Körfubolti

Litháen og Serbía áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Serbar höfðu ástæðu til að brosa.
Serbar höfðu ástæðu til að brosa. vísir/getty
Litháen og Serbía hafa tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í körfubolta sem fer fram á Spáni.

Litháen vann Nýja-Sjáland í miklum baráttuleik, en Litháen leiddi í hálfleik 36-26. Fyrsti leikhlutinn lagði grunninn að sigrinum en Litháen vann leikhlutann 23-9.

Lokatölur urðu svo 76-71, Litháen í vil. Jonas Valanciunas skoraði 22 stig fyrir Litháen og tók 13 fráköst, en Corey Webster var stigahæstur hjá Nýsjálendingum með 26 stig.

Litháen mætir sigurvegaranum úr leik Tyrklands og Austurríki, en leikurinn fer fram í kvöld.

Serbía keyrði svo yfir Grikkland en lokatölur urðu 90-72 eftir að Serbarnir höfðu leitt með fjórum stigum í hálfleik, 46-42.

Bogdan Bogdanović var stigahæstur hjá Serbíu með 21 stig, en hjá Grikkjum var Nick Calathes stigahæstur með fjórtán stig.

Serbar mæta annað hvort Brasilíu eða Argentínu í 8-liða úrslitunum, en leikurinn fer fram í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×