Íslenski boltinn

Gunnar tekur við Gróttu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar og Hilmar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu.
Gunnar og Hilmar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu. Mynd/Grótta
Gunnar Guðmundsson er nýr þjálfari Gróttu en hann skrifaði undir nýjan eins árs samning við félagið í kvöld. Það kemur fram á heimasíðu félagsins.

Gunnar er 45 ára gamall og var síðast þjálfari Selfoss í 1. deildinni en Grótta komst upp úr 2. deildinni nú í haust. Hann hefur áður þjálfað hjá Leikni Fáskrúðsfirði, Leiftri/Dalvík, HK og U-17 ára karlalið Íslands.

Ólafur Brynjólfsson hætti nokkuð óvænt með Gróttu í haust eftir að hafa komið liðin upp um deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×