Að staldra við Kári Finnsson skrifar 29. október 2014 09:02 Við Sæbrautina er hægt að sjá nokkuð einstakt listaverk eftir Sigurð Guðmundsson sem nefnist Fjöruverk. Við fyrstu sýn er það í raun ekki augljóst hvort um listaverk sé að ræða. Flestir keyra eflaust framhjá því daglega, í og úr vinnu, án þess að gefa því nokkurn gaum. Ástæðan er sú að verkið samanstendur af handslípuðum granítsteinum inni í sjálfri strandlengjunni, rétt eins og þeir séu sjálfsagður hluti af henni. Það er aðeins við nánari skoðun - þegar maður staldrar við verkið - sem maður áttar sig á því að eitthvað er ekki alveg eins og það sýnist. Ég hugsa stundum um Fjöruverk Sigurðar þegar ég velti fyrir mér hlutverki myndlistar og hvernig almenningur upplifir myndlist í sínu daglega lífi. Einhvers konar myndlist verður á vegi okkar næstum daglega. Það getur verið listaverk í almannarými eins og Fjöruverkið eða stytta af Leifi Eiríkssyni, málverk í andyrri vinnustaðar þíns eða lítil teikning í stofunni heima hjá þér og auðvitað hafa öll þessi listaverk mismikil áhrif. Þrátt fyrir þetta mikla framboð á myndlist verður hins vegar að segjast að það virðast ekki margir hafa neinn sérstakan áhuga á henni. Þetta segi ég vegna þess að ég heyri mjög sjaldan almenna umræðu um myndlist. Ef hún á sér einhvern tímann stað þá er það yfirleitt um miðjan janúar þegar það er opinberað hverjir fái úthlutað listamannalaunum. Þá tekur yfirleitt við sama gamla rausið um að listamenn „nenni ekki að vinna alvöru vinnu“ og þar fram eftir götunum. Vissulega er það ekki skoðun allra að listamenn séu einhvers konar afætur á samfélaginu, en það segir ýmislegt um afstöðu þjóðarinnar gagnvart menningunni þegar svona stórum hópi finnst sjálfsagt að gera lítið úr óeigingjörnu starfi íslenskra myndlistarmanna. Það þótti sjálfsagt upp úr aldamótunum 1900 að veita listamönnum brautargengi þrátt fyrir að við sem þjóð hefðum ekki mikið á milli handanna. Í þá daga var nánast enginn myndlistarmaður í fullu starfi sem slíkur. Við áttum engin söfn, engin gallerí og hægt var að telja styttur bæjarins á fingrum annarrar handar. Margt hefur breyst til batnaðar frá þeim tíma, ekki síst vegna þess að við höfum vanist því að þykja listin sjálfsagður hluti af lífi okkar. Mesti stuðningurinn sem hægt er að veita myndlistarflórunni á Íslandi felst nefnilega ekki bara í fjárveitingu (þótt hún sé alltaf velkomin) heldur einnig í virðingu og þakklæti. Myndlistin er nefnilega ekki afgangsstærð, hún er ekki bara til skrauts eða fegrunar, heldur getur hún fengið okkur til að sjá lífið í kringum okkur í nýju ljósi þegar vel tekst til. Þegar myndlistarmanni tekst að hreyfa við okkur með verkum sínum þá á hann alla okkar virðingu skilið. Það er alls ekki sjálfsagt að þetta lítil þjóð geti verið með jafn ríka flóru af myndlist og raun ber vitni. Ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að sá veruleiki sé varanlegur. Hann getur gerbreyst ef við hlúum ekki nógu vel að honum. Til að varðveita og jafnvel efla íslenska myndlist enn frekar þurfum við að taka höndum saman. Hvert og eitt okkar þarf að mæta myndlistinni með opnum hug. Í þessu felst ekki áskorun um að lofsama allt sem fyrir augu ber, heldur hvatning til að staldra við og vera undir það búinn að eitthvað sé ekki alveg eins og það sýnist. Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistar 1.nóvember 2014www.dagurmyndlistar.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Finnsson Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við Sæbrautina er hægt að sjá nokkuð einstakt listaverk eftir Sigurð Guðmundsson sem nefnist Fjöruverk. Við fyrstu sýn er það í raun ekki augljóst hvort um listaverk sé að ræða. Flestir keyra eflaust framhjá því daglega, í og úr vinnu, án þess að gefa því nokkurn gaum. Ástæðan er sú að verkið samanstendur af handslípuðum granítsteinum inni í sjálfri strandlengjunni, rétt eins og þeir séu sjálfsagður hluti af henni. Það er aðeins við nánari skoðun - þegar maður staldrar við verkið - sem maður áttar sig á því að eitthvað er ekki alveg eins og það sýnist. Ég hugsa stundum um Fjöruverk Sigurðar þegar ég velti fyrir mér hlutverki myndlistar og hvernig almenningur upplifir myndlist í sínu daglega lífi. Einhvers konar myndlist verður á vegi okkar næstum daglega. Það getur verið listaverk í almannarými eins og Fjöruverkið eða stytta af Leifi Eiríkssyni, málverk í andyrri vinnustaðar þíns eða lítil teikning í stofunni heima hjá þér og auðvitað hafa öll þessi listaverk mismikil áhrif. Þrátt fyrir þetta mikla framboð á myndlist verður hins vegar að segjast að það virðast ekki margir hafa neinn sérstakan áhuga á henni. Þetta segi ég vegna þess að ég heyri mjög sjaldan almenna umræðu um myndlist. Ef hún á sér einhvern tímann stað þá er það yfirleitt um miðjan janúar þegar það er opinberað hverjir fái úthlutað listamannalaunum. Þá tekur yfirleitt við sama gamla rausið um að listamenn „nenni ekki að vinna alvöru vinnu“ og þar fram eftir götunum. Vissulega er það ekki skoðun allra að listamenn séu einhvers konar afætur á samfélaginu, en það segir ýmislegt um afstöðu þjóðarinnar gagnvart menningunni þegar svona stórum hópi finnst sjálfsagt að gera lítið úr óeigingjörnu starfi íslenskra myndlistarmanna. Það þótti sjálfsagt upp úr aldamótunum 1900 að veita listamönnum brautargengi þrátt fyrir að við sem þjóð hefðum ekki mikið á milli handanna. Í þá daga var nánast enginn myndlistarmaður í fullu starfi sem slíkur. Við áttum engin söfn, engin gallerí og hægt var að telja styttur bæjarins á fingrum annarrar handar. Margt hefur breyst til batnaðar frá þeim tíma, ekki síst vegna þess að við höfum vanist því að þykja listin sjálfsagður hluti af lífi okkar. Mesti stuðningurinn sem hægt er að veita myndlistarflórunni á Íslandi felst nefnilega ekki bara í fjárveitingu (þótt hún sé alltaf velkomin) heldur einnig í virðingu og þakklæti. Myndlistin er nefnilega ekki afgangsstærð, hún er ekki bara til skrauts eða fegrunar, heldur getur hún fengið okkur til að sjá lífið í kringum okkur í nýju ljósi þegar vel tekst til. Þegar myndlistarmanni tekst að hreyfa við okkur með verkum sínum þá á hann alla okkar virðingu skilið. Það er alls ekki sjálfsagt að þetta lítil þjóð geti verið með jafn ríka flóru af myndlist og raun ber vitni. Ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að sá veruleiki sé varanlegur. Hann getur gerbreyst ef við hlúum ekki nógu vel að honum. Til að varðveita og jafnvel efla íslenska myndlist enn frekar þurfum við að taka höndum saman. Hvert og eitt okkar þarf að mæta myndlistinni með opnum hug. Í þessu felst ekki áskorun um að lofsama allt sem fyrir augu ber, heldur hvatning til að staldra við og vera undir það búinn að eitthvað sé ekki alveg eins og það sýnist. Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistar 1.nóvember 2014www.dagurmyndlistar.is
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun