Krafa um kredduleysi Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. október 2014 08:00 Þótt aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandandsins hafi verið settar á ís og samningahóparnir leystir upp þarf að leiða til lykta umræðu um framtíðarvalkosti Íslands í gjaldmiðils- og peningamálum jafnvel þótt afnám hafta sé kannski ekkert meira en fjarlæg draumsýn í augnablikinu. Á meðan stýrinefnd stjórnvalda um afnám fjármagnshafta hefur ekki skilað neinum raunverulegum tillögum erum við í raun engu nær frjálsum fjármagnsflutningum. Skýrsla fjármálaráðherra um framgang áætlunar um afnám hafta sem birtist 19. september er að mestu yfirlit yfir hvaða árangri (lesist, litlum) leiðir stjórnvalda hafa skilað til þessa. Eftir skipun stýrinefndarinnar og ráðningu erlendra ráðgjafa er hins vegar ljóst að fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að ekki að láta grípa sig nakinn í bóli aðgerðarleysis þegar þessi mál eru annars vegar. Það er í eðli sínu jákvætt. Stjórnvöld þurfa hins vegar að hafa skýra stefnu um hvað tekur við af krónunni. Umræða um þessa valkosti þarf að vera yfirveguð en hún hefur ekki verið laus við ofstækið. Það er t.d. ekki víst að evran sé lausnin fyrir Íslendinga þótt hún sé fýsilegasti kosturinn að mati skýrsluhöfunda Seðlabanka Íslands í 623 bls. skýrslu sem kom út september 2012. Umræðan um skýrsluna hefur hins vegar í skötulíki síðan hún kom út. Kannski af því stjórnmálamenn nenna ekki að lesa hana? Það er óvissa um evruna og efaemdir um gjaldmiðilinn sjálfan. Ekki bara í þeim ríkjum á evrusvæðinu sem hafa þurft björgunarpakka. Þessar raddir heyrast líka í Þýskalandi. Til dæmis fengu evru-efasemdarmennirnir í Alternative für Deutschland næstum 5 prósent atkvæða í kosningum til Bundestag í fyrra, aðeins sex mánuðum eftir að flokkurinn var stofnaður. Fastlega er gengið út frá því að evrukrísan snúi aftur því ekki hafi tekist að laga gallanna í regluverki evrusvæðisins. Þetta sé bara tímaspursmál. Það er fleira sem er hugarfóður þegar gjaldmiðlamál eru annars vegar. Í fyrsta sinn frá upphafi iðnvæðingar fyrir rúmum tveimur öldum er öflugasta hagkerfi heimsins ekki vestrænt ríki og því er stýrt af kommúnistum í þokkabót. Martin Wolf fjallar í nýjasta pistli sínum í Financial Times í gær um að Kínverjar haldi kannski á öflugasta gjaldmiðli heimsins, renminbi. Hinum eiginlega „forðagjaldmiðli“ og þeir þurfi kannski að íhuga hvort þeir vilji að hann leysi Bandaríkjadollar af hólmi í þessu hlutverki. Þá þyrftu Kínverjar að taka upp frjálsa fjármagnsflutninga með renminbi. Wolf telur enn langt í land að Kínverjar geri það sem nauðsynlegt er til að þetta verði að veruleika. Umræðan um þátttöku í myntsvæði og upptöku nýs gjaldmiðils snýr líka að spurningunni um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Ef Ísland gengur í Evrópusambandið er eðlilegt næsta skref að fara í myntbandalagið og taka upp evru. Það verður hins vegar að teljast ósennilegt að hreyfing aðildarsinna fái nægilegan byr í seglin til að þetta verði nokkurn tímann að veruleika hér á landi. Andstaðan við aðild er of hörð og spurningunni um sjálfstætt íslenskt fiskveiðistjórnunarsvæði innan 200 mílna samhliða ESB-aðild hefur ekki verið svarað. Á meðan jafn mikil óvissa ríkir um þetta er eðlilegt að ræða til hlítar hvað annað kemur til greina. Skýrsla Seðlabankans frá 2012 er ágætt innlegg í þá umræðu. Alþingismenn ættu kannski að drífa í því að lesa hana og segja okkur hinum síðan hvað þeim finnst. Það er ekki seinna vænna. Í þeirri pólitísku umræðu er krafa um hófsemd og kredduleysi sjálfsögð og eðlileg.Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Þótt aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandandsins hafi verið settar á ís og samningahóparnir leystir upp þarf að leiða til lykta umræðu um framtíðarvalkosti Íslands í gjaldmiðils- og peningamálum jafnvel þótt afnám hafta sé kannski ekkert meira en fjarlæg draumsýn í augnablikinu. Á meðan stýrinefnd stjórnvalda um afnám fjármagnshafta hefur ekki skilað neinum raunverulegum tillögum erum við í raun engu nær frjálsum fjármagnsflutningum. Skýrsla fjármálaráðherra um framgang áætlunar um afnám hafta sem birtist 19. september er að mestu yfirlit yfir hvaða árangri (lesist, litlum) leiðir stjórnvalda hafa skilað til þessa. Eftir skipun stýrinefndarinnar og ráðningu erlendra ráðgjafa er hins vegar ljóst að fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að ekki að láta grípa sig nakinn í bóli aðgerðarleysis þegar þessi mál eru annars vegar. Það er í eðli sínu jákvætt. Stjórnvöld þurfa hins vegar að hafa skýra stefnu um hvað tekur við af krónunni. Umræða um þessa valkosti þarf að vera yfirveguð en hún hefur ekki verið laus við ofstækið. Það er t.d. ekki víst að evran sé lausnin fyrir Íslendinga þótt hún sé fýsilegasti kosturinn að mati skýrsluhöfunda Seðlabanka Íslands í 623 bls. skýrslu sem kom út september 2012. Umræðan um skýrsluna hefur hins vegar í skötulíki síðan hún kom út. Kannski af því stjórnmálamenn nenna ekki að lesa hana? Það er óvissa um evruna og efaemdir um gjaldmiðilinn sjálfan. Ekki bara í þeim ríkjum á evrusvæðinu sem hafa þurft björgunarpakka. Þessar raddir heyrast líka í Þýskalandi. Til dæmis fengu evru-efasemdarmennirnir í Alternative für Deutschland næstum 5 prósent atkvæða í kosningum til Bundestag í fyrra, aðeins sex mánuðum eftir að flokkurinn var stofnaður. Fastlega er gengið út frá því að evrukrísan snúi aftur því ekki hafi tekist að laga gallanna í regluverki evrusvæðisins. Þetta sé bara tímaspursmál. Það er fleira sem er hugarfóður þegar gjaldmiðlamál eru annars vegar. Í fyrsta sinn frá upphafi iðnvæðingar fyrir rúmum tveimur öldum er öflugasta hagkerfi heimsins ekki vestrænt ríki og því er stýrt af kommúnistum í þokkabót. Martin Wolf fjallar í nýjasta pistli sínum í Financial Times í gær um að Kínverjar haldi kannski á öflugasta gjaldmiðli heimsins, renminbi. Hinum eiginlega „forðagjaldmiðli“ og þeir þurfi kannski að íhuga hvort þeir vilji að hann leysi Bandaríkjadollar af hólmi í þessu hlutverki. Þá þyrftu Kínverjar að taka upp frjálsa fjármagnsflutninga með renminbi. Wolf telur enn langt í land að Kínverjar geri það sem nauðsynlegt er til að þetta verði að veruleika. Umræðan um þátttöku í myntsvæði og upptöku nýs gjaldmiðils snýr líka að spurningunni um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Ef Ísland gengur í Evrópusambandið er eðlilegt næsta skref að fara í myntbandalagið og taka upp evru. Það verður hins vegar að teljast ósennilegt að hreyfing aðildarsinna fái nægilegan byr í seglin til að þetta verði nokkurn tímann að veruleika hér á landi. Andstaðan við aðild er of hörð og spurningunni um sjálfstætt íslenskt fiskveiðistjórnunarsvæði innan 200 mílna samhliða ESB-aðild hefur ekki verið svarað. Á meðan jafn mikil óvissa ríkir um þetta er eðlilegt að ræða til hlítar hvað annað kemur til greina. Skýrsla Seðlabankans frá 2012 er ágætt innlegg í þá umræðu. Alþingismenn ættu kannski að drífa í því að lesa hana og segja okkur hinum síðan hvað þeim finnst. Það er ekki seinna vænna. Í þeirri pólitísku umræðu er krafa um hófsemd og kredduleysi sjálfsögð og eðlileg.Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun