Krafa um kredduleysi Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. október 2014 08:00 Þótt aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandandsins hafi verið settar á ís og samningahóparnir leystir upp þarf að leiða til lykta umræðu um framtíðarvalkosti Íslands í gjaldmiðils- og peningamálum jafnvel þótt afnám hafta sé kannski ekkert meira en fjarlæg draumsýn í augnablikinu. Á meðan stýrinefnd stjórnvalda um afnám fjármagnshafta hefur ekki skilað neinum raunverulegum tillögum erum við í raun engu nær frjálsum fjármagnsflutningum. Skýrsla fjármálaráðherra um framgang áætlunar um afnám hafta sem birtist 19. september er að mestu yfirlit yfir hvaða árangri (lesist, litlum) leiðir stjórnvalda hafa skilað til þessa. Eftir skipun stýrinefndarinnar og ráðningu erlendra ráðgjafa er hins vegar ljóst að fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að ekki að láta grípa sig nakinn í bóli aðgerðarleysis þegar þessi mál eru annars vegar. Það er í eðli sínu jákvætt. Stjórnvöld þurfa hins vegar að hafa skýra stefnu um hvað tekur við af krónunni. Umræða um þessa valkosti þarf að vera yfirveguð en hún hefur ekki verið laus við ofstækið. Það er t.d. ekki víst að evran sé lausnin fyrir Íslendinga þótt hún sé fýsilegasti kosturinn að mati skýrsluhöfunda Seðlabanka Íslands í 623 bls. skýrslu sem kom út september 2012. Umræðan um skýrsluna hefur hins vegar í skötulíki síðan hún kom út. Kannski af því stjórnmálamenn nenna ekki að lesa hana? Það er óvissa um evruna og efaemdir um gjaldmiðilinn sjálfan. Ekki bara í þeim ríkjum á evrusvæðinu sem hafa þurft björgunarpakka. Þessar raddir heyrast líka í Þýskalandi. Til dæmis fengu evru-efasemdarmennirnir í Alternative für Deutschland næstum 5 prósent atkvæða í kosningum til Bundestag í fyrra, aðeins sex mánuðum eftir að flokkurinn var stofnaður. Fastlega er gengið út frá því að evrukrísan snúi aftur því ekki hafi tekist að laga gallanna í regluverki evrusvæðisins. Þetta sé bara tímaspursmál. Það er fleira sem er hugarfóður þegar gjaldmiðlamál eru annars vegar. Í fyrsta sinn frá upphafi iðnvæðingar fyrir rúmum tveimur öldum er öflugasta hagkerfi heimsins ekki vestrænt ríki og því er stýrt af kommúnistum í þokkabót. Martin Wolf fjallar í nýjasta pistli sínum í Financial Times í gær um að Kínverjar haldi kannski á öflugasta gjaldmiðli heimsins, renminbi. Hinum eiginlega „forðagjaldmiðli“ og þeir þurfi kannski að íhuga hvort þeir vilji að hann leysi Bandaríkjadollar af hólmi í þessu hlutverki. Þá þyrftu Kínverjar að taka upp frjálsa fjármagnsflutninga með renminbi. Wolf telur enn langt í land að Kínverjar geri það sem nauðsynlegt er til að þetta verði að veruleika. Umræðan um þátttöku í myntsvæði og upptöku nýs gjaldmiðils snýr líka að spurningunni um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Ef Ísland gengur í Evrópusambandið er eðlilegt næsta skref að fara í myntbandalagið og taka upp evru. Það verður hins vegar að teljast ósennilegt að hreyfing aðildarsinna fái nægilegan byr í seglin til að þetta verði nokkurn tímann að veruleika hér á landi. Andstaðan við aðild er of hörð og spurningunni um sjálfstætt íslenskt fiskveiðistjórnunarsvæði innan 200 mílna samhliða ESB-aðild hefur ekki verið svarað. Á meðan jafn mikil óvissa ríkir um þetta er eðlilegt að ræða til hlítar hvað annað kemur til greina. Skýrsla Seðlabankans frá 2012 er ágætt innlegg í þá umræðu. Alþingismenn ættu kannski að drífa í því að lesa hana og segja okkur hinum síðan hvað þeim finnst. Það er ekki seinna vænna. Í þeirri pólitísku umræðu er krafa um hófsemd og kredduleysi sjálfsögð og eðlileg.Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þótt aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandandsins hafi verið settar á ís og samningahóparnir leystir upp þarf að leiða til lykta umræðu um framtíðarvalkosti Íslands í gjaldmiðils- og peningamálum jafnvel þótt afnám hafta sé kannski ekkert meira en fjarlæg draumsýn í augnablikinu. Á meðan stýrinefnd stjórnvalda um afnám fjármagnshafta hefur ekki skilað neinum raunverulegum tillögum erum við í raun engu nær frjálsum fjármagnsflutningum. Skýrsla fjármálaráðherra um framgang áætlunar um afnám hafta sem birtist 19. september er að mestu yfirlit yfir hvaða árangri (lesist, litlum) leiðir stjórnvalda hafa skilað til þessa. Eftir skipun stýrinefndarinnar og ráðningu erlendra ráðgjafa er hins vegar ljóst að fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að ekki að láta grípa sig nakinn í bóli aðgerðarleysis þegar þessi mál eru annars vegar. Það er í eðli sínu jákvætt. Stjórnvöld þurfa hins vegar að hafa skýra stefnu um hvað tekur við af krónunni. Umræða um þessa valkosti þarf að vera yfirveguð en hún hefur ekki verið laus við ofstækið. Það er t.d. ekki víst að evran sé lausnin fyrir Íslendinga þótt hún sé fýsilegasti kosturinn að mati skýrsluhöfunda Seðlabanka Íslands í 623 bls. skýrslu sem kom út september 2012. Umræðan um skýrsluna hefur hins vegar í skötulíki síðan hún kom út. Kannski af því stjórnmálamenn nenna ekki að lesa hana? Það er óvissa um evruna og efaemdir um gjaldmiðilinn sjálfan. Ekki bara í þeim ríkjum á evrusvæðinu sem hafa þurft björgunarpakka. Þessar raddir heyrast líka í Þýskalandi. Til dæmis fengu evru-efasemdarmennirnir í Alternative für Deutschland næstum 5 prósent atkvæða í kosningum til Bundestag í fyrra, aðeins sex mánuðum eftir að flokkurinn var stofnaður. Fastlega er gengið út frá því að evrukrísan snúi aftur því ekki hafi tekist að laga gallanna í regluverki evrusvæðisins. Þetta sé bara tímaspursmál. Það er fleira sem er hugarfóður þegar gjaldmiðlamál eru annars vegar. Í fyrsta sinn frá upphafi iðnvæðingar fyrir rúmum tveimur öldum er öflugasta hagkerfi heimsins ekki vestrænt ríki og því er stýrt af kommúnistum í þokkabót. Martin Wolf fjallar í nýjasta pistli sínum í Financial Times í gær um að Kínverjar haldi kannski á öflugasta gjaldmiðli heimsins, renminbi. Hinum eiginlega „forðagjaldmiðli“ og þeir þurfi kannski að íhuga hvort þeir vilji að hann leysi Bandaríkjadollar af hólmi í þessu hlutverki. Þá þyrftu Kínverjar að taka upp frjálsa fjármagnsflutninga með renminbi. Wolf telur enn langt í land að Kínverjar geri það sem nauðsynlegt er til að þetta verði að veruleika. Umræðan um þátttöku í myntsvæði og upptöku nýs gjaldmiðils snýr líka að spurningunni um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Ef Ísland gengur í Evrópusambandið er eðlilegt næsta skref að fara í myntbandalagið og taka upp evru. Það verður hins vegar að teljast ósennilegt að hreyfing aðildarsinna fái nægilegan byr í seglin til að þetta verði nokkurn tímann að veruleika hér á landi. Andstaðan við aðild er of hörð og spurningunni um sjálfstætt íslenskt fiskveiðistjórnunarsvæði innan 200 mílna samhliða ESB-aðild hefur ekki verið svarað. Á meðan jafn mikil óvissa ríkir um þetta er eðlilegt að ræða til hlítar hvað annað kemur til greina. Skýrsla Seðlabankans frá 2012 er ágætt innlegg í þá umræðu. Alþingismenn ættu kannski að drífa í því að lesa hana og segja okkur hinum síðan hvað þeim finnst. Það er ekki seinna vænna. Í þeirri pólitísku umræðu er krafa um hófsemd og kredduleysi sjálfsögð og eðlileg.Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun