Til minningar um palestínskan fótbolta! Sema Erla Serdar skrifar 13. september 2014 08:00 Í dag fer fram landsleikur Íslands og Ísraels í undankeppni HM 2015. Ísraelska landsliðið er mætt hingað til lands sem fulltrúar ríkis sem þekkt er fyrir grimmilegar árásir sínar á saklausa borgara Palestínu, aðskilnaðarstefnu, hernám og ráni á palestínsku landi. Það verður að teljast óviðeigandi að ríki sem kemur fram af svo mikilli grimmd gagnvart annarri þjóð skuli fá að senda fulltrúa sína á íþróttakappleik hingað til lands. Herskylda í Ísrael er þrjú ár fyrir karlmenn og tvö ár fyrir konur og því er verið að bjóða hér velkomna tilvonandi og fyrrverandi hermenn í her sem stundar mannréttindarbrot og hefur að mati mannréttindarsamtaka framið stríðsglæpi í nýafstaðinni innrás sinni á Gaza. Í 52 daga stórsókn Ísraela á Gaza á þessu ári hafa um 2100 manns verið drepnir, flestir óbreyttir borgarar og þar af meira en 500 börn. Á meðal þeirra sem voru drepnir voru Ahmad Muhammad Al-Qatar og Uday Caber, 19 ára gamlir piltar sem voru að hefja feril sinn sem fótboltamenn. Einnig var hinn 49 ára gamli Ahed Zaqout, goðsögn í palestínskri fótboltasögu myrtur, en hann var einnig þekktur sem rödd fótboltans á meðal Palestínumanna, þar sem hann var reglulega þulur í fótboltaleikjum. Þá má ekki gleyma þeim Ismail Bakr, 9 ára, Ahed Bakr, 10 ára, Zakariya Bakr, 10 ára og hinum 11 ára gamla Muhammad Baker. Allt ungir drengir sem voru að leika sér í fótbolta á ströndinni á Gaza þegar tveimur ísraelskum sprengjum var skotið á þá og þeir myrtir! Í sömu árásum Ísraela voru 32 íþróttamannvirki og yfir 500 heimili íþróttamanna- og kvenna eyðilögð. Jawhar Nasser, 19 ára, og Adam Al-Raout Halabiya, 17 ára, voru einu sinni verðandi fótboltamenn. Á leið af æfingu þann 31. janúar s.l. skutu ísraelskar hersveitir á þá. Tíu byssukúlur enduðu í fæti Jawhar og Adam fékk eina kúlu í sitthvorn fótinn. Þeir munu aldrei spila fótbolta aftur. Fleiri sögur eru til, þetta er bara örlítið brot, en ljóst er að Ísrael hefur markvisst ráðist á palestínska íþróttamenn og reynt að koma í veg fyrir vöxt og framgang íþróttaiðkunnar í Palestínu. Þá hefur hernám Ísraelshers í Palestínu komið í veg fyrir að landslið Palestínumanna í knattspyrnu hafi getað leikið landsleiki sína í sínu heimalandi. Þær innilokanir og takmarkanir á ferðafrelsi sem hernámsliðið hefur sett á íbúa Palestínu hefur orðið til þess að palestínskir landsliðsmenn, og stundum allt landsliðið, hefur ekki getað leikið fyrir land sitt á erlendri grundu og m.a. misst af leikjum í undankeppnum Asíukeppninnar. Ísraelsher hefur jafnframt handtekið meðlimi karlalandsliðsins, m.a. Mahmoud Sarsak, sem eftir þriggja ára fangelsisvist án dóms og laga var sleppt eftir hungurverfall og þrýsting frá Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Í árásunum 2008/9 jöfnuðu Ísraelsmenn leikvang Palestínumanna við jörðu. Þá hafa ísraelsk yfirvöld ítrekað komið í veg fyrir uppbyggingu á íþróttasvæðum í hertekinni Austur-Jerúsalem og komið þannig í veg fyrir að börn og ungmenni geti æft íþróttir. Í Austur-Jerúsalem sjást varla fótboltavellir og það er nánast ómögulegt fyrir Palestínumenn að spila þar fótbolta vegna þeirra takmarkana sem Ísraelsríki leggur á skipulag svæða Palestínumanna, uppbyggingu og þróun þeirra. Með því að bjóða ísraelska landsliðið velkomið hingað til lands er Ísland og íslenska íþróttahreyfingin því miður í samstarfi við ríki sem ítrekað fremur mannréttindabrot og stríðsglæpi. Hreyfingin BDS Ísland - sniðganga fyrir Palestínu harmar þá staðreynd að verið sé að bjóða hingað til lands ísraelska landsliðinu á meðan þarlend stjórnvöld þverbrjóta alþjóðalög og mannréttindasáttmála, sem bæði Ísrael og Ísland eiga aðild að, sem og samþykktir Sameinuðu þjóðanna, með áratuga löngu hernámi og landráni í Palestínu. Aðgerðir ísraelskra stjórnvalda til þess að gera út um íþrótta- og knattspyrnuiðkun Palestínumanna er einungis einn liður í grimmilegum árásum Ísraela á saklausa borgara Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Í dag fer fram landsleikur Íslands og Ísraels í undankeppni HM 2015. Ísraelska landsliðið er mætt hingað til lands sem fulltrúar ríkis sem þekkt er fyrir grimmilegar árásir sínar á saklausa borgara Palestínu, aðskilnaðarstefnu, hernám og ráni á palestínsku landi. Það verður að teljast óviðeigandi að ríki sem kemur fram af svo mikilli grimmd gagnvart annarri þjóð skuli fá að senda fulltrúa sína á íþróttakappleik hingað til lands. Herskylda í Ísrael er þrjú ár fyrir karlmenn og tvö ár fyrir konur og því er verið að bjóða hér velkomna tilvonandi og fyrrverandi hermenn í her sem stundar mannréttindarbrot og hefur að mati mannréttindarsamtaka framið stríðsglæpi í nýafstaðinni innrás sinni á Gaza. Í 52 daga stórsókn Ísraela á Gaza á þessu ári hafa um 2100 manns verið drepnir, flestir óbreyttir borgarar og þar af meira en 500 börn. Á meðal þeirra sem voru drepnir voru Ahmad Muhammad Al-Qatar og Uday Caber, 19 ára gamlir piltar sem voru að hefja feril sinn sem fótboltamenn. Einnig var hinn 49 ára gamli Ahed Zaqout, goðsögn í palestínskri fótboltasögu myrtur, en hann var einnig þekktur sem rödd fótboltans á meðal Palestínumanna, þar sem hann var reglulega þulur í fótboltaleikjum. Þá má ekki gleyma þeim Ismail Bakr, 9 ára, Ahed Bakr, 10 ára, Zakariya Bakr, 10 ára og hinum 11 ára gamla Muhammad Baker. Allt ungir drengir sem voru að leika sér í fótbolta á ströndinni á Gaza þegar tveimur ísraelskum sprengjum var skotið á þá og þeir myrtir! Í sömu árásum Ísraela voru 32 íþróttamannvirki og yfir 500 heimili íþróttamanna- og kvenna eyðilögð. Jawhar Nasser, 19 ára, og Adam Al-Raout Halabiya, 17 ára, voru einu sinni verðandi fótboltamenn. Á leið af æfingu þann 31. janúar s.l. skutu ísraelskar hersveitir á þá. Tíu byssukúlur enduðu í fæti Jawhar og Adam fékk eina kúlu í sitthvorn fótinn. Þeir munu aldrei spila fótbolta aftur. Fleiri sögur eru til, þetta er bara örlítið brot, en ljóst er að Ísrael hefur markvisst ráðist á palestínska íþróttamenn og reynt að koma í veg fyrir vöxt og framgang íþróttaiðkunnar í Palestínu. Þá hefur hernám Ísraelshers í Palestínu komið í veg fyrir að landslið Palestínumanna í knattspyrnu hafi getað leikið landsleiki sína í sínu heimalandi. Þær innilokanir og takmarkanir á ferðafrelsi sem hernámsliðið hefur sett á íbúa Palestínu hefur orðið til þess að palestínskir landsliðsmenn, og stundum allt landsliðið, hefur ekki getað leikið fyrir land sitt á erlendri grundu og m.a. misst af leikjum í undankeppnum Asíukeppninnar. Ísraelsher hefur jafnframt handtekið meðlimi karlalandsliðsins, m.a. Mahmoud Sarsak, sem eftir þriggja ára fangelsisvist án dóms og laga var sleppt eftir hungurverfall og þrýsting frá Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Í árásunum 2008/9 jöfnuðu Ísraelsmenn leikvang Palestínumanna við jörðu. Þá hafa ísraelsk yfirvöld ítrekað komið í veg fyrir uppbyggingu á íþróttasvæðum í hertekinni Austur-Jerúsalem og komið þannig í veg fyrir að börn og ungmenni geti æft íþróttir. Í Austur-Jerúsalem sjást varla fótboltavellir og það er nánast ómögulegt fyrir Palestínumenn að spila þar fótbolta vegna þeirra takmarkana sem Ísraelsríki leggur á skipulag svæða Palestínumanna, uppbyggingu og þróun þeirra. Með því að bjóða ísraelska landsliðið velkomið hingað til lands er Ísland og íslenska íþróttahreyfingin því miður í samstarfi við ríki sem ítrekað fremur mannréttindabrot og stríðsglæpi. Hreyfingin BDS Ísland - sniðganga fyrir Palestínu harmar þá staðreynd að verið sé að bjóða hingað til lands ísraelska landsliðinu á meðan þarlend stjórnvöld þverbrjóta alþjóðalög og mannréttindasáttmála, sem bæði Ísrael og Ísland eiga aðild að, sem og samþykktir Sameinuðu þjóðanna, með áratuga löngu hernámi og landráni í Palestínu. Aðgerðir ísraelskra stjórnvalda til þess að gera út um íþrótta- og knattspyrnuiðkun Palestínumanna er einungis einn liður í grimmilegum árásum Ísraela á saklausa borgara Palestínu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar