starfsfólk Seðlabankans hefur af þessu áhyggjur og Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum, sagði þegar ritið var kynnt að þetta gæfi Seðlabankanum tilefni til að fylgjast betur með grunnrekstri bankanna. Þetta vekur mann til umhugsunar um hverjir það séu sem hafa hvata til að hagnaður bankanna á pappír sé sem mestur? Getur verið að það séu þeir starfsmenn sem hafa starfskjör sín að einhverju leyti samtvinnuð við afkomu bankanna? Má það vera? Launakostnaður er stærsti útgjaldaliður bankanna og jókst hann um 800 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra þrátt fyrir fækkun starfsfólks. Þegar tekjublöð eru skoðuð sést að starfsfólk bankanna er með hæstlaunuðustu stéttum landsins. Hvers vegna? Bankar eiga að vera bakhjarlar og þjónustuaðilar við raunverulega verðmætasköpun. Þeir sem stýra fyrirtækjum sem skapa raunveruleg verðmæti ættu að hafa hæstu launin. Það er engin raunveruleg verðmætasköpun í bönkum og því er æskilegt að hagnaður banka sé lítill hluti heildarhagnaðar fyrirtækjanna í landinu. Það er ekki sjálfbær staða að bankar eigi stærstan hluta hagnaðarins og það væri í raun mikið áhyggjuefni. Þá er enn meira áhyggjuefni að laun starfsmanna bankanna séu tengd við þessa afkomu sem er kannski ekki jafn góð og ætla mætti á pappírnum. Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun