Að geðræn áföll mæti skilningi Steinar Almarsson og Elín Oddný Sigurðardóttir og Kristinn Heiðar Fjölnisson skrifa 10. október 2014 07:00 Handhafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins, Klúbburinn Geysir, átti fimmtán ára afmæli nú í september. Í tilefni þess var haldin vegleg og vel heppnuð afmælisveisla þann 20. september, þar sem minnst var með stolti á það góða starf sem þar er unnið í þágu fólks sem á við geðræn veikindi að stríða. Klúbburinn Geysir er byggður á alþjóðlegri hugmyndafræði sem á rætur sínar að rekja til ársins 1948. Þá ákvað lítill hópur sjúklinga sem átti við geðræn veikindi að stíða að hittast reglulega og reyna að vinna bug á einangrun og einmanaleika. Rúmlega 65 árum síðar eru nú starfrækt yfir 400 klúbbhús í 27 löndum, sem öll byggja á sama grunni og lagt var af stað með í upphafi. Markmiðið er að gefa fólki tækifæri og samastað til að fóta sig í tilverunni og nýta um leið krafta sína og hæfileika. Í Klúbbnum Geysi er ekki horft á veikleika fólks eða veikindi, heldur unnið með styrkleika og jákvæðni höfð í fararbroddi. Á þann hátt hefur klúbbnum tekist að tryggja fólki góðan samastað þar sem unnið er á jafningjagrundvelli að margvíslegum verkefnum auk þess að veita góð tækifæri fyrir þá sem vilja komast út á vinnumarkaðinn eða vilja mennta sig. Stórt hlutverk klúbbhúsahreyfingarinnar er að draga úr fordómum í garð fólks sem á við geðræn veikindi að stríða. Það ætti ekki að vera nokkur skömm að leita sér aðstoðar vegna geðrænna veikinda. Ástæður og alvara hvers sjúkdóms geta verið jafn misjafnar og hjá þeim sjúklingum sem þurfa að leita sér aðstoðar vegna líkamlegra veikinda. Rétt eins og með önnur veikindi er mikilvægt að fólk fái rétta og góða meðhöndlun sem allra fyrst. Mikilvægt er að samfélagið sýni þeim sem eru að vinna í sínum málum eftir geðræn áföll sama skilning og öðrum sem eru að jafna sig á líkamlegum áföllum. Það er einmitt þess vegna sem úrræði eins og Klúbburinn Geysir er fólki mikilvægur til að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Þar horfa allir jákvæðir fram á veginn og einbeita sér að verkefnum dagsins, hvort sem það er við að elda hádegismat, viðhalda húsnæðinu eða gefa út fréttabæklinga og uppfæra heimasíðu til að gera starfsemina sýnilegri í samfélaginu, svo eitthvað sé nefnt. 10. október á hverju ári heldur Klúbburinn Geysir ásamt öðrum úrræðum í geðheilbrigðismálum Alþjóða geðheilbrigðisdaginn hátíðlegan. Félagar og starfsfólk Klúbbsins Geysis hvetja alla landsmenn til að taka virkan þátt í deginum og kynna sér það mikilvæga starf sem fjölmargir aðilar vinna á Íslandi í þágu geðheilbrigðis. Hægt er að kynna sér starfsemi Klúbbsins Geysis á nýrri heimasíðu klúbbsins sem var formlega opnuð af verndara klúbbsins, frú Vigdísi Finnbogadóttir á afmælishátíðinni þann 20. september. Klúbburinn Geysir á velunnurum sínum mikið að þakka. Þá eiga allir þeir sem unnið hafa í klúbbnum Geysi í gegnum árin allar bestu þakkir skyldar fyrir sitt framtak við að styrkja og efla klúbbinn. Við erum öll óendanlega þakklát fyrir framlag ykkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Handhafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins, Klúbburinn Geysir, átti fimmtán ára afmæli nú í september. Í tilefni þess var haldin vegleg og vel heppnuð afmælisveisla þann 20. september, þar sem minnst var með stolti á það góða starf sem þar er unnið í þágu fólks sem á við geðræn veikindi að stríða. Klúbburinn Geysir er byggður á alþjóðlegri hugmyndafræði sem á rætur sínar að rekja til ársins 1948. Þá ákvað lítill hópur sjúklinga sem átti við geðræn veikindi að stíða að hittast reglulega og reyna að vinna bug á einangrun og einmanaleika. Rúmlega 65 árum síðar eru nú starfrækt yfir 400 klúbbhús í 27 löndum, sem öll byggja á sama grunni og lagt var af stað með í upphafi. Markmiðið er að gefa fólki tækifæri og samastað til að fóta sig í tilverunni og nýta um leið krafta sína og hæfileika. Í Klúbbnum Geysi er ekki horft á veikleika fólks eða veikindi, heldur unnið með styrkleika og jákvæðni höfð í fararbroddi. Á þann hátt hefur klúbbnum tekist að tryggja fólki góðan samastað þar sem unnið er á jafningjagrundvelli að margvíslegum verkefnum auk þess að veita góð tækifæri fyrir þá sem vilja komast út á vinnumarkaðinn eða vilja mennta sig. Stórt hlutverk klúbbhúsahreyfingarinnar er að draga úr fordómum í garð fólks sem á við geðræn veikindi að stríða. Það ætti ekki að vera nokkur skömm að leita sér aðstoðar vegna geðrænna veikinda. Ástæður og alvara hvers sjúkdóms geta verið jafn misjafnar og hjá þeim sjúklingum sem þurfa að leita sér aðstoðar vegna líkamlegra veikinda. Rétt eins og með önnur veikindi er mikilvægt að fólk fái rétta og góða meðhöndlun sem allra fyrst. Mikilvægt er að samfélagið sýni þeim sem eru að vinna í sínum málum eftir geðræn áföll sama skilning og öðrum sem eru að jafna sig á líkamlegum áföllum. Það er einmitt þess vegna sem úrræði eins og Klúbburinn Geysir er fólki mikilvægur til að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Þar horfa allir jákvæðir fram á veginn og einbeita sér að verkefnum dagsins, hvort sem það er við að elda hádegismat, viðhalda húsnæðinu eða gefa út fréttabæklinga og uppfæra heimasíðu til að gera starfsemina sýnilegri í samfélaginu, svo eitthvað sé nefnt. 10. október á hverju ári heldur Klúbburinn Geysir ásamt öðrum úrræðum í geðheilbrigðismálum Alþjóða geðheilbrigðisdaginn hátíðlegan. Félagar og starfsfólk Klúbbsins Geysis hvetja alla landsmenn til að taka virkan þátt í deginum og kynna sér það mikilvæga starf sem fjölmargir aðilar vinna á Íslandi í þágu geðheilbrigðis. Hægt er að kynna sér starfsemi Klúbbsins Geysis á nýrri heimasíðu klúbbsins sem var formlega opnuð af verndara klúbbsins, frú Vigdísi Finnbogadóttir á afmælishátíðinni þann 20. september. Klúbburinn Geysir á velunnurum sínum mikið að þakka. Þá eiga allir þeir sem unnið hafa í klúbbnum Geysi í gegnum árin allar bestu þakkir skyldar fyrir sitt framtak við að styrkja og efla klúbbinn. Við erum öll óendanlega þakklát fyrir framlag ykkar.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun