
Til minningar um palestínskan fótbolta!
Í 52 daga stórsókn Ísraela á Gaza á þessu ári hafa um 2100 manns verið drepnir, flestir óbreyttir borgarar og þar af meira en 500 börn. Á meðal þeirra sem voru drepnir voru Ahmad Muhammad Al-Qatar og Uday Caber, 19 ára gamlir piltar sem voru að hefja feril sinn sem fótboltamenn. Einnig var hinn 49 ára gamli Ahed Zaqout, goðsögn í palestínskri fótboltasögu myrtur, en hann var einnig þekktur sem rödd fótboltans á meðal Palestínumanna, þar sem hann var reglulega þulur í fótboltaleikjum. Þá má ekki gleyma þeim Ismail Bakr, 9 ára, Ahed Bakr, 10 ára, Zakariya Bakr, 10 ára og hinum 11 ára gamla Muhammad Baker. Allt ungir drengir sem voru að leika sér í fótbolta á ströndinni á Gaza þegar tveimur ísraelskum sprengjum var skotið á þá og þeir myrtir! Í sömu árásum Ísraela voru 32 íþróttamannvirki og yfir 500 heimili íþróttamanna- og kvenna eyðilögð.
Jawhar Nasser, 19 ára, og Adam Al-Raout Halabiya, 17 ára, voru einu sinni verðandi fótboltamenn. Á leið af æfingu þann 31. janúar s.l. skutu ísraelskar hersveitir á þá. Tíu byssukúlur enduðu í fæti Jawhar og Adam fékk eina kúlu í sitthvorn fótinn. Þeir munu aldrei spila fótbolta aftur. Fleiri sögur eru til, þetta er bara örlítið brot, en ljóst er að Ísrael hefur markvisst ráðist á palestínska íþróttamenn og reynt að koma í veg fyrir vöxt og framgang íþróttaiðkunnar í Palestínu.
Þá hefur hernám Ísraelshers í Palestínu komið í veg fyrir að landslið Palestínumanna í knattspyrnu hafi getað leikið landsleiki sína í sínu heimalandi. Þær innilokanir og takmarkanir á ferðafrelsi sem hernámsliðið hefur sett á íbúa Palestínu hefur orðið til þess að palestínskir landsliðsmenn, og stundum allt landsliðið, hefur ekki getað leikið fyrir land sitt á erlendri grundu og m.a. misst af leikjum í undankeppnum Asíukeppninnar. Ísraelsher hefur jafnframt handtekið meðlimi karlalandsliðsins, m.a. Mahmoud Sarsak, sem eftir þriggja ára fangelsisvist án dóms og laga var sleppt eftir hungurverfall og þrýsting frá Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.
Í árásunum 2008/9 jöfnuðu Ísraelsmenn leikvang Palestínumanna við jörðu. Þá hafa ísraelsk yfirvöld ítrekað komið í veg fyrir uppbyggingu á íþróttasvæðum í hertekinni Austur-Jerúsalem og komið þannig í veg fyrir að börn og ungmenni geti æft íþróttir. Í Austur-Jerúsalem sjást varla fótboltavellir og það er nánast ómögulegt fyrir Palestínumenn að spila þar fótbolta vegna þeirra takmarkana sem Ísraelsríki leggur á skipulag svæða Palestínumanna, uppbyggingu og þróun þeirra.
Með því að bjóða ísraelska landsliðið velkomið hingað til lands er Ísland og íslenska íþróttahreyfingin því miður í samstarfi við ríki sem ítrekað fremur mannréttindabrot og stríðsglæpi. Hreyfingin BDS Ísland - sniðganga fyrir Palestínu harmar þá staðreynd að verið sé að bjóða hingað til lands ísraelska landsliðinu á meðan þarlend stjórnvöld þverbrjóta alþjóðalög og mannréttindasáttmála, sem bæði Ísrael og Ísland eiga aðild að, sem og samþykktir Sameinuðu þjóðanna, með áratuga löngu hernámi og landráni í Palestínu. Aðgerðir ísraelskra stjórnvalda til þess að gera út um íþrótta- og knattspyrnuiðkun Palestínumanna er einungis einn liður í grimmilegum árásum Ísraela á saklausa borgara Palestínu.
Skoðun

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar

Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð
Ólafur Sigurðsson skrifar

Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga
Marta Wieczorek skrifar

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar